Bætti treyjusölumet Ronaldo Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 17:15 Miklar vonir eru bundnar við Paulo Dybala í ítölsku höfuðborginni. Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images Skipti Paulo Dybala frá Juventus til Roma virðast hafa kveikt vel í stuðningsmönnum liðsins frá höfuðborginni. Aldrei hafa fleiri treyjur selst á einum degi á Ítalíu og þegar hann samdi við Roma. Samningur hins 28 ára gamla Dybala við Juventus, hvar hann hefur verið í sjö ár, rann út þann 30. júní. Ljóst var að hann myndi ekki framlengja við liðið og Roma stökk á tækifærið til að krækja í Dybala frítt. Miklar vonir voru bundnar við Argentínumanninn þegar hann var keyptur á 40 milljónir evra frá Palermo árið 2015 en hann hefur átt tímana tvenna í Tórínó, þar sem tíð stjóraskipti allra síðustu ár hafa ef til vill sett strik í reikninginn. Besta leiktíð hans var 2017-18 þar sem hann skoraði 22 mörk í ítölsku A-deildinni. Síðustu fjórar leiktíðir síðan hafa verið magrari hvað markaskorun varðar en fáum dyljast hæfileikar mannsins. Stuðningsmenn Roma eru þar á meðal en gríðarleg spenna virðist hafa gripið um sig fyrir komu Dybala til félagsins. Búast má við að sjá marga í Rómarborg í treyju merkta með 21 í vetur.Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images Félagið seldi flestar treyjur á einum degi sem nokkurt ítalskt lið hefur gert áður. Þar með bætir Roma met Juventus sem græddi tugi milljóna evra á einum sólarhring þegar Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins frá Real Madrid sumarið 2018. Roma lenti í 6. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra á sinni fyrstu leiktíð undir stjórn Portúgalans José Mourinho. Liðið vann þá Sambandsdeild Evrópu og mun því leika í Evrópudeildinni í ár. Dybala er einn fjögurra leikmanna sem liðið hefur keypt, ásamt Serbunum Nemanja Matic og Mile Svilar, auk Tyrkjans Zeki Celik sem kom frá Lille í Frakklandi. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Ítalski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar ekki með á æfingu landsliðsins Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Sjá meira
Samningur hins 28 ára gamla Dybala við Juventus, hvar hann hefur verið í sjö ár, rann út þann 30. júní. Ljóst var að hann myndi ekki framlengja við liðið og Roma stökk á tækifærið til að krækja í Dybala frítt. Miklar vonir voru bundnar við Argentínumanninn þegar hann var keyptur á 40 milljónir evra frá Palermo árið 2015 en hann hefur átt tímana tvenna í Tórínó, þar sem tíð stjóraskipti allra síðustu ár hafa ef til vill sett strik í reikninginn. Besta leiktíð hans var 2017-18 þar sem hann skoraði 22 mörk í ítölsku A-deildinni. Síðustu fjórar leiktíðir síðan hafa verið magrari hvað markaskorun varðar en fáum dyljast hæfileikar mannsins. Stuðningsmenn Roma eru þar á meðal en gríðarleg spenna virðist hafa gripið um sig fyrir komu Dybala til félagsins. Búast má við að sjá marga í Rómarborg í treyju merkta með 21 í vetur.Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images Félagið seldi flestar treyjur á einum degi sem nokkurt ítalskt lið hefur gert áður. Þar með bætir Roma met Juventus sem græddi tugi milljóna evra á einum sólarhring þegar Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins frá Real Madrid sumarið 2018. Roma lenti í 6. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra á sinni fyrstu leiktíð undir stjórn Portúgalans José Mourinho. Liðið vann þá Sambandsdeild Evrópu og mun því leika í Evrópudeildinni í ár. Dybala er einn fjögurra leikmanna sem liðið hefur keypt, ásamt Serbunum Nemanja Matic og Mile Svilar, auk Tyrkjans Zeki Celik sem kom frá Lille í Frakklandi. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Ítalski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar ekki með á æfingu landsliðsins Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Sjá meira