Hamilton hvergi nærri hættur: „Ég á nóg eftir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júlí 2022 08:30 Lewis Hamilton er hvergi nærri hættur. Clive Rose/Getty Images Breski ökuþórinn Lewis Hamilton kom annar í mark í sínum þrjúhundruðasta kappakstri þegar franski kappaksturinn í formúlu 1 fór fram í gær. Þetta var besti árangur sjöfalda heimsmeistarans á tímabilinu, en þessi 37 ára ökuþór segist hvergi nærri hættur. Hamilton er sigursælasti ökumaður sögunnar í formúlu 1. Hann hefur fagnað heimsmeistaratitlinu sjö sinnum og í 300 keppnum hefur hann fagnað sigri 103 sinnum, oftar en nokkur annar. Hins vegar hefur gengi Mercedes-liðsins á tímabilinu ekki verið jafn gott og vonast var eftir. Bæði Ferrari og Red Bull virðast sneggri, en Mercedes-liðið virðist þó vera að nálgast keppinautana eftir því sem líður á tímabilið. Samningur Hamilton við Mercedes rennur út í lok næsta árs, en þessi 37 ára ökuþór segist vera opinn fyrir því að hefja viðræður við liðið um framtíðina. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes-liðsins, gaf einnig í skyn að Hamilton væri langt frá því að vera á förum. „Við ræddum það fyrir nokkrum vikum hversu langt samstarf okkar gæti náð,“ sagði Wolff á laugardaginn. „Við töluðum um fimm til tíu ár þannig ég held að við getum náð 400 keppnum. Einhverntíman sagði einhver við mig að kannski væri ekki nóg að vinna áttunda heimsmeistaratitilinn, af hverju ekki tíu?“ sagði Wolff. Eftir keppnina í gær þar sem Hamilton kom annar í mark var hann svo spurður út í þessi ummæli Wolff um 400 keppnir, en hann hefur áður talað um að hann vilji ekki vera enn að þegar hann verður kominn á fimmtugsaldurinn. „Það eru margar keppnir! En fyrst og fremst vil ég bara sýna þakklæti fyrir það að hafa komist svona langt. Ég er enn ferskur og á nóg af eldsneyti eftir á tanknum,“ sagði Hamilton. „Auðvitað vil ég byrja að vinna aftur, en það mun taka tíma. Ég er viss um að við munum setjast niður bráðlega og ræða um framtíðina. Ég nýt þess sem ég er að gera og er stoltur af því að vinna með þessu frábæra fólki.“ „Ég er líka að njóta þess að vinna í kringum þessa íþrótt meira en áður. Það er frábært fólk í forystu fyrir íþróttina og samtalið um það hvert við stefnum er frábært,“ sagði Hamilton að lokum. Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton er sigursælasti ökumaður sögunnar í formúlu 1. Hann hefur fagnað heimsmeistaratitlinu sjö sinnum og í 300 keppnum hefur hann fagnað sigri 103 sinnum, oftar en nokkur annar. Hins vegar hefur gengi Mercedes-liðsins á tímabilinu ekki verið jafn gott og vonast var eftir. Bæði Ferrari og Red Bull virðast sneggri, en Mercedes-liðið virðist þó vera að nálgast keppinautana eftir því sem líður á tímabilið. Samningur Hamilton við Mercedes rennur út í lok næsta árs, en þessi 37 ára ökuþór segist vera opinn fyrir því að hefja viðræður við liðið um framtíðina. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes-liðsins, gaf einnig í skyn að Hamilton væri langt frá því að vera á förum. „Við ræddum það fyrir nokkrum vikum hversu langt samstarf okkar gæti náð,“ sagði Wolff á laugardaginn. „Við töluðum um fimm til tíu ár þannig ég held að við getum náð 400 keppnum. Einhverntíman sagði einhver við mig að kannski væri ekki nóg að vinna áttunda heimsmeistaratitilinn, af hverju ekki tíu?“ sagði Wolff. Eftir keppnina í gær þar sem Hamilton kom annar í mark var hann svo spurður út í þessi ummæli Wolff um 400 keppnir, en hann hefur áður talað um að hann vilji ekki vera enn að þegar hann verður kominn á fimmtugsaldurinn. „Það eru margar keppnir! En fyrst og fremst vil ég bara sýna þakklæti fyrir það að hafa komist svona langt. Ég er enn ferskur og á nóg af eldsneyti eftir á tanknum,“ sagði Hamilton. „Auðvitað vil ég byrja að vinna aftur, en það mun taka tíma. Ég er viss um að við munum setjast niður bráðlega og ræða um framtíðina. Ég nýt þess sem ég er að gera og er stoltur af því að vinna með þessu frábæra fólki.“ „Ég er líka að njóta þess að vinna í kringum þessa íþrótt meira en áður. Það er frábært fólk í forystu fyrir íþróttina og samtalið um það hvert við stefnum er frábært,“ sagði Hamilton að lokum.
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira