Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2022 12:07 Vladimir Putin forseti Rússlands ræðir við Ebrahim Raisi forseta Írans sem snýr baki í myndavélina í Teheran í dag. AP/GRIGORY SYSOYEV Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands kom til Teheran í morgun ásamt Vladimir Putin forseta Rússlands til þríhliða viðræðana við æðstu ráðemenn í Íran. Þótt ríkin þrjú eigi marga sameiginlega hagsmuni eru deiluefnin á milli þeirra þó mörg. Tyrkir og Íranir eru til að mynda á öndverðu meiði við Rússa varðandi Sýrland og Líbíu. Tyrkir hafa útvegað Úkraínumönnum dróna þótt þeir hafi ekki tekið þátt í refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi. Þá hafa Tyrkir reynt að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna til að mynda varðandi möguleika á útflutningi á korni frá Úkraínu. Það er Putin hins vegar mikilvægt að sýna að Rússar eigi enn einhverja vini. En þetta er fyrsta heimsókn Putins til annars ríkis ef frá eru taldar nýlegar heimsóknir hans til Tatjikistan og Turkmenistan, tveggja vinveittra fyrrverandi sovétlýðvelda sem eru hliðholl Rússum. Í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi sagði Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu að hersveitum hans hefði tekist að valda Rússum miklu tjóni og endurheimta töluverð landsvæði af innrásarhernum. „Það reynist innrásarliðinu æ erfiðara að halda stöðu sinni á herteknu svæðunum. Við sækjum fram skref fyrir skref, truflum birgðaflutninga innrásarliðsins og finnum og tökum þá sem hafa gengið til liðs við Rússa úr umferð. Lokaniðurstaðan er augljós. Fáni Úkraínu mun mun blakta í öllum borgum og bæjum landsins. Þetta er bara tímaspursmál,“ sagði forsetinn. Hann ítrekaði mikilvægi þess að allir sem gætu gæfu löndum sínum á herteknum svæðum upplýsingar og andlegan stuðning. Hersveitum Úkraínu hefði tekist að frelsa 1.028 íbúasvæði en Rússar héldu enn um 2.600 herteknum. Allt væri gert til að koma upplýsingum til íbúa þeirra. „Þá er ég með mikilvægar fréttir varðandi Öryggisþjónustu landsins. Úttekt á starfsmönnum hennar stendur yfir. Nú þegar hefur verið ákveðið að leysa tuttugu og átta þeirra í ólíkum deildum frá störfum vegna ófullnægjandi vinnubragða,“ sagði Volodymyr Zelenskyy. Þeirra á meðal eru yfirmaður Öryggisþjónustunnar og ríkissaksóknari landsins. Innrás Rússa í Úkraínu Íran Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50 Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06 Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands kom til Teheran í morgun ásamt Vladimir Putin forseta Rússlands til þríhliða viðræðana við æðstu ráðemenn í Íran. Þótt ríkin þrjú eigi marga sameiginlega hagsmuni eru deiluefnin á milli þeirra þó mörg. Tyrkir og Íranir eru til að mynda á öndverðu meiði við Rússa varðandi Sýrland og Líbíu. Tyrkir hafa útvegað Úkraínumönnum dróna þótt þeir hafi ekki tekið þátt í refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi. Þá hafa Tyrkir reynt að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna til að mynda varðandi möguleika á útflutningi á korni frá Úkraínu. Það er Putin hins vegar mikilvægt að sýna að Rússar eigi enn einhverja vini. En þetta er fyrsta heimsókn Putins til annars ríkis ef frá eru taldar nýlegar heimsóknir hans til Tatjikistan og Turkmenistan, tveggja vinveittra fyrrverandi sovétlýðvelda sem eru hliðholl Rússum. Í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi sagði Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu að hersveitum hans hefði tekist að valda Rússum miklu tjóni og endurheimta töluverð landsvæði af innrásarhernum. „Það reynist innrásarliðinu æ erfiðara að halda stöðu sinni á herteknu svæðunum. Við sækjum fram skref fyrir skref, truflum birgðaflutninga innrásarliðsins og finnum og tökum þá sem hafa gengið til liðs við Rússa úr umferð. Lokaniðurstaðan er augljós. Fáni Úkraínu mun mun blakta í öllum borgum og bæjum landsins. Þetta er bara tímaspursmál,“ sagði forsetinn. Hann ítrekaði mikilvægi þess að allir sem gætu gæfu löndum sínum á herteknum svæðum upplýsingar og andlegan stuðning. Hersveitum Úkraínu hefði tekist að frelsa 1.028 íbúasvæði en Rússar héldu enn um 2.600 herteknum. Allt væri gert til að koma upplýsingum til íbúa þeirra. „Þá er ég með mikilvægar fréttir varðandi Öryggisþjónustu landsins. Úttekt á starfsmönnum hennar stendur yfir. Nú þegar hefur verið ákveðið að leysa tuttugu og átta þeirra í ólíkum deildum frá störfum vegna ófullnægjandi vinnubragða,“ sagði Volodymyr Zelenskyy. Þeirra á meðal eru yfirmaður Öryggisþjónustunnar og ríkissaksóknari landsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Íran Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50 Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06 Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50
Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06
Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30