Skattsvikamál Shakiru fyrir dóm á Spáni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2022 16:30 Saksóknarar á Spáni höfðu lítinn áhuga á sáttaboði Shakiru. Getty Kólumbísku poppstjörnunni Shakiru hefur mistekist að ná dómsátt með spænskum saksóknurum og mun mál hennar vegna meintra skattsvika því fara fyrir dómstóla. Shakira mun þar halda fram sakleysi sínu. „Shakira og hennar teymi telja að vegið sé að hennar réttindum í þessu máli,“ segir í yfirlýsingu frá Shakiru. „Hún hefur ávallt sýnt óaðfinnanlega framkomu, bæði sem manneskja og skattgreiðandi, sem og vilja til að leysa hvers kyns vandamál frá upphafi, jafnvel fyrir ásakanir um skattsvik.“ Shakira er langfarsælasta söngkona Suður-Ameríku og einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma. Hefur hún selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sínum sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Ágirnd vex með eyri hverjum og skattsvik Shakiru eru nú talin hlaupa á milljörðum. Nánar tiltekið telja Spænsk skattayfirvöld að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði liðlega tveggja milljarða íslenskra króna. Shakira hefur haldið því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum árum en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Saksóknarar á Spáni hafa nú hafnað sáttaboði söngkonunnar og telja sig hafa næg sönnunargögn til þess að dæma megi um það óyggjandi hætti að Shakira hafi komið mörgum milljörðum evra undan skatti. Þess ber að geta að fyrrverandi eiginmaður hennar og knattspyrnumaðurinn Gerard Pique er einnig sakaður um skattsvik á svipuðu tímabili. Spánn Skattar og tollar Kólumbía Hollywood Tengdar fréttir Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. 19. júní 2022 14:31 Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti. 29. júlí 2022 12:02 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
„Shakira og hennar teymi telja að vegið sé að hennar réttindum í þessu máli,“ segir í yfirlýsingu frá Shakiru. „Hún hefur ávallt sýnt óaðfinnanlega framkomu, bæði sem manneskja og skattgreiðandi, sem og vilja til að leysa hvers kyns vandamál frá upphafi, jafnvel fyrir ásakanir um skattsvik.“ Shakira er langfarsælasta söngkona Suður-Ameríku og einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma. Hefur hún selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sínum sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Ágirnd vex með eyri hverjum og skattsvik Shakiru eru nú talin hlaupa á milljörðum. Nánar tiltekið telja Spænsk skattayfirvöld að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði liðlega tveggja milljarða íslenskra króna. Shakira hefur haldið því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum árum en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Saksóknarar á Spáni hafa nú hafnað sáttaboði söngkonunnar og telja sig hafa næg sönnunargögn til þess að dæma megi um það óyggjandi hætti að Shakira hafi komið mörgum milljörðum evra undan skatti. Þess ber að geta að fyrrverandi eiginmaður hennar og knattspyrnumaðurinn Gerard Pique er einnig sakaður um skattsvik á svipuðu tímabili.
Spánn Skattar og tollar Kólumbía Hollywood Tengdar fréttir Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. 19. júní 2022 14:31 Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti. 29. júlí 2022 12:02 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. 19. júní 2022 14:31
Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti. 29. júlí 2022 12:02