Bætti treyjusölumet Ronaldo Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 17:15 Miklar vonir eru bundnar við Paulo Dybala í ítölsku höfuðborginni. Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images Skipti Paulo Dybala frá Juventus til Roma virðast hafa kveikt vel í stuðningsmönnum liðsins frá höfuðborginni. Aldrei hafa fleiri treyjur selst á einum degi á Ítalíu og þegar hann samdi við Roma. Samningur hins 28 ára gamla Dybala við Juventus, hvar hann hefur verið í sjö ár, rann út þann 30. júní. Ljóst var að hann myndi ekki framlengja við liðið og Roma stökk á tækifærið til að krækja í Dybala frítt. Miklar vonir voru bundnar við Argentínumanninn þegar hann var keyptur á 40 milljónir evra frá Palermo árið 2015 en hann hefur átt tímana tvenna í Tórínó, þar sem tíð stjóraskipti allra síðustu ár hafa ef til vill sett strik í reikninginn. Besta leiktíð hans var 2017-18 þar sem hann skoraði 22 mörk í ítölsku A-deildinni. Síðustu fjórar leiktíðir síðan hafa verið magrari hvað markaskorun varðar en fáum dyljast hæfileikar mannsins. Stuðningsmenn Roma eru þar á meðal en gríðarleg spenna virðist hafa gripið um sig fyrir komu Dybala til félagsins. Búast má við að sjá marga í Rómarborg í treyju merkta með 21 í vetur.Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images Félagið seldi flestar treyjur á einum degi sem nokkurt ítalskt lið hefur gert áður. Þar með bætir Roma met Juventus sem græddi tugi milljóna evra á einum sólarhring þegar Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins frá Real Madrid sumarið 2018. Roma lenti í 6. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra á sinni fyrstu leiktíð undir stjórn Portúgalans José Mourinho. Liðið vann þá Sambandsdeild Evrópu og mun því leika í Evrópudeildinni í ár. Dybala er einn fjögurra leikmanna sem liðið hefur keypt, ásamt Serbunum Nemanja Matic og Mile Svilar, auk Tyrkjans Zeki Celik sem kom frá Lille í Frakklandi. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Ítalski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Samningur hins 28 ára gamla Dybala við Juventus, hvar hann hefur verið í sjö ár, rann út þann 30. júní. Ljóst var að hann myndi ekki framlengja við liðið og Roma stökk á tækifærið til að krækja í Dybala frítt. Miklar vonir voru bundnar við Argentínumanninn þegar hann var keyptur á 40 milljónir evra frá Palermo árið 2015 en hann hefur átt tímana tvenna í Tórínó, þar sem tíð stjóraskipti allra síðustu ár hafa ef til vill sett strik í reikninginn. Besta leiktíð hans var 2017-18 þar sem hann skoraði 22 mörk í ítölsku A-deildinni. Síðustu fjórar leiktíðir síðan hafa verið magrari hvað markaskorun varðar en fáum dyljast hæfileikar mannsins. Stuðningsmenn Roma eru þar á meðal en gríðarleg spenna virðist hafa gripið um sig fyrir komu Dybala til félagsins. Búast má við að sjá marga í Rómarborg í treyju merkta með 21 í vetur.Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images Félagið seldi flestar treyjur á einum degi sem nokkurt ítalskt lið hefur gert áður. Þar með bætir Roma met Juventus sem græddi tugi milljóna evra á einum sólarhring þegar Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins frá Real Madrid sumarið 2018. Roma lenti í 6. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra á sinni fyrstu leiktíð undir stjórn Portúgalans José Mourinho. Liðið vann þá Sambandsdeild Evrópu og mun því leika í Evrópudeildinni í ár. Dybala er einn fjögurra leikmanna sem liðið hefur keypt, ásamt Serbunum Nemanja Matic og Mile Svilar, auk Tyrkjans Zeki Celik sem kom frá Lille í Frakklandi. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Ítalski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira