Innlent

Vopnað rán í Hlíðunum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm

Karlmaður var handtekinn fyrir vopnað rán í Hlíðunum í nótt en sá ógnaði konu með hnífi og rændi af henni síma. Maðurinn var vistaður í fangageymslu og málið er í rannsókn.

Nokkuð var um ölvun á höfuðborgarsvæðinu í nótt en lögregla hafði meðal annars afskipti af hópslagsmálum í miðbænum. Þá hlaut einn minniháttar meiðsl eftir rafskútuslys en maðurinn var mjög ölvaður, eins og fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölmargir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einn kastaði sér út úr bíl á ferð í Hafnarfirði en sá hlaut ekki alvarlega áverka. Honum var ekið á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Þá beit hundur sem ekki var í ól beit gangandi vegfaranda í Kópavoginum en maðurinn slasaðist lítillega.

Brotist var inn í grunnskóla í Breiðholti og stálu þjófarnir meðal annars leikjatölvu. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×