Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2022 12:07 Vladimir Putin forseti Rússlands ræðir við Ebrahim Raisi forseta Írans sem snýr baki í myndavélina í Teheran í dag. AP/GRIGORY SYSOYEV Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands kom til Teheran í morgun ásamt Vladimir Putin forseta Rússlands til þríhliða viðræðana við æðstu ráðemenn í Íran. Þótt ríkin þrjú eigi marga sameiginlega hagsmuni eru deiluefnin á milli þeirra þó mörg. Tyrkir og Íranir eru til að mynda á öndverðu meiði við Rússa varðandi Sýrland og Líbíu. Tyrkir hafa útvegað Úkraínumönnum dróna þótt þeir hafi ekki tekið þátt í refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi. Þá hafa Tyrkir reynt að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna til að mynda varðandi möguleika á útflutningi á korni frá Úkraínu. Það er Putin hins vegar mikilvægt að sýna að Rússar eigi enn einhverja vini. En þetta er fyrsta heimsókn Putins til annars ríkis ef frá eru taldar nýlegar heimsóknir hans til Tatjikistan og Turkmenistan, tveggja vinveittra fyrrverandi sovétlýðvelda sem eru hliðholl Rússum. Í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi sagði Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu að hersveitum hans hefði tekist að valda Rússum miklu tjóni og endurheimta töluverð landsvæði af innrásarhernum. „Það reynist innrásarliðinu æ erfiðara að halda stöðu sinni á herteknu svæðunum. Við sækjum fram skref fyrir skref, truflum birgðaflutninga innrásarliðsins og finnum og tökum þá sem hafa gengið til liðs við Rússa úr umferð. Lokaniðurstaðan er augljós. Fáni Úkraínu mun mun blakta í öllum borgum og bæjum landsins. Þetta er bara tímaspursmál,“ sagði forsetinn. Hann ítrekaði mikilvægi þess að allir sem gætu gæfu löndum sínum á herteknum svæðum upplýsingar og andlegan stuðning. Hersveitum Úkraínu hefði tekist að frelsa 1.028 íbúasvæði en Rússar héldu enn um 2.600 herteknum. Allt væri gert til að koma upplýsingum til íbúa þeirra. „Þá er ég með mikilvægar fréttir varðandi Öryggisþjónustu landsins. Úttekt á starfsmönnum hennar stendur yfir. Nú þegar hefur verið ákveðið að leysa tuttugu og átta þeirra í ólíkum deildum frá störfum vegna ófullnægjandi vinnubragða,“ sagði Volodymyr Zelenskyy. Þeirra á meðal eru yfirmaður Öryggisþjónustunnar og ríkissaksóknari landsins. Innrás Rússa í Úkraínu Íran Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50 Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06 Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands kom til Teheran í morgun ásamt Vladimir Putin forseta Rússlands til þríhliða viðræðana við æðstu ráðemenn í Íran. Þótt ríkin þrjú eigi marga sameiginlega hagsmuni eru deiluefnin á milli þeirra þó mörg. Tyrkir og Íranir eru til að mynda á öndverðu meiði við Rússa varðandi Sýrland og Líbíu. Tyrkir hafa útvegað Úkraínumönnum dróna þótt þeir hafi ekki tekið þátt í refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi. Þá hafa Tyrkir reynt að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna til að mynda varðandi möguleika á útflutningi á korni frá Úkraínu. Það er Putin hins vegar mikilvægt að sýna að Rússar eigi enn einhverja vini. En þetta er fyrsta heimsókn Putins til annars ríkis ef frá eru taldar nýlegar heimsóknir hans til Tatjikistan og Turkmenistan, tveggja vinveittra fyrrverandi sovétlýðvelda sem eru hliðholl Rússum. Í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi sagði Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu að hersveitum hans hefði tekist að valda Rússum miklu tjóni og endurheimta töluverð landsvæði af innrásarhernum. „Það reynist innrásarliðinu æ erfiðara að halda stöðu sinni á herteknu svæðunum. Við sækjum fram skref fyrir skref, truflum birgðaflutninga innrásarliðsins og finnum og tökum þá sem hafa gengið til liðs við Rússa úr umferð. Lokaniðurstaðan er augljós. Fáni Úkraínu mun mun blakta í öllum borgum og bæjum landsins. Þetta er bara tímaspursmál,“ sagði forsetinn. Hann ítrekaði mikilvægi þess að allir sem gætu gæfu löndum sínum á herteknum svæðum upplýsingar og andlegan stuðning. Hersveitum Úkraínu hefði tekist að frelsa 1.028 íbúasvæði en Rússar héldu enn um 2.600 herteknum. Allt væri gert til að koma upplýsingum til íbúa þeirra. „Þá er ég með mikilvægar fréttir varðandi Öryggisþjónustu landsins. Úttekt á starfsmönnum hennar stendur yfir. Nú þegar hefur verið ákveðið að leysa tuttugu og átta þeirra í ólíkum deildum frá störfum vegna ófullnægjandi vinnubragða,“ sagði Volodymyr Zelenskyy. Þeirra á meðal eru yfirmaður Öryggisþjónustunnar og ríkissaksóknari landsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Íran Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50 Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06 Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50
Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06
Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30