Netþrjótarnir þaulskipulagðir í Landsbanka-svikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 13:40 Lögreglan hefur netþrjótana til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með röð netglæpa til rannsóknar en óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum sett upp skuggavefsíður, sem líkjast meðal annars heimasíðu Landsbankans, sem eru til þess gerðar að ræna peningum af fólki. Landsbankinn gaf í morgun út aðvörun þess efnis að slík vefsíða væri opin og herjaði á viðskiptavini bankans. Síðan er fölsk innskráningarsíða fyrir netbanka Landsbankans og í einhverjum tilvikum hafi viðskiptavinir slegið inn notendanafn og lykilorð og þar með hafi netþrjótarnir verið komnir með þær upplýsingar. Í kjölfarið hafi fólk fengið beiðni frá svikurunum að auðkenna sig, meðal annars með því að gefa upp leyninúmer. „Búið er að gera skuggasíður, þær sem líta alveg eins út og síður Landsbankans en eru honum ótengdar. Síðan eru þær settar út í loftið og með smá klækjum er þeim komið þannig fyrir að þær koma fyrst ef þú ferð í gegn um leitarvélar,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli vinnur að rannsóknum á netglæpum hjá lögreglunni. Hann segir málið stórmerkilegt og það fyrsta sem lögreglan sjái hér á svo háum tæknilegum stuðli. Fyrir vikið sé málið alvarlegt. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður.Vísir „Síðan er það gert á rauntíma að þegar notandi skráir sig inn þá er síða á raunverulegri síðu bankans opnuð og glæpamennirnir komast þannig inn á hinn raunverulega aðgang. Þar sem brotaþoli heldur að hann sé á réttri síðu,“ segir Gísli. „Glæpurinn er vel skipulagður og búið að gera greiðslunet líka. Þeir sem standa að baki honum eru búnir að kortleggja og undirbúa marga þætti, þar á meðal að læra inn á íslenska banka. Þetta er faglega gert og ég myndi halda að þetta sé skipulagður glæpahópur með mikla tæknigetu og þekkingu á netglæpum.“ Hér má sjá dæmi um eina af þeim síðum sem settar hafa verið upp til að líkjast heimasíðu Landsbankans.Facebook Hvetur fólk til að kæra Allt bendi til um að netþrjótarnir séu erlendir. Þá telji hann enga tilviljun að þrjótarnir velji júlímánuð til að herja á landsmenn, þar sem flestir þeirra sem hafi þekkingu á þessum málum séu í fríi. „Kerfi Landsbankans eru heil, það er þessi natni að ná að komast fremst á leitarvélum sem er það sem er snjallt í þessum glæp, síðurnar sjálfar eru hins vegar með brengluð lén: landsbankinn.com / auth.landsbanikinn.com,“ skrifar Gísli sem dæmi. „Það á að vera búið að loka á flesta enda veldur það okkur áhyggjum hvað þessi atlaga er vönduð og það þýðir að við erum með skipulagðan hóp sem er með háa tækniþekkingu sem er að miða á Ísland. Rannsókn er á frumstigi en við hvetjum fólk sem eru þolendur í þessari árás að koma og kæra.“ Netglæpir Íslenskir bankar Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Landsbankinn gaf í morgun út aðvörun þess efnis að slík vefsíða væri opin og herjaði á viðskiptavini bankans. Síðan er fölsk innskráningarsíða fyrir netbanka Landsbankans og í einhverjum tilvikum hafi viðskiptavinir slegið inn notendanafn og lykilorð og þar með hafi netþrjótarnir verið komnir með þær upplýsingar. Í kjölfarið hafi fólk fengið beiðni frá svikurunum að auðkenna sig, meðal annars með því að gefa upp leyninúmer. „Búið er að gera skuggasíður, þær sem líta alveg eins út og síður Landsbankans en eru honum ótengdar. Síðan eru þær settar út í loftið og með smá klækjum er þeim komið þannig fyrir að þær koma fyrst ef þú ferð í gegn um leitarvélar,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli vinnur að rannsóknum á netglæpum hjá lögreglunni. Hann segir málið stórmerkilegt og það fyrsta sem lögreglan sjái hér á svo háum tæknilegum stuðli. Fyrir vikið sé málið alvarlegt. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður.Vísir „Síðan er það gert á rauntíma að þegar notandi skráir sig inn þá er síða á raunverulegri síðu bankans opnuð og glæpamennirnir komast þannig inn á hinn raunverulega aðgang. Þar sem brotaþoli heldur að hann sé á réttri síðu,“ segir Gísli. „Glæpurinn er vel skipulagður og búið að gera greiðslunet líka. Þeir sem standa að baki honum eru búnir að kortleggja og undirbúa marga þætti, þar á meðal að læra inn á íslenska banka. Þetta er faglega gert og ég myndi halda að þetta sé skipulagður glæpahópur með mikla tæknigetu og þekkingu á netglæpum.“ Hér má sjá dæmi um eina af þeim síðum sem settar hafa verið upp til að líkjast heimasíðu Landsbankans.Facebook Hvetur fólk til að kæra Allt bendi til um að netþrjótarnir séu erlendir. Þá telji hann enga tilviljun að þrjótarnir velji júlímánuð til að herja á landsmenn, þar sem flestir þeirra sem hafi þekkingu á þessum málum séu í fríi. „Kerfi Landsbankans eru heil, það er þessi natni að ná að komast fremst á leitarvélum sem er það sem er snjallt í þessum glæp, síðurnar sjálfar eru hins vegar með brengluð lén: landsbankinn.com / auth.landsbanikinn.com,“ skrifar Gísli sem dæmi. „Það á að vera búið að loka á flesta enda veldur það okkur áhyggjum hvað þessi atlaga er vönduð og það þýðir að við erum með skipulagðan hóp sem er með háa tækniþekkingu sem er að miða á Ísland. Rannsókn er á frumstigi en við hvetjum fólk sem eru þolendur í þessari árás að koma og kæra.“
Netglæpir Íslenskir bankar Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira