Af myndatextanum sem Kourtney skrifar á Instagram að dæma var amma hennar ein af tveimur gestum sem voru viðstaddir þegar þau undirrituðu hjónavígsluvottorð hjá sýslumanni í Santa Barbara. Randy Barker, faðir Travis var einnig viðstaddur. E News greinir frá þessu.
Stór athöfn var svo haldin á Ítalíu þar sem tískurisinn Dolce & Gabbana réði ríkjum þegar kom að klæðaburði fjölskyldunnar. Sú athöfn fór fram í Portofino á Ítalíu í villu sem er í eigu Dolce & Gabbana.
Nýju myndirnar frá Kourtney má sjá hér að neðan.