Innlent

Um­ferð farin að þéttast úr bænum og nokkrir teknir fyrir hrað­akstur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fólk er farið að flykkjast út úr bænum.
Fólk er farið að flykkjast út úr bænum. Vísir/Vilhelm

Umferð er nokkuð farin að þyngjast út úr höfuðborginni og búist við að hún þéttist enn inn í kvöldið. Nokkrir ökumenn hafa verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, en að öðru leyti hefur allt gengið vel fram að þessu.

Lúðvík Kristinsson varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir mikilvægt að fólk hafi tímann fyrir sér í ferðalögin, enda geti myndast umerfðarteppur víða, sýni tillitssemi og njóti þess að vera á faraldsfæti.

„Við erum við radarmælingar á Suðurlandsvegi núna í austurátt að Þrengslum og umferðin er nokkuð þétt, heilt yfir mjög gott. Það er svona einn og einn sem aðeins sprettir úr spori en það er svo sem lítið um það. Við erum búnir að taka um sex, sjö á einum og hálfum tíma. Það er allt innan skekkjumarka,“ segir Lúðvík Kristinsson varðstjóri.

Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni hafa tæplega þrjú þúsund keyrt um Hellisheiðina í dag og tæplega 1.300 keyrt Þrengslin. Þá hafa tæplega fimm þúsund keyrt um Hellu í dag og tæplega þrjú þúsund yfir Markarfljót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×