Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2022 18:51 Tölvuteikning af nýrri leið yfir Hornafjörð. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum. Vegagerðin Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. Fyrra útboð verksins klúðraðist og reyndust tilboð þá svo hátt yfir kostnaðaráætlun að Vegagerðin ákvað að bjóða verkið út að nýju, með þeirri breytingu að verktaka væri einungis gert að fjármagna verkið á verktíma en langtímafjármögnun undanskilin. Þegar tilboð voru opnuð í síðara útboðinu fyrir tveimur mánuðum reyndist Ístak eiga lægsta boð, eins og í fyrra útboði. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri rituðu undir verksamninginn.Vegagerðin Í verkinu felst lagning nítján kílómetra langs þjóðvegar og mun einbreiðum brúm á hringveginum fækka um þrjár. Fjórar nýjar brýr verða byggðar, sú lengsta yfir Hornafjarðarfljót, 250 metra löng. Hinar verða 114 metra löng brú yfir Hoffellsá og 52 metra langar brýr yfir Djúpá og Bergá. Einnig verða lagðir hliðarvegir, samtals um níu kílómetra langir, auk tveggja áningarstaða. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót verður 250 metra löng og í sex höfum.Vegagerðin Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, segir í samtali við fréttastofu að framkvæmdir hefjist með haustinu. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2025, eftir rúm þrjú ár, en greint var frá undirritun samningsins í þessari frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af opnun síðara útboðsins í maí: Sveitarfélagið Hornafjörður Vegagerð Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Breytt fjármögnun lækkaði tilboð í Hornafjörð um 2,2 milljarða króna Lægsta boð í lagningu nýs hringvegar um Hornafjörð lækkaði um 2,2 milljarða króna við það að langtímafjármögnun var undanskilin. Þrátt fyrir hökt í þessu fyrsta útboði verkefna í einkafjármögnun telur innviðaráðherra að annað verk í ferlinu, ný Ölfusárbrú, verði á áætlun og tilbúin árið 2025. 19. maí 2022 21:25 Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 17. febrúar 2022 21:33 Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Sjá meira
Fyrra útboð verksins klúðraðist og reyndust tilboð þá svo hátt yfir kostnaðaráætlun að Vegagerðin ákvað að bjóða verkið út að nýju, með þeirri breytingu að verktaka væri einungis gert að fjármagna verkið á verktíma en langtímafjármögnun undanskilin. Þegar tilboð voru opnuð í síðara útboðinu fyrir tveimur mánuðum reyndist Ístak eiga lægsta boð, eins og í fyrra útboði. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri rituðu undir verksamninginn.Vegagerðin Í verkinu felst lagning nítján kílómetra langs þjóðvegar og mun einbreiðum brúm á hringveginum fækka um þrjár. Fjórar nýjar brýr verða byggðar, sú lengsta yfir Hornafjarðarfljót, 250 metra löng. Hinar verða 114 metra löng brú yfir Hoffellsá og 52 metra langar brýr yfir Djúpá og Bergá. Einnig verða lagðir hliðarvegir, samtals um níu kílómetra langir, auk tveggja áningarstaða. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót verður 250 metra löng og í sex höfum.Vegagerðin Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, segir í samtali við fréttastofu að framkvæmdir hefjist með haustinu. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2025, eftir rúm þrjú ár, en greint var frá undirritun samningsins í þessari frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af opnun síðara útboðsins í maí:
Sveitarfélagið Hornafjörður Vegagerð Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Breytt fjármögnun lækkaði tilboð í Hornafjörð um 2,2 milljarða króna Lægsta boð í lagningu nýs hringvegar um Hornafjörð lækkaði um 2,2 milljarða króna við það að langtímafjármögnun var undanskilin. Þrátt fyrir hökt í þessu fyrsta útboði verkefna í einkafjármögnun telur innviðaráðherra að annað verk í ferlinu, ný Ölfusárbrú, verði á áætlun og tilbúin árið 2025. 19. maí 2022 21:25 Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 17. febrúar 2022 21:33 Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Sjá meira
Breytt fjármögnun lækkaði tilboð í Hornafjörð um 2,2 milljarða króna Lægsta boð í lagningu nýs hringvegar um Hornafjörð lækkaði um 2,2 milljarða króna við það að langtímafjármögnun var undanskilin. Þrátt fyrir hökt í þessu fyrsta útboði verkefna í einkafjármögnun telur innviðaráðherra að annað verk í ferlinu, ný Ölfusárbrú, verði á áætlun og tilbúin árið 2025. 19. maí 2022 21:25
Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 17. febrúar 2022 21:33
Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22