Fjórfaldi heimsmeistarinn Vettel hættir eftir tímabilið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2022 17:02 Sebastian Vettel ætlar að hætta í Formúlu 1 eftir tímabilið. Dan Istitene - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, tilkynnti það í dag að hann ætli sér að hætta keppni að yfirstandandi tímabili loknu. Vettel er einn sigursælasti ökumaður sögunnar í Formúli 1, en hann vann fjóra heimsmeistaratitla í röð árin 2010 til 2013 þegar hann ók fyrir Red Bull. Árið 2010 varð hann yngsti heimsmeistari sögunnar í Formúlu 1, þá aðeins 23 ára og 134 daga gamall. Aðeins Lewis Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa fagnað heimsmeistaratitli ökumanna oftar en Vettel. Þjóðverjinn hefur fagnað sigri í 53 keppnum en aðeins Hamilton og Schumacher hafa gert það oftar. Vettel hefur ekið fyrir Aston Martin frá því á seinasta tímabili. Liðið vildi halda kappanum í liðinu, en Vettel hefur ákveðið að segja þetta gott. „Dagurinn í dag er ekki til þess að kveðja, heldur til þess að þakka fyrir mig. Ég vil þakka öllum, sérstaklega aðdáendum mínum. Án ykkar stuðnings væri Formúla 1 ekki til,“ sagði Vettel. BREAKING: Sebastian Vettel has announced he will retire from F1 at the end of the 2022 season4 world titles53 race wins122 podiums1 phenomenal career#ThankYouSeb pic.twitter.com/K8BVXI6IAx— Formula 1 (@F1) July 28, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Vettel er einn sigursælasti ökumaður sögunnar í Formúli 1, en hann vann fjóra heimsmeistaratitla í röð árin 2010 til 2013 þegar hann ók fyrir Red Bull. Árið 2010 varð hann yngsti heimsmeistari sögunnar í Formúlu 1, þá aðeins 23 ára og 134 daga gamall. Aðeins Lewis Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa fagnað heimsmeistaratitli ökumanna oftar en Vettel. Þjóðverjinn hefur fagnað sigri í 53 keppnum en aðeins Hamilton og Schumacher hafa gert það oftar. Vettel hefur ekið fyrir Aston Martin frá því á seinasta tímabili. Liðið vildi halda kappanum í liðinu, en Vettel hefur ákveðið að segja þetta gott. „Dagurinn í dag er ekki til þess að kveðja, heldur til þess að þakka fyrir mig. Ég vil þakka öllum, sérstaklega aðdáendum mínum. Án ykkar stuðnings væri Formúla 1 ekki til,“ sagði Vettel. BREAKING: Sebastian Vettel has announced he will retire from F1 at the end of the 2022 season4 world titles53 race wins122 podiums1 phenomenal career#ThankYouSeb pic.twitter.com/K8BVXI6IAx— Formula 1 (@F1) July 28, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira