Ókunnugt fólk skrái sig ítrekað til heimilis hjá honum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 18:33 Með stuttu millibili hafa þrír einstaklingar skráð sig til heimilis heima hjá Þóri Kjartanssyni, án hans leyfis. Hann kallar eftir breytingum hjá Þjóðskrá. Aðsend Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar. Þórir Kjartansson hefur þrisvar á skömmum tíma fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem honum er tilkynnt um það að einhver hafi skráð sig til heimilis hjá honum. Til að fá það leiðrétt þarf Þórir sjálfur að senda erindi til Þjóðskrár þess efnis að aðilinn búi ekki þar. Ekki einsdæmi „Manni finnst þetta ætti að vera öfugt. Ef einhver ætlar að skrá heimilisfang sitt þá sé þinglýstur eigandi hússins spurður hvort það sé rétt. Hvort þessi aðili megi skrá sig þar,“ segir Þórir í samtali við fréttastofu. Hann segir hans mál ekki vera einsdæmi en fleiri í Vík hafa lent í svipuðu. Oftar en ekki er þetta erlent fólk sem komið er til Víkur til að starfa í ferðaþjónustunni sem skráir sig á vitlaust heimilisfang. „Ég var atvinnurekandi lengi og þegar ég var með erlent starfsfólk man ég ekki betur en að ég útvegaði því íverustað og skráði lögheimili þeirra á þann stað. Ég hélt að atvinnurekendur sæju um þetta fyrir fólkið. Þetta eru yfirleitt einhver mistök í gangi. En þetta er svona vitlaust kerfi að það getur bara hver sem er skráð heimilisfangið sitt hjá einhverjum óviðkomandi húseigenda,“ segir Þórir. Hafa velt breytingum fyrir sér Soffía Svanhildar Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Þjóðskrár, segir í samtali við fréttastofu að starfsmenn hafi velt fyrir sér að breyta reglunum. „Við höfum alveg velt því fyrir okkur að það þurfi að liggja fyrir staðfesting fráþinglýstum eigenda. En þetta eru bara langalgengustu skráningarnar í Þjóðskrá þannig það þarf stundum að vega og meta umfangsmuninn á því að fá staðfestingu fyrir eða eftir skráninguna,“ segir Soffía. Lögunum var nýlega breytt en áður fyrr fengu eigendur eigna ekki einu sinni senda tilkynningu um að einhver hefði skráð sig til heimilis hjá sér. Soffía segir að málum sem þessum hefur fjölgað eftir að eigendur fóru að fá sent að einhver væri skráður til heimilis hjá þeim. Þeir sem senda inn ranga skráningu fá þó tækifæri til að leiðrétta sig. „Þegar einstaklingur skráir sig á vitlaust heimilisfang fær hann tækifæri til þess að leiðrétta skráninguna, annars fær hann skráninguna „ótilgreint heimilisfang“. Mál sem þessi séu þó oft auðleysanleg og oftar en ekki um misskilning að ræða.“ Mýrdalshreppur Stjórnsýsla Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Þórir Kjartansson hefur þrisvar á skömmum tíma fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem honum er tilkynnt um það að einhver hafi skráð sig til heimilis hjá honum. Til að fá það leiðrétt þarf Þórir sjálfur að senda erindi til Þjóðskrár þess efnis að aðilinn búi ekki þar. Ekki einsdæmi „Manni finnst þetta ætti að vera öfugt. Ef einhver ætlar að skrá heimilisfang sitt þá sé þinglýstur eigandi hússins spurður hvort það sé rétt. Hvort þessi aðili megi skrá sig þar,“ segir Þórir í samtali við fréttastofu. Hann segir hans mál ekki vera einsdæmi en fleiri í Vík hafa lent í svipuðu. Oftar en ekki er þetta erlent fólk sem komið er til Víkur til að starfa í ferðaþjónustunni sem skráir sig á vitlaust heimilisfang. „Ég var atvinnurekandi lengi og þegar ég var með erlent starfsfólk man ég ekki betur en að ég útvegaði því íverustað og skráði lögheimili þeirra á þann stað. Ég hélt að atvinnurekendur sæju um þetta fyrir fólkið. Þetta eru yfirleitt einhver mistök í gangi. En þetta er svona vitlaust kerfi að það getur bara hver sem er skráð heimilisfangið sitt hjá einhverjum óviðkomandi húseigenda,“ segir Þórir. Hafa velt breytingum fyrir sér Soffía Svanhildar Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Þjóðskrár, segir í samtali við fréttastofu að starfsmenn hafi velt fyrir sér að breyta reglunum. „Við höfum alveg velt því fyrir okkur að það þurfi að liggja fyrir staðfesting fráþinglýstum eigenda. En þetta eru bara langalgengustu skráningarnar í Þjóðskrá þannig það þarf stundum að vega og meta umfangsmuninn á því að fá staðfestingu fyrir eða eftir skráninguna,“ segir Soffía. Lögunum var nýlega breytt en áður fyrr fengu eigendur eigna ekki einu sinni senda tilkynningu um að einhver hefði skráð sig til heimilis hjá sér. Soffía segir að málum sem þessum hefur fjölgað eftir að eigendur fóru að fá sent að einhver væri skráður til heimilis hjá þeim. Þeir sem senda inn ranga skráningu fá þó tækifæri til að leiðrétta sig. „Þegar einstaklingur skráir sig á vitlaust heimilisfang fær hann tækifæri til þess að leiðrétta skráninguna, annars fær hann skráninguna „ótilgreint heimilisfang“. Mál sem þessi séu þó oft auðleysanleg og oftar en ekki um misskilning að ræða.“
Mýrdalshreppur Stjórnsýsla Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira