Allt á floti á Selfossi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2022 11:49 Svona lítur tjaldsvæðið við Gestshús á Selfossi út í dag. vísir/magnús hlynur Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag vegna úrhellis. „Það er allt á floti“ segir eigandi tjaldsvæðis á Selfossi, sem fer einna verst út úr rigningunum í dag. Vegagerðin hefur talsverðar áhyggjur af brú á hringveginum vegna vatnavaxta. Mestu rigningar sumarsins ganga nú yfir Suðurlandið sem stendur nú í skilum lægðar sem nær yfir Vesturland. Rigningin er gríðarleg bæði á Selfossi og undir Eyjafjöllum en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er rigningin komin upp í tæpa 50 millimetra þar frá því klukkan sex í gærkvöldi. „Já og bara fyrir tíu mínútum var alveg svakaleg gusa. Og svo rignir bara stöðugt enn þá. Þannig að það þýðir ekkert að hugsa um að drena eitt eða neitt fyrr en það hættir að rigna,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, eigandi tjaldsvæðisins við Gestshús á Selfossi. Gestir þess vöknuðu upp við gríðarstóra polla á svæðinu í morgun. Mestu pollarnir mynduðust við hjólhýsasvæði tjaldsvæðisins.vísir/magnús hlynur „Það koma alveg tjarnir hérna. Það er allt á floti. En það er líka búið að rigna meira eða minna allan júlí þannig að jarðvegurinn hér tekur ekki við miklu,“ segir Elísabet. Gestir tjaldsvæðisins hafa þó ekki látið þetta skemma fyrir sér. „Þeir taka þessu bara með jafnaðargeði og gera bara pínulítið grín af því að vera á tjaldsvæði í svona veðri. Með einkasundlaug fyrir framan tjaldið sitt og svona. Þannig að þetta er bara partur af ævintýrinu. Svona er bara Ísland,“ segir Elísabet létt í bragði. Óvíst hvort brúin haldi Sem fyrr segir er rigningin einna mest undir Eyjafjöllum. Þar má búast við miklum vatnavöxtum á svæðinu en Vegagerðin óttast að bráðabirgðabrú, á Hringveginum yfir Jökulsá á Sólheimasandi, haldi ekki verði mikill vöxtur í ánni. „Þetta er náttúrulega rigning sem að hittir á jökulinn þarna þannig að það verður mjög mikil aukning í ánni að öllum líkindum. Og við höfum aðeins áhyggjur af því að þessi bráðabirgðabrú verði fyrir tjóni,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Bráðabirgðabrúin var sett upp á meðan verið var að byggja nýja brú yfir ána. vegagerðin Verið er að vakta ána stanslaust og nái hún vissri vatnshæð verður brúnni lokað og umferð stýrt um ókláraða nýja brú sem verið er að byggja yfir ána. Hún er mun öruggari að sögn Magnúsar. „Hún er náttúrulega ekki fullbúin og það eru ekki komin upp vegrið á kantana og slíkt. En við munum lækka hámarkshraðann, hann verður bara 30 á þessu svæði, og stýra umferð yfir hana í eina átt í senn með ljósum,“ segir Magnús Valur. Hann beinir því til ökumanna sem ferðast um þennan kafla Hringvegarins í dag að fara varlega og fara að öllu eftir fyrirmælum og upplýsingum frá Vegagerðinni. Veður Árborg Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Mestu rigningar sumarsins ganga nú yfir Suðurlandið sem stendur nú í skilum lægðar sem nær yfir Vesturland. Rigningin er gríðarleg bæði á Selfossi og undir Eyjafjöllum en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er rigningin komin upp í tæpa 50 millimetra þar frá því klukkan sex í gærkvöldi. „Já og bara fyrir tíu mínútum var alveg svakaleg gusa. Og svo rignir bara stöðugt enn þá. Þannig að það þýðir ekkert að hugsa um að drena eitt eða neitt fyrr en það hættir að rigna,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, eigandi tjaldsvæðisins við Gestshús á Selfossi. Gestir þess vöknuðu upp við gríðarstóra polla á svæðinu í morgun. Mestu pollarnir mynduðust við hjólhýsasvæði tjaldsvæðisins.vísir/magnús hlynur „Það koma alveg tjarnir hérna. Það er allt á floti. En það er líka búið að rigna meira eða minna allan júlí þannig að jarðvegurinn hér tekur ekki við miklu,“ segir Elísabet. Gestir tjaldsvæðisins hafa þó ekki látið þetta skemma fyrir sér. „Þeir taka þessu bara með jafnaðargeði og gera bara pínulítið grín af því að vera á tjaldsvæði í svona veðri. Með einkasundlaug fyrir framan tjaldið sitt og svona. Þannig að þetta er bara partur af ævintýrinu. Svona er bara Ísland,“ segir Elísabet létt í bragði. Óvíst hvort brúin haldi Sem fyrr segir er rigningin einna mest undir Eyjafjöllum. Þar má búast við miklum vatnavöxtum á svæðinu en Vegagerðin óttast að bráðabirgðabrú, á Hringveginum yfir Jökulsá á Sólheimasandi, haldi ekki verði mikill vöxtur í ánni. „Þetta er náttúrulega rigning sem að hittir á jökulinn þarna þannig að það verður mjög mikil aukning í ánni að öllum líkindum. Og við höfum aðeins áhyggjur af því að þessi bráðabirgðabrú verði fyrir tjóni,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Bráðabirgðabrúin var sett upp á meðan verið var að byggja nýja brú yfir ána. vegagerðin Verið er að vakta ána stanslaust og nái hún vissri vatnshæð verður brúnni lokað og umferð stýrt um ókláraða nýja brú sem verið er að byggja yfir ána. Hún er mun öruggari að sögn Magnúsar. „Hún er náttúrulega ekki fullbúin og það eru ekki komin upp vegrið á kantana og slíkt. En við munum lækka hámarkshraðann, hann verður bara 30 á þessu svæði, og stýra umferð yfir hana í eina átt í senn með ljósum,“ segir Magnús Valur. Hann beinir því til ökumanna sem ferðast um þennan kafla Hringvegarins í dag að fara varlega og fara að öllu eftir fyrirmælum og upplýsingum frá Vegagerðinni.
Veður Árborg Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11