„Strákarnir eiga skilið að njóta sín og skemmta sér í Dalnum“ Einar Kárason skrifar 30. júlí 2022 16:42 Verður stuð í Herjólfsdal í kvöld. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, sagði jafntefli líklega hafa verið sanngjörn úrslit í leik ÍBV og Keflavíkur sem fram fór í Bestu deildinni í fótbolta í dag. Eyjamenn komust tvívegis yfir í leiknum en Keflvíkingar skoruðu á lokamínútum hvors hálfleiks og urðu lokatölur því 2-2. „Mér fannst við vera töluvert betri í fyrri hálfleik og mér fannst við verðskulda að vera í forystu eftir fyrri hálfleikinn. Eftir seinni hálfleikinn held ég að 2-2 sé bara sanngjarnt.“ „Við komumst í flottar stöður. Það fer orka í okkar leikstíl og það var orðið frekar þungt í síðari hálfleik,“ sagði Hermann í leikslok. Eftir erfiða byrjun á mótinu hefur spilamennska ÍBV batnað til mikilla muna í undanförnum leikjum og stigasöfnunin tekið góðan kipp. „Liðið hefur verið hrikalega samstillt og verið frábær andi hjá okkur. Menn eru að njóta þess að spila og það skín í gegn hjá okkur. Ég hrósa bara liðinu mínu eftir erfiða byrjun á mótinu. Við mætum í hvern leik til að vinna,“ sagði Hermann. Þjóðhátíð er í gangi í Vestmannaeyjum þessa helgina og Hermann segir leikmenn sína hafa unnið fyrir því að taka virkan þátt í hátíðahöldunum. „Strákarnir eiga skilið að að njóta sín og skemmta sér. Þeir eru búnir að vinna fyrir því; framlagið hefur verið upp á 10 á hverri æfingu og í hverjum leik svo við munum njóta okkar í Dalnum, það fer ekki á milli mála,“ sagði Hermann. Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Keflavík 2-2 | Keflvíkingar náðu stigi á lokamínútunum ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð og skorað samtals sjö mörk í þeim á meðan Keflavík hefur tapað tveimur leikjum í röð á grátlegan hátt. 30. júlí 2022 15:54 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Sjá meira
Eyjamenn komust tvívegis yfir í leiknum en Keflvíkingar skoruðu á lokamínútum hvors hálfleiks og urðu lokatölur því 2-2. „Mér fannst við vera töluvert betri í fyrri hálfleik og mér fannst við verðskulda að vera í forystu eftir fyrri hálfleikinn. Eftir seinni hálfleikinn held ég að 2-2 sé bara sanngjarnt.“ „Við komumst í flottar stöður. Það fer orka í okkar leikstíl og það var orðið frekar þungt í síðari hálfleik,“ sagði Hermann í leikslok. Eftir erfiða byrjun á mótinu hefur spilamennska ÍBV batnað til mikilla muna í undanförnum leikjum og stigasöfnunin tekið góðan kipp. „Liðið hefur verið hrikalega samstillt og verið frábær andi hjá okkur. Menn eru að njóta þess að spila og það skín í gegn hjá okkur. Ég hrósa bara liðinu mínu eftir erfiða byrjun á mótinu. Við mætum í hvern leik til að vinna,“ sagði Hermann. Þjóðhátíð er í gangi í Vestmannaeyjum þessa helgina og Hermann segir leikmenn sína hafa unnið fyrir því að taka virkan þátt í hátíðahöldunum. „Strákarnir eiga skilið að að njóta sín og skemmta sér. Þeir eru búnir að vinna fyrir því; framlagið hefur verið upp á 10 á hverri æfingu og í hverjum leik svo við munum njóta okkar í Dalnum, það fer ekki á milli mála,“ sagði Hermann.
Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Keflavík 2-2 | Keflvíkingar náðu stigi á lokamínútunum ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð og skorað samtals sjö mörk í þeim á meðan Keflavík hefur tapað tveimur leikjum í röð á grátlegan hátt. 30. júlí 2022 15:54 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Keflavík 2-2 | Keflvíkingar náðu stigi á lokamínútunum ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð og skorað samtals sjö mörk í þeim á meðan Keflavík hefur tapað tveimur leikjum í röð á grátlegan hátt. 30. júlí 2022 15:54