Innlent

Allri á­höfn sagt upp

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur.
Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum.

Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir Runólfi Viðari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Reykjavíkur að ástæðan sé sú að í skoðun sé að kaupa nýjan togara. Hann segir það eiga eftir að koma í ljós hvort áhöfnin verði ráðin áfram en að nauðsynlegt sé að segja öllum upp og gera svo nýjan ráðningarsamning fyrir nýtt skip.

Sólborg er tiltölulega nýkomin í íslenska skipaflotann, eða árið 2019 en hún var smíðuð í Noregi árið 1987 og var á veiðum við Grænland uns hún kom hingað. Skipið er tæpir 76 metrar að lengd og 2550 brúttótonn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×