Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2022 18:51 Tölvuteikning af nýrri leið yfir Hornafjörð. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum. Vegagerðin Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. Fyrra útboð verksins klúðraðist og reyndust tilboð þá svo hátt yfir kostnaðaráætlun að Vegagerðin ákvað að bjóða verkið út að nýju, með þeirri breytingu að verktaka væri einungis gert að fjármagna verkið á verktíma en langtímafjármögnun undanskilin. Þegar tilboð voru opnuð í síðara útboðinu fyrir tveimur mánuðum reyndist Ístak eiga lægsta boð, eins og í fyrra útboði. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri rituðu undir verksamninginn.Vegagerðin Í verkinu felst lagning nítján kílómetra langs þjóðvegar og mun einbreiðum brúm á hringveginum fækka um þrjár. Fjórar nýjar brýr verða byggðar, sú lengsta yfir Hornafjarðarfljót, 250 metra löng. Hinar verða 114 metra löng brú yfir Hoffellsá og 52 metra langar brýr yfir Djúpá og Bergá. Einnig verða lagðir hliðarvegir, samtals um níu kílómetra langir, auk tveggja áningarstaða. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót verður 250 metra löng og í sex höfum.Vegagerðin Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, segir í samtali við fréttastofu að framkvæmdir hefjist með haustinu. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2025, eftir rúm þrjú ár, en greint var frá undirritun samningsins í þessari frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af opnun síðara útboðsins í maí: Sveitarfélagið Hornafjörður Vegagerð Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Breytt fjármögnun lækkaði tilboð í Hornafjörð um 2,2 milljarða króna Lægsta boð í lagningu nýs hringvegar um Hornafjörð lækkaði um 2,2 milljarða króna við það að langtímafjármögnun var undanskilin. Þrátt fyrir hökt í þessu fyrsta útboði verkefna í einkafjármögnun telur innviðaráðherra að annað verk í ferlinu, ný Ölfusárbrú, verði á áætlun og tilbúin árið 2025. 19. maí 2022 21:25 Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 17. febrúar 2022 21:33 Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Fyrra útboð verksins klúðraðist og reyndust tilboð þá svo hátt yfir kostnaðaráætlun að Vegagerðin ákvað að bjóða verkið út að nýju, með þeirri breytingu að verktaka væri einungis gert að fjármagna verkið á verktíma en langtímafjármögnun undanskilin. Þegar tilboð voru opnuð í síðara útboðinu fyrir tveimur mánuðum reyndist Ístak eiga lægsta boð, eins og í fyrra útboði. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri rituðu undir verksamninginn.Vegagerðin Í verkinu felst lagning nítján kílómetra langs þjóðvegar og mun einbreiðum brúm á hringveginum fækka um þrjár. Fjórar nýjar brýr verða byggðar, sú lengsta yfir Hornafjarðarfljót, 250 metra löng. Hinar verða 114 metra löng brú yfir Hoffellsá og 52 metra langar brýr yfir Djúpá og Bergá. Einnig verða lagðir hliðarvegir, samtals um níu kílómetra langir, auk tveggja áningarstaða. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót verður 250 metra löng og í sex höfum.Vegagerðin Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, segir í samtali við fréttastofu að framkvæmdir hefjist með haustinu. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2025, eftir rúm þrjú ár, en greint var frá undirritun samningsins í þessari frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af opnun síðara útboðsins í maí:
Sveitarfélagið Hornafjörður Vegagerð Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Breytt fjármögnun lækkaði tilboð í Hornafjörð um 2,2 milljarða króna Lægsta boð í lagningu nýs hringvegar um Hornafjörð lækkaði um 2,2 milljarða króna við það að langtímafjármögnun var undanskilin. Þrátt fyrir hökt í þessu fyrsta útboði verkefna í einkafjármögnun telur innviðaráðherra að annað verk í ferlinu, ný Ölfusárbrú, verði á áætlun og tilbúin árið 2025. 19. maí 2022 21:25 Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 17. febrúar 2022 21:33 Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Breytt fjármögnun lækkaði tilboð í Hornafjörð um 2,2 milljarða króna Lægsta boð í lagningu nýs hringvegar um Hornafjörð lækkaði um 2,2 milljarða króna við það að langtímafjármögnun var undanskilin. Þrátt fyrir hökt í þessu fyrsta útboði verkefna í einkafjármögnun telur innviðaráðherra að annað verk í ferlinu, ný Ölfusárbrú, verði á áætlun og tilbúin árið 2025. 19. maí 2022 21:25
Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 17. febrúar 2022 21:33
Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22