Biden boðar áframhaldandi ofsóknir og morð Hjálmtýr Heiðdal skrifar 21. júlí 2022 11:01 Biden forseti Bandaríkjanna heimsótti fyrir skömmu Ísrael og Palestínu. Í tvo daga ræddi hann við stjórnvöld í Ísrael og dagpart skrapp hann yfir á Vesturbakkann og hitti Abbas forseta Palestínu. Í viðræðunum við Abbas ítrekaði Biden að Bandaríkjastjórn styddi friðarsamkomulag sem binda á enda á hernám Ísraela á landi Palestínumanna - og tveggja ríkja lausnina sem á að leiða til stofnunar sjálstæðs Palestínuríkis. En raunveruleg stefna Bandaríkjaforseta í málefnum Ísraels og Palestínu opinberaðist í örfáum orðum sem forsetinn muldraði við komuna til Tel Aviv: „Við munum ræða áframhaldandi stuðning minn – jafnvel þó ég viti að það sé ekki á næstunni – við tveggja ríkja lausnina. Það er enn, að mínu mati, besta leiðin til að tryggja framtíð jafnt frelsis, velmegunar og lýðræðis fyrir Ísraela og Palestínumenn“. Biden veit vel að stjórnvöld í Ísrael munu aldrei samþykkja tilveru sjálfstæðrar Palestínu. Þessi málefni hafa fulltrúar BNA rætt í áratugi og niðurstaðan alltaf sú sama - Ísrael heldur áfram að ræna landi og myrða Palestínumenn án viðurlaga - með fullum stuðningi Bandaríkjanna óháð því hver situr í Hvíta húsinu. Það sem Biden ræddi ekki í ávörpum sínum er þó töluvert áhugaverðara: Hann ræddi ekki um morð Ísraelshers á blaðakonunni Abu Akleh sem er bandarískur ríkisborgari. Þar fylgir hann stefnu forvera sinna í embætti - sem aldrei ræddu morð Ísraelshers á bandarísku baráttukonunni Rachel Corrie. Biden ræddi ekki nýlegar skýrslur fjölda mannréttindasamtaka um aðskilnaðarstefnu Ísraels - stefna sem er ólögleg skv. samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Allar ræður Bidens um mannréttindi, hvort sem er í Úkraínu eða Palestínu, eru blekking Boðskapur Bidens er hinn sami og aðrir forsetar BNA hafa flutt Palestínumönnum í áratugi: Ísrael hefur allan rétt en þið engan. Heildarniðurstaðan er endurtekin réttlæting Bandaríkjastjórnar á glæpum Ísraels og staðfesting á þeirri stefnu Bandaríkjanna að styðja ofbeldið með vopnum og fjárframlögum auk stuðnings á vettvangi alþjóðasamtaka þegar Ísrael brýtur reglur og lög sem krafist er að öll ríki framfylgi. Rúsínan í pylsuendanum var svo yfirlýsing Bidens um að hann væri sjálfur síonisti: „Ég sagði og ég segi aftur, þú þarft ekki að vera gyðingur til að vera síonisti“. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Joe Biden Bandaríkin Ísrael Palestína Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Biden forseti Bandaríkjanna heimsótti fyrir skömmu Ísrael og Palestínu. Í tvo daga ræddi hann við stjórnvöld í Ísrael og dagpart skrapp hann yfir á Vesturbakkann og hitti Abbas forseta Palestínu. Í viðræðunum við Abbas ítrekaði Biden að Bandaríkjastjórn styddi friðarsamkomulag sem binda á enda á hernám Ísraela á landi Palestínumanna - og tveggja ríkja lausnina sem á að leiða til stofnunar sjálstæðs Palestínuríkis. En raunveruleg stefna Bandaríkjaforseta í málefnum Ísraels og Palestínu opinberaðist í örfáum orðum sem forsetinn muldraði við komuna til Tel Aviv: „Við munum ræða áframhaldandi stuðning minn – jafnvel þó ég viti að það sé ekki á næstunni – við tveggja ríkja lausnina. Það er enn, að mínu mati, besta leiðin til að tryggja framtíð jafnt frelsis, velmegunar og lýðræðis fyrir Ísraela og Palestínumenn“. Biden veit vel að stjórnvöld í Ísrael munu aldrei samþykkja tilveru sjálfstæðrar Palestínu. Þessi málefni hafa fulltrúar BNA rætt í áratugi og niðurstaðan alltaf sú sama - Ísrael heldur áfram að ræna landi og myrða Palestínumenn án viðurlaga - með fullum stuðningi Bandaríkjanna óháð því hver situr í Hvíta húsinu. Það sem Biden ræddi ekki í ávörpum sínum er þó töluvert áhugaverðara: Hann ræddi ekki um morð Ísraelshers á blaðakonunni Abu Akleh sem er bandarískur ríkisborgari. Þar fylgir hann stefnu forvera sinna í embætti - sem aldrei ræddu morð Ísraelshers á bandarísku baráttukonunni Rachel Corrie. Biden ræddi ekki nýlegar skýrslur fjölda mannréttindasamtaka um aðskilnaðarstefnu Ísraels - stefna sem er ólögleg skv. samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Allar ræður Bidens um mannréttindi, hvort sem er í Úkraínu eða Palestínu, eru blekking Boðskapur Bidens er hinn sami og aðrir forsetar BNA hafa flutt Palestínumönnum í áratugi: Ísrael hefur allan rétt en þið engan. Heildarniðurstaðan er endurtekin réttlæting Bandaríkjastjórnar á glæpum Ísraels og staðfesting á þeirri stefnu Bandaríkjanna að styðja ofbeldið með vopnum og fjárframlögum auk stuðnings á vettvangi alþjóðasamtaka þegar Ísrael brýtur reglur og lög sem krafist er að öll ríki framfylgi. Rúsínan í pylsuendanum var svo yfirlýsing Bidens um að hann væri sjálfur síonisti: „Ég sagði og ég segi aftur, þú þarft ekki að vera gyðingur til að vera síonisti“. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun