„Erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2022 14:31 Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Íslandsmeistara Vals. stöð 2 Keppni í Bestu deild kvenna hefst aftur í kvöld með tveimur leikjum. Elísa Viðarsdóttir, sem er nýkomin af Evrópumótinu í Englandi, og stöllur hennar í Val taka á móti Stjörnunni. „Ég er búin að ná einhverjum 4-5 æfingum með liðinu. Það tók nokkra daga að lenda eftir EM og hreinsa það. Nú er ég klár í slaginn með Val,“ sagði Elísa í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. Íslandsmeistarar Vals eru með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. Stjarnan er aftur á móti í 3. sætinu, sex stigum á eftir Val. „Þetta leggst vel í mig. Það eru allir leikir ofboðslega mikilvægir fyrir okkur sem erum í toppbaráttunni. Það má enginn leikur tapast, þannig séð. Leikurinn er alveg jafn mikilvægur og aðrir leikir. Stjarnan er með hörkugott lið, reynslumikinn þjálfara og búnar að vera lengi saman. Þær eru verðugur andstæðingur og það verður ótrúlega gaman að mæta þeim í kvöld,“ sagði Elísa. Klippa: Viðtal við Elísu Viðarsdóttur Valur vann síðustu þrjá leiki sína fyrir EM-hléið en um einn og hálfur mánuður er frá síðasta leik liðsins. „Ég held að þetta sé allt í góðu og ég vona að stelpurnar hafi nýtt fríið vel. Það er ekki oft sem það gefst frí svona að sumri til og ég er handviss um að það gefi þeim byr undir báða vængi og þær komi sprækar og orkumiklar inn í seinni hlutann. Ég veit líka að þær eru búnar að æfa vel,“ sagði Elísa sem hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum tíu deildarleikjum Vals í sumar. Aðalkeppinautur Vals í toppbaráttunni, Breiðablik, á einnig leik í kvöld, gegn nýliðum KR á Kópavogsvelli. Valskonur og Blikar hafa barist um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. „Við erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða. Það eru forréttindi að vera í slíku félagi og þurfa að fara í hvern einn og einasta leik, leggja allt í sölurnar og ná þremur stigum. Það er gott umhverfi að vera í,“ Elísa en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Vals og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
„Ég er búin að ná einhverjum 4-5 æfingum með liðinu. Það tók nokkra daga að lenda eftir EM og hreinsa það. Nú er ég klár í slaginn með Val,“ sagði Elísa í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. Íslandsmeistarar Vals eru með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. Stjarnan er aftur á móti í 3. sætinu, sex stigum á eftir Val. „Þetta leggst vel í mig. Það eru allir leikir ofboðslega mikilvægir fyrir okkur sem erum í toppbaráttunni. Það má enginn leikur tapast, þannig séð. Leikurinn er alveg jafn mikilvægur og aðrir leikir. Stjarnan er með hörkugott lið, reynslumikinn þjálfara og búnar að vera lengi saman. Þær eru verðugur andstæðingur og það verður ótrúlega gaman að mæta þeim í kvöld,“ sagði Elísa. Klippa: Viðtal við Elísu Viðarsdóttur Valur vann síðustu þrjá leiki sína fyrir EM-hléið en um einn og hálfur mánuður er frá síðasta leik liðsins. „Ég held að þetta sé allt í góðu og ég vona að stelpurnar hafi nýtt fríið vel. Það er ekki oft sem það gefst frí svona að sumri til og ég er handviss um að það gefi þeim byr undir báða vængi og þær komi sprækar og orkumiklar inn í seinni hlutann. Ég veit líka að þær eru búnar að æfa vel,“ sagði Elísa sem hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum tíu deildarleikjum Vals í sumar. Aðalkeppinautur Vals í toppbaráttunni, Breiðablik, á einnig leik í kvöld, gegn nýliðum KR á Kópavogsvelli. Valskonur og Blikar hafa barist um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. „Við erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða. Það eru forréttindi að vera í slíku félagi og þurfa að fara í hvern einn og einasta leik, leggja allt í sölurnar og ná þremur stigum. Það er gott umhverfi að vera í,“ Elísa en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Vals og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti