Áfengisneysla að öllu leyti skaðleg heilsu ungs fólks Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. júlí 2022 14:31 Ungt fólk að skemmta sér á Plaza del Sol í Barcelona. Thiago Prudencio/GettyImages Ríki heims þurfa að grípa til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu ungs fólks. Niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á áhrifum áfengisneyslu benda til þess að þær séu að öllu leyti skaðlegar ungu fólki, en geti í hófi dregið úr sjúkdómum eldra fólks. Þessi könnun var birt í hinu virta vísindariti The Lancet undir lok vikunnar og er talin sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á áhrif áfengisneyslu á manninn. Hún nær yfir 30 ára tímabil, frá 1990 til 2020 og nær til 204ra landa. Getur fyrirbyggt sjúkdóma eldra fólks Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er í stuttu máli að áfengisneysla er slæm að flestu leyti. Þó eru á því undantekningar, en þær gilda eingöngu fyrir fólk sem er 40 ára og eldra. Fyrir fólk undir 40 ára er ekkert jákvætt við að neyta áfengis. Út frá sjónarhóli heilbrigðis það er að segja. Þegar fólk hefur náð fertugsaldri getur verið jákvætt að neyta u.þ.b. 2ja glasa af víni á dag, það getur einkum dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og líkum á sykursýki. Það má rekja til þess að áfengi inniheldur etanól, sem eykur framleiðni „góðs“ kólesteróls. Túlka þarf jákvæð áhrif með varúð Juan Turnes, talsmaður Lifrarrannsóknarstofnunar Spánar, segir í samtali við El País að túlka verði niðurstöðurnar um jákvæð áhrif áfengisneyslu með mikilli varúð. Þrátt fyrir allt þá leiði áfengisneysla oft til fíknar og meðmæli með því að neyta tveggja glasa af víni á dag leiði oft til aukinnar drykkju, sem aldrei geti verið jákvæð. Emmanuela Gakidou, prófessor við Washington-háskóla, sem stýrði rannsókninni, segir niðurstöðurnar skýrar að einu leyti: Ungt fólk eigi alls ekki að neyta áfengis. Eldra fólk geti hins vegar haft lítinn ávinning af hóflegri neyslu. Hún segir ekki raunsætt að ætla sér að ungt fólk haldi sig frá neyslu áfengra drykkja en hins vegar sé mikilvægt að það taki þá ákvörðun á upplýstum forsendum. Karlar valda sér skaða með drykkju sinni Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess í útfærðum tölum að 1,3 milljarðar manna í heiminum neyti áfengis með skaðlegum hætti. Þar eru karlar í yfirgnæfandi meirihluta, en rúmur milljarður karla veldur sér skaða með áfengisneyslu sinni. Sá hópur sem veldur sér mestum skaða eru karlar undir fertugu. Höfundar rannsóknarinnar ganga svo langt að fullyrða að grípa þurfi til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu yngri kynslóða svo draga megi úr þeirri skaðsemi sem áfengisneysla valdi um heim allan. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Þessi könnun var birt í hinu virta vísindariti The Lancet undir lok vikunnar og er talin sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á áhrif áfengisneyslu á manninn. Hún nær yfir 30 ára tímabil, frá 1990 til 2020 og nær til 204ra landa. Getur fyrirbyggt sjúkdóma eldra fólks Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er í stuttu máli að áfengisneysla er slæm að flestu leyti. Þó eru á því undantekningar, en þær gilda eingöngu fyrir fólk sem er 40 ára og eldra. Fyrir fólk undir 40 ára er ekkert jákvætt við að neyta áfengis. Út frá sjónarhóli heilbrigðis það er að segja. Þegar fólk hefur náð fertugsaldri getur verið jákvætt að neyta u.þ.b. 2ja glasa af víni á dag, það getur einkum dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og líkum á sykursýki. Það má rekja til þess að áfengi inniheldur etanól, sem eykur framleiðni „góðs“ kólesteróls. Túlka þarf jákvæð áhrif með varúð Juan Turnes, talsmaður Lifrarrannsóknarstofnunar Spánar, segir í samtali við El País að túlka verði niðurstöðurnar um jákvæð áhrif áfengisneyslu með mikilli varúð. Þrátt fyrir allt þá leiði áfengisneysla oft til fíknar og meðmæli með því að neyta tveggja glasa af víni á dag leiði oft til aukinnar drykkju, sem aldrei geti verið jákvæð. Emmanuela Gakidou, prófessor við Washington-háskóla, sem stýrði rannsókninni, segir niðurstöðurnar skýrar að einu leyti: Ungt fólk eigi alls ekki að neyta áfengis. Eldra fólk geti hins vegar haft lítinn ávinning af hóflegri neyslu. Hún segir ekki raunsætt að ætla sér að ungt fólk haldi sig frá neyslu áfengra drykkja en hins vegar sé mikilvægt að það taki þá ákvörðun á upplýstum forsendum. Karlar valda sér skaða með drykkju sinni Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess í útfærðum tölum að 1,3 milljarðar manna í heiminum neyti áfengis með skaðlegum hætti. Þar eru karlar í yfirgnæfandi meirihluta, en rúmur milljarður karla veldur sér skaða með áfengisneyslu sinni. Sá hópur sem veldur sér mestum skaða eru karlar undir fertugu. Höfundar rannsóknarinnar ganga svo langt að fullyrða að grípa þurfi til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu yngri kynslóða svo draga megi úr þeirri skaðsemi sem áfengisneysla valdi um heim allan.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira