Allt á floti á Selfossi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2022 11:49 Svona lítur tjaldsvæðið við Gestshús á Selfossi út í dag. vísir/magnús hlynur Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag vegna úrhellis. „Það er allt á floti“ segir eigandi tjaldsvæðis á Selfossi, sem fer einna verst út úr rigningunum í dag. Vegagerðin hefur talsverðar áhyggjur af brú á hringveginum vegna vatnavaxta. Mestu rigningar sumarsins ganga nú yfir Suðurlandið sem stendur nú í skilum lægðar sem nær yfir Vesturland. Rigningin er gríðarleg bæði á Selfossi og undir Eyjafjöllum en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er rigningin komin upp í tæpa 50 millimetra þar frá því klukkan sex í gærkvöldi. „Já og bara fyrir tíu mínútum var alveg svakaleg gusa. Og svo rignir bara stöðugt enn þá. Þannig að það þýðir ekkert að hugsa um að drena eitt eða neitt fyrr en það hættir að rigna,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, eigandi tjaldsvæðisins við Gestshús á Selfossi. Gestir þess vöknuðu upp við gríðarstóra polla á svæðinu í morgun. Mestu pollarnir mynduðust við hjólhýsasvæði tjaldsvæðisins.vísir/magnús hlynur „Það koma alveg tjarnir hérna. Það er allt á floti. En það er líka búið að rigna meira eða minna allan júlí þannig að jarðvegurinn hér tekur ekki við miklu,“ segir Elísabet. Gestir tjaldsvæðisins hafa þó ekki látið þetta skemma fyrir sér. „Þeir taka þessu bara með jafnaðargeði og gera bara pínulítið grín af því að vera á tjaldsvæði í svona veðri. Með einkasundlaug fyrir framan tjaldið sitt og svona. Þannig að þetta er bara partur af ævintýrinu. Svona er bara Ísland,“ segir Elísabet létt í bragði. Óvíst hvort brúin haldi Sem fyrr segir er rigningin einna mest undir Eyjafjöllum. Þar má búast við miklum vatnavöxtum á svæðinu en Vegagerðin óttast að bráðabirgðabrú, á Hringveginum yfir Jökulsá á Sólheimasandi, haldi ekki verði mikill vöxtur í ánni. „Þetta er náttúrulega rigning sem að hittir á jökulinn þarna þannig að það verður mjög mikil aukning í ánni að öllum líkindum. Og við höfum aðeins áhyggjur af því að þessi bráðabirgðabrú verði fyrir tjóni,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Bráðabirgðabrúin var sett upp á meðan verið var að byggja nýja brú yfir ána. vegagerðin Verið er að vakta ána stanslaust og nái hún vissri vatnshæð verður brúnni lokað og umferð stýrt um ókláraða nýja brú sem verið er að byggja yfir ána. Hún er mun öruggari að sögn Magnúsar. „Hún er náttúrulega ekki fullbúin og það eru ekki komin upp vegrið á kantana og slíkt. En við munum lækka hámarkshraðann, hann verður bara 30 á þessu svæði, og stýra umferð yfir hana í eina átt í senn með ljósum,“ segir Magnús Valur. Hann beinir því til ökumanna sem ferðast um þennan kafla Hringvegarins í dag að fara varlega og fara að öllu eftir fyrirmælum og upplýsingum frá Vegagerðinni. Veður Árborg Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Mestu rigningar sumarsins ganga nú yfir Suðurlandið sem stendur nú í skilum lægðar sem nær yfir Vesturland. Rigningin er gríðarleg bæði á Selfossi og undir Eyjafjöllum en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er rigningin komin upp í tæpa 50 millimetra þar frá því klukkan sex í gærkvöldi. „Já og bara fyrir tíu mínútum var alveg svakaleg gusa. Og svo rignir bara stöðugt enn þá. Þannig að það þýðir ekkert að hugsa um að drena eitt eða neitt fyrr en það hættir að rigna,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, eigandi tjaldsvæðisins við Gestshús á Selfossi. Gestir þess vöknuðu upp við gríðarstóra polla á svæðinu í morgun. Mestu pollarnir mynduðust við hjólhýsasvæði tjaldsvæðisins.vísir/magnús hlynur „Það koma alveg tjarnir hérna. Það er allt á floti. En það er líka búið að rigna meira eða minna allan júlí þannig að jarðvegurinn hér tekur ekki við miklu,“ segir Elísabet. Gestir tjaldsvæðisins hafa þó ekki látið þetta skemma fyrir sér. „Þeir taka þessu bara með jafnaðargeði og gera bara pínulítið grín af því að vera á tjaldsvæði í svona veðri. Með einkasundlaug fyrir framan tjaldið sitt og svona. Þannig að þetta er bara partur af ævintýrinu. Svona er bara Ísland,“ segir Elísabet létt í bragði. Óvíst hvort brúin haldi Sem fyrr segir er rigningin einna mest undir Eyjafjöllum. Þar má búast við miklum vatnavöxtum á svæðinu en Vegagerðin óttast að bráðabirgðabrú, á Hringveginum yfir Jökulsá á Sólheimasandi, haldi ekki verði mikill vöxtur í ánni. „Þetta er náttúrulega rigning sem að hittir á jökulinn þarna þannig að það verður mjög mikil aukning í ánni að öllum líkindum. Og við höfum aðeins áhyggjur af því að þessi bráðabirgðabrú verði fyrir tjóni,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Bráðabirgðabrúin var sett upp á meðan verið var að byggja nýja brú yfir ána. vegagerðin Verið er að vakta ána stanslaust og nái hún vissri vatnshæð verður brúnni lokað og umferð stýrt um ókláraða nýja brú sem verið er að byggja yfir ána. Hún er mun öruggari að sögn Magnúsar. „Hún er náttúrulega ekki fullbúin og það eru ekki komin upp vegrið á kantana og slíkt. En við munum lækka hámarkshraðann, hann verður bara 30 á þessu svæði, og stýra umferð yfir hana í eina átt í senn með ljósum,“ segir Magnús Valur. Hann beinir því til ökumanna sem ferðast um þennan kafla Hringvegarins í dag að fara varlega og fara að öllu eftir fyrirmælum og upplýsingum frá Vegagerðinni.
Veður Árborg Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11