„Það var rosaleg næring í þessum sigri, það er ekki spurning“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. júlí 2022 18:37 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var virkilega sáttur eftir kærkominn sigur Vísir/Hulda Margrét „Þetta er stórkostlegt, loksins fengum við smá sigurvímu. Við gerðum þetta aðeins spennandi svona eins og þetta á að vera,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir fyrsta sigur ÍBV í Bestu deild karla í dag er liðið tók á móti Val. Lokatölur 3-2. „Við erum búnir að vera að hóta þessu í þó nokkrum leikjum, það er ekki spurning og eiginlega allt tímabilið. Það átti bara eftir að landa einum. Þetta leit vel út í 2-0, það hefði verið agalega svekkjandi að klára það ekki. Geggjaður karakter að lenda í 2-2 og brenna af víti og klára þetta svo. Við erum búnir að vera hóta þessu ansi lengi að taka þrjú stig. Við höfum trú á því í hverri viku að við séum að fara taka þrjú stig og loksins.“ Eyjamenn voru komnir 2-0 eftir 60 mínútur en Valsmenn náðu að jafna. Hermann sagði það hafa verið vonbrigði að Valur jafnaði en var sáttur með sína menn að koma sér aftur yfir og að lokum vinna leikinn. „Auðvitað voru það vonbrigði því mér fannst við vera með ágætis tök á leiknum, svona lítið í gangi. Svo var staðan orðin 2-2 og það var helvíti mikil orka farinn í þetta hjá okkur. En einhvern veginn fannst manni alltaf að þessi sigur ætti að koma í dag. Drengirnir kláruðu þetta glæsilega.“ Næsti leikur er á móti Leikni og segir Hermann þá ætla að halda ótrauða áfram. „Það er búið að vera svakalega góður fókus og stemmnings hugafar. Við erum að njóta þess að spila fótbolta og njóta þess að berjast og slást fyrir hvorn annan. Það hefur endurspeglast í frammistöðunum. Það var rosaleg næring í þessum sigri, það er ekki spurning.“ ÍBV Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV-Valur 3-2| Fyrsti sigur Eyjamanna í hús ÍBV vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta er liðið tók á móti Val. ÍBV kom sér yfir í fyrri hálfleik 1-0 og vann leikinn að lokum 3-2. 17. júlí 2022 15:15 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
„Við erum búnir að vera að hóta þessu í þó nokkrum leikjum, það er ekki spurning og eiginlega allt tímabilið. Það átti bara eftir að landa einum. Þetta leit vel út í 2-0, það hefði verið agalega svekkjandi að klára það ekki. Geggjaður karakter að lenda í 2-2 og brenna af víti og klára þetta svo. Við erum búnir að vera hóta þessu ansi lengi að taka þrjú stig. Við höfum trú á því í hverri viku að við séum að fara taka þrjú stig og loksins.“ Eyjamenn voru komnir 2-0 eftir 60 mínútur en Valsmenn náðu að jafna. Hermann sagði það hafa verið vonbrigði að Valur jafnaði en var sáttur með sína menn að koma sér aftur yfir og að lokum vinna leikinn. „Auðvitað voru það vonbrigði því mér fannst við vera með ágætis tök á leiknum, svona lítið í gangi. Svo var staðan orðin 2-2 og það var helvíti mikil orka farinn í þetta hjá okkur. En einhvern veginn fannst manni alltaf að þessi sigur ætti að koma í dag. Drengirnir kláruðu þetta glæsilega.“ Næsti leikur er á móti Leikni og segir Hermann þá ætla að halda ótrauða áfram. „Það er búið að vera svakalega góður fókus og stemmnings hugafar. Við erum að njóta þess að spila fótbolta og njóta þess að berjast og slást fyrir hvorn annan. Það hefur endurspeglast í frammistöðunum. Það var rosaleg næring í þessum sigri, það er ekki spurning.“
ÍBV Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV-Valur 3-2| Fyrsti sigur Eyjamanna í hús ÍBV vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta er liðið tók á móti Val. ÍBV kom sér yfir í fyrri hálfleik 1-0 og vann leikinn að lokum 3-2. 17. júlí 2022 15:15 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Leik lokið: ÍBV-Valur 3-2| Fyrsti sigur Eyjamanna í hús ÍBV vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta er liðið tók á móti Val. ÍBV kom sér yfir í fyrri hálfleik 1-0 og vann leikinn að lokum 3-2. 17. júlí 2022 15:15
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti