Væta í kortunum víðast hvar um verslunarmannahelgina Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2022 10:41 Einar Sveinbjörnsson hefur oft reynst sannspár um veðrið. Spár gera ráð fyrir því að tvær lægðir gangi yfir landið í vikunni. Skil þeirrar fyrri ganga inn á landið seint á morgun, þriðjudag, og þeirrar síðari á föstudag, fyrsta dag stærstu ferðahelgi landsins. „Sú lægð á að dýpka hér fyrir sunnan landið á seinnipartinn á föstudaginn. Það rignir helst frá henni og einna mest til að byrja með um suðaustan- og austanvert landið, en allt í hægum vindi á meðan hún er að dýpka,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lægðina sem kemur inn á landið í blábyrjun verslunarmannahelgi í Reykjavík síðdegis í gær. Á laugardag sé svo spáð samfelldri úrkomu um norðan- og vestanvert landið og lægðin dragi inn í sig svo kalt loft að snjóa muni í hæstu fjöllum á þeim svæðum sem og á hálendinu. „Suðurlandið sleppur ekki, það verður norðanátt með einhverri vætu og úrkomu. Það er nú yfirleitt á sumrin þegar eru lægðir sem eru vaxandi og fara beint yfir landið, þá sleppur enginn landshluti. Við getum ekki sagt að leiðinlega veðrið sé þarna og þá sé veður betra á hinu landshorninu,“ segir Einar. Ekki öll von úti enn Spurður hvort engin sól sé í kortunum um verslunarmannahelgina bendir Einar á að helgin sé löng. Hann segir að líklegt sé að létti til með norðanátt á Suðurlandi á seinni hluta laugardags eða á sunnudag. „Síðan er hlé frá þessu öllu saman í lok helgarinnar, bæði á sunnudag og eins á mánudag. Það er nú langt í þessa daga,“ segir hann. Þá segir hann að ekki sé útséð um að veður verði slæmt á föstudag og laugardag. „Þetta er bara veðurspá. Það er mánudagur í dag og oft hafa nú spárnar breyst mikið á færri dögum en það,“ segir Einar. Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Sjá meira
„Sú lægð á að dýpka hér fyrir sunnan landið á seinnipartinn á föstudaginn. Það rignir helst frá henni og einna mest til að byrja með um suðaustan- og austanvert landið, en allt í hægum vindi á meðan hún er að dýpka,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lægðina sem kemur inn á landið í blábyrjun verslunarmannahelgi í Reykjavík síðdegis í gær. Á laugardag sé svo spáð samfelldri úrkomu um norðan- og vestanvert landið og lægðin dragi inn í sig svo kalt loft að snjóa muni í hæstu fjöllum á þeim svæðum sem og á hálendinu. „Suðurlandið sleppur ekki, það verður norðanátt með einhverri vætu og úrkomu. Það er nú yfirleitt á sumrin þegar eru lægðir sem eru vaxandi og fara beint yfir landið, þá sleppur enginn landshluti. Við getum ekki sagt að leiðinlega veðrið sé þarna og þá sé veður betra á hinu landshorninu,“ segir Einar. Ekki öll von úti enn Spurður hvort engin sól sé í kortunum um verslunarmannahelgina bendir Einar á að helgin sé löng. Hann segir að líklegt sé að létti til með norðanátt á Suðurlandi á seinni hluta laugardags eða á sunnudag. „Síðan er hlé frá þessu öllu saman í lok helgarinnar, bæði á sunnudag og eins á mánudag. Það er nú langt í þessa daga,“ segir hann. Þá segir hann að ekki sé útséð um að veður verði slæmt á föstudag og laugardag. „Þetta er bara veðurspá. Það er mánudagur í dag og oft hafa nú spárnar breyst mikið á færri dögum en það,“ segir Einar.
Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Sjá meira