Súrir Selfyssingar slúttuðu sólbaðsstofu Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2022 10:51 Nágrannar gerðu miklar athugasemdir við starfsemina. Vísir/Vilhelm Húseiganda á Selfossi var óheimilt að reka sólbaðsstofu í fjölbýlishúsi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beðni eigandans um að fella úr gildi ákvörðun byggingafulltrúa Árborgar sem veitti ekki leyfi fyrir starfseminni. Eigandinn sótti um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í janúar árið 2020 vegna reksturs sólbaðsstofu en skipulagsfulltrúi lagðist gegn útgáfu starfsleyfis með vísan til þess að starfsemin samræmdist ekki skipulagi, samþykki meðeiganda lægi ekki fyrir og önnur fyrirliggjandi gögn væru ófullnægjandi. Fyrri hluta ársins 2021 bárust sveitarfélaginu athugasemdir við aðstæður í húsinu sem stendur við Tryggvagötu og fór byggingarfulltrúi í kjölfarið í eftirlitsferð á staðinn í apríl. Í kjölfarið gerði hann athugasemdir við notkun fasteignarinnar og sagði að grunur hafi vaknað um að rekin væri sólbaðsstofa á efri hæð fasteignarinnar og að nýtingin væri ekki í samræmi við skráða notkun. Var tekið fram að slík nýting mannvirkisins væri óheimil og var kærendum gert að láta af rekstrinum. Jafnframt voru gerðar athugasemdir við byggingarleyfisskyldar framkvæmdir sem fram hefðu farið á lóðinni án þess að leyfi hefði verið fengið fyrir þeim. Kvörtuðu undan ónæði Fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál að fulltrúi eigandans sendi sveitarfélaginu svar þar sem fram kom að sólbaðsstofa í húsnæðinu væri hugsuð sem minni háttar atvinnustarfsemi. Notaður væri sérinngangur fyrir efri hæð til að komast inn á sólbaðsstofuna, en þar væru fjórir bekkir með mismunandi stillingum. Hugmyndin væri sú að tveir gestir gætu sótt stofuna í einu. Sólbaðsstofan væri skilin frá íbúðarhúsnæðinu og staðsett ofan á bílskúr, þar sem áður hefði verið geymsla. Þar væri öryggiskassi sem stjórni rafmagni, slökkvitæki og góð loftræsing. Þá fylgi sér baðherbergi fyrir viðskiptavini með klósetti, vaski og sturtu. Í desember 2021 óskaði eftir leyfi fyrir breytingum innanhúss á annarri hæð hússins vegna innréttingar á sólbaðsstofu fyrir ofan bílskúr sem nú er skráð sem geymsla. Fjórir bekkir áttu að vera á sólbaðsstofunni.Getty/Peter Dazeley Í athugasemdum sem settar voru fram í kjölfar grenndarkynningu kom meðal annars fram að ekki væri um atvinnuhúsnæði að ræða, bílastæði við húsið anni ekki rekstrinum, sólbaðsstofan væri nú þegar starfrækt í húsinu og af henni hefði hlotist mikið ónæði. Með vísan til athugasemdanna hafnaði skipulags- og bygginganefnd Árborgar umsókninni um breytingar innanhúss og breytta notkun hússins. Síðar kærði eigandinn ákvörðun byggingafulltrúa Árborgar til Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Ekki með leyfi frá nágranna Fram kemur í ákvörðun nefndarinnar að umrætt húsnæði sé á íbúðasvæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi Árborgar og í aðalskipulaginu sé ekki að finna heimild til að vera með minni háttar atvinnustarfsemi á svæðinu. Samræmist því umsótt leyfi um breytta notkun ekki landnotkun svæðisins. Þannig er ekki ekki heimilt að vera með atvinnustarfsemi í þeirri íbúðabyggð sem um ræðir, að mati Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Umrædd fasteign skiptist í tvo eignarhluta en samkvæmt lögum ber að fá samþykki allra eigenda hússins fyrir breytingu á hagnýtingu séreignar sem hafi í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa. Fram kemur í úrskurðinum að þar sem ekki liggi fyrir samþykki allra né meirihluta eiganda miðað við eignarhluta hafi byggingafulltrúafulltrúa Árborgar því verið rétt að hafna umsókn um breytingar á húsnæðinu og breytta notkun hússins. Hafnaði nefndin því kröfu kæranda um að ákvörðun byggingafulltrúa yrði felld í gildi. Árborg Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Eigandinn sótti um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í janúar árið 2020 vegna reksturs sólbaðsstofu en skipulagsfulltrúi lagðist gegn útgáfu starfsleyfis með vísan til þess að starfsemin samræmdist ekki skipulagi, samþykki meðeiganda lægi ekki fyrir og önnur fyrirliggjandi gögn væru ófullnægjandi. Fyrri hluta ársins 2021 bárust sveitarfélaginu athugasemdir við aðstæður í húsinu sem stendur við Tryggvagötu og fór byggingarfulltrúi í kjölfarið í eftirlitsferð á staðinn í apríl. Í kjölfarið gerði hann athugasemdir við notkun fasteignarinnar og sagði að grunur hafi vaknað um að rekin væri sólbaðsstofa á efri hæð fasteignarinnar og að nýtingin væri ekki í samræmi við skráða notkun. Var tekið fram að slík nýting mannvirkisins væri óheimil og var kærendum gert að láta af rekstrinum. Jafnframt voru gerðar athugasemdir við byggingarleyfisskyldar framkvæmdir sem fram hefðu farið á lóðinni án þess að leyfi hefði verið fengið fyrir þeim. Kvörtuðu undan ónæði Fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál að fulltrúi eigandans sendi sveitarfélaginu svar þar sem fram kom að sólbaðsstofa í húsnæðinu væri hugsuð sem minni háttar atvinnustarfsemi. Notaður væri sérinngangur fyrir efri hæð til að komast inn á sólbaðsstofuna, en þar væru fjórir bekkir með mismunandi stillingum. Hugmyndin væri sú að tveir gestir gætu sótt stofuna í einu. Sólbaðsstofan væri skilin frá íbúðarhúsnæðinu og staðsett ofan á bílskúr, þar sem áður hefði verið geymsla. Þar væri öryggiskassi sem stjórni rafmagni, slökkvitæki og góð loftræsing. Þá fylgi sér baðherbergi fyrir viðskiptavini með klósetti, vaski og sturtu. Í desember 2021 óskaði eftir leyfi fyrir breytingum innanhúss á annarri hæð hússins vegna innréttingar á sólbaðsstofu fyrir ofan bílskúr sem nú er skráð sem geymsla. Fjórir bekkir áttu að vera á sólbaðsstofunni.Getty/Peter Dazeley Í athugasemdum sem settar voru fram í kjölfar grenndarkynningu kom meðal annars fram að ekki væri um atvinnuhúsnæði að ræða, bílastæði við húsið anni ekki rekstrinum, sólbaðsstofan væri nú þegar starfrækt í húsinu og af henni hefði hlotist mikið ónæði. Með vísan til athugasemdanna hafnaði skipulags- og bygginganefnd Árborgar umsókninni um breytingar innanhúss og breytta notkun hússins. Síðar kærði eigandinn ákvörðun byggingafulltrúa Árborgar til Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Ekki með leyfi frá nágranna Fram kemur í ákvörðun nefndarinnar að umrætt húsnæði sé á íbúðasvæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi Árborgar og í aðalskipulaginu sé ekki að finna heimild til að vera með minni háttar atvinnustarfsemi á svæðinu. Samræmist því umsótt leyfi um breytta notkun ekki landnotkun svæðisins. Þannig er ekki ekki heimilt að vera með atvinnustarfsemi í þeirri íbúðabyggð sem um ræðir, að mati Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Umrædd fasteign skiptist í tvo eignarhluta en samkvæmt lögum ber að fá samþykki allra eigenda hússins fyrir breytingu á hagnýtingu séreignar sem hafi í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa. Fram kemur í úrskurðinum að þar sem ekki liggi fyrir samþykki allra né meirihluta eiganda miðað við eignarhluta hafi byggingafulltrúafulltrúa Árborgar því verið rétt að hafna umsókn um breytingar á húsnæðinu og breytta notkun hússins. Hafnaði nefndin því kröfu kæranda um að ákvörðun byggingafulltrúa yrði felld í gildi.
Árborg Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira