Framherji Halifax yfirgefur liðið til að taka þátt í Love Island Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2022 17:30 Jamie Allen tekur sér pásu frá knattspyrnuiðkun til að finna ástina. Instagramjamie_allen12 Jamie Allen, framherji Halifax Town sem leikur í fimmtu efstu deild Englands, hefur yfirgefið liðið á miðju undirbúningstímabili til að taka þátt í raunveruleikaþáttunum vinsælu, Love Island. Líklega eru fáir, ef einhverjir, Íslendingar sem þekkja til knattspyrnumannsinns Jamie Allen hjá Halifax Town. Hins vegar hafa þættirnir Love Island notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár og því ekki ólíklegt að nafn hans verði á vörum einhverra næstu daga. Halifax sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kemur fram að Allen hafi litið á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig. „Jamie Allen hefur ákveðið að taka þátt í Love Island 2022. Hann gerði okkur það ljóst að þetta tækifæri væri mjög mikilvægt fyrir hann. Málið verður tekið aftur fyrir þegar hann kemur til baka,“ sagði í yfirlýsingunni. Jamie Allen has decided to join the cast of ❤️ Island 2022, making his intentions clear that the opportunity is very important to him.The matter will be reviewed on his return.— FC Halifax Town (@FCHTOnline) July 20, 2022 Allen er sem áður segir framherji hjá Halifax Town. Hann hóf feril sinn hjá Fleetwood sem er líklega þekktasta liðið sem hann hefur leikið fyrir, en Fleetwood leikur nú í ensku C-deildinni. Allen lék 24 leiki á seinasta tímabili og skoraði eitt mark. Þá á hann einnig að baki sjö landsleiki fyrir landslið Montserrat. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Montserrat brekst yfirráðasvæði í Karíbahafinu. Montserrat hefur ekki gert góða hluti á knattspyrnusviðinu síðan eyjan hóf að halda úti landsliði. Liðið var stofnað árið 1973 og fram til ársins 2018 vann Montserrat aðeins tvo leiki, báða gegn nágrönnum þeirra í Anguilla. Liðið hefur þó orðið samkeppnishæfara á seinustu árum, en Montserrat vann tvo leiki og gerði tvö jafntefli í forkeppni HM 2022 og lenti í öðru sæti í sinum riðli. Þá má einnig benda á þá skemmtilegu staðreynd að Montserrat lék líklega sinn frægasta landsleik árið 2002. Montserrat sat þá í neðsta sæti styrkleikalista FIFA og mætti Bútan, sem sat í næst neðsta sæti listans. Leikurinn fór fram þann 30. júní, sama dag og úrslitaleikur HM, og var kallaður „Hinn úrslitaleikurinn“ (e.The Other Final). Bútan vann leikinn 4-0. Fótbolti Bíó og sjónvarp Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira
Líklega eru fáir, ef einhverjir, Íslendingar sem þekkja til knattspyrnumannsinns Jamie Allen hjá Halifax Town. Hins vegar hafa þættirnir Love Island notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár og því ekki ólíklegt að nafn hans verði á vörum einhverra næstu daga. Halifax sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kemur fram að Allen hafi litið á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig. „Jamie Allen hefur ákveðið að taka þátt í Love Island 2022. Hann gerði okkur það ljóst að þetta tækifæri væri mjög mikilvægt fyrir hann. Málið verður tekið aftur fyrir þegar hann kemur til baka,“ sagði í yfirlýsingunni. Jamie Allen has decided to join the cast of ❤️ Island 2022, making his intentions clear that the opportunity is very important to him.The matter will be reviewed on his return.— FC Halifax Town (@FCHTOnline) July 20, 2022 Allen er sem áður segir framherji hjá Halifax Town. Hann hóf feril sinn hjá Fleetwood sem er líklega þekktasta liðið sem hann hefur leikið fyrir, en Fleetwood leikur nú í ensku C-deildinni. Allen lék 24 leiki á seinasta tímabili og skoraði eitt mark. Þá á hann einnig að baki sjö landsleiki fyrir landslið Montserrat. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Montserrat brekst yfirráðasvæði í Karíbahafinu. Montserrat hefur ekki gert góða hluti á knattspyrnusviðinu síðan eyjan hóf að halda úti landsliði. Liðið var stofnað árið 1973 og fram til ársins 2018 vann Montserrat aðeins tvo leiki, báða gegn nágrönnum þeirra í Anguilla. Liðið hefur þó orðið samkeppnishæfara á seinustu árum, en Montserrat vann tvo leiki og gerði tvö jafntefli í forkeppni HM 2022 og lenti í öðru sæti í sinum riðli. Þá má einnig benda á þá skemmtilegu staðreynd að Montserrat lék líklega sinn frægasta landsleik árið 2002. Montserrat sat þá í neðsta sæti styrkleikalista FIFA og mætti Bútan, sem sat í næst neðsta sæti listans. Leikurinn fór fram þann 30. júní, sama dag og úrslitaleikur HM, og var kallaður „Hinn úrslitaleikurinn“ (e.The Other Final). Bútan vann leikinn 4-0.
Fótbolti Bíó og sjónvarp Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira