Ókunnugt fólk skrái sig ítrekað til heimilis hjá honum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 18:33 Með stuttu millibili hafa þrír einstaklingar skráð sig til heimilis heima hjá Þóri Kjartanssyni, án hans leyfis. Hann kallar eftir breytingum hjá Þjóðskrá. Aðsend Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar. Þórir Kjartansson hefur þrisvar á skömmum tíma fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem honum er tilkynnt um það að einhver hafi skráð sig til heimilis hjá honum. Til að fá það leiðrétt þarf Þórir sjálfur að senda erindi til Þjóðskrár þess efnis að aðilinn búi ekki þar. Ekki einsdæmi „Manni finnst þetta ætti að vera öfugt. Ef einhver ætlar að skrá heimilisfang sitt þá sé þinglýstur eigandi hússins spurður hvort það sé rétt. Hvort þessi aðili megi skrá sig þar,“ segir Þórir í samtali við fréttastofu. Hann segir hans mál ekki vera einsdæmi en fleiri í Vík hafa lent í svipuðu. Oftar en ekki er þetta erlent fólk sem komið er til Víkur til að starfa í ferðaþjónustunni sem skráir sig á vitlaust heimilisfang. „Ég var atvinnurekandi lengi og þegar ég var með erlent starfsfólk man ég ekki betur en að ég útvegaði því íverustað og skráði lögheimili þeirra á þann stað. Ég hélt að atvinnurekendur sæju um þetta fyrir fólkið. Þetta eru yfirleitt einhver mistök í gangi. En þetta er svona vitlaust kerfi að það getur bara hver sem er skráð heimilisfangið sitt hjá einhverjum óviðkomandi húseigenda,“ segir Þórir. Hafa velt breytingum fyrir sér Soffía Svanhildar Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Þjóðskrár, segir í samtali við fréttastofu að starfsmenn hafi velt fyrir sér að breyta reglunum. „Við höfum alveg velt því fyrir okkur að það þurfi að liggja fyrir staðfesting fráþinglýstum eigenda. En þetta eru bara langalgengustu skráningarnar í Þjóðskrá þannig það þarf stundum að vega og meta umfangsmuninn á því að fá staðfestingu fyrir eða eftir skráninguna,“ segir Soffía. Lögunum var nýlega breytt en áður fyrr fengu eigendur eigna ekki einu sinni senda tilkynningu um að einhver hefði skráð sig til heimilis hjá sér. Soffía segir að málum sem þessum hefur fjölgað eftir að eigendur fóru að fá sent að einhver væri skráður til heimilis hjá þeim. Þeir sem senda inn ranga skráningu fá þó tækifæri til að leiðrétta sig. „Þegar einstaklingur skráir sig á vitlaust heimilisfang fær hann tækifæri til þess að leiðrétta skráninguna, annars fær hann skráninguna „ótilgreint heimilisfang“. Mál sem þessi séu þó oft auðleysanleg og oftar en ekki um misskilning að ræða.“ Mýrdalshreppur Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Þórir Kjartansson hefur þrisvar á skömmum tíma fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem honum er tilkynnt um það að einhver hafi skráð sig til heimilis hjá honum. Til að fá það leiðrétt þarf Þórir sjálfur að senda erindi til Þjóðskrár þess efnis að aðilinn búi ekki þar. Ekki einsdæmi „Manni finnst þetta ætti að vera öfugt. Ef einhver ætlar að skrá heimilisfang sitt þá sé þinglýstur eigandi hússins spurður hvort það sé rétt. Hvort þessi aðili megi skrá sig þar,“ segir Þórir í samtali við fréttastofu. Hann segir hans mál ekki vera einsdæmi en fleiri í Vík hafa lent í svipuðu. Oftar en ekki er þetta erlent fólk sem komið er til Víkur til að starfa í ferðaþjónustunni sem skráir sig á vitlaust heimilisfang. „Ég var atvinnurekandi lengi og þegar ég var með erlent starfsfólk man ég ekki betur en að ég útvegaði því íverustað og skráði lögheimili þeirra á þann stað. Ég hélt að atvinnurekendur sæju um þetta fyrir fólkið. Þetta eru yfirleitt einhver mistök í gangi. En þetta er svona vitlaust kerfi að það getur bara hver sem er skráð heimilisfangið sitt hjá einhverjum óviðkomandi húseigenda,“ segir Þórir. Hafa velt breytingum fyrir sér Soffía Svanhildar Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Þjóðskrár, segir í samtali við fréttastofu að starfsmenn hafi velt fyrir sér að breyta reglunum. „Við höfum alveg velt því fyrir okkur að það þurfi að liggja fyrir staðfesting fráþinglýstum eigenda. En þetta eru bara langalgengustu skráningarnar í Þjóðskrá þannig það þarf stundum að vega og meta umfangsmuninn á því að fá staðfestingu fyrir eða eftir skráninguna,“ segir Soffía. Lögunum var nýlega breytt en áður fyrr fengu eigendur eigna ekki einu sinni senda tilkynningu um að einhver hefði skráð sig til heimilis hjá sér. Soffía segir að málum sem þessum hefur fjölgað eftir að eigendur fóru að fá sent að einhver væri skráður til heimilis hjá þeim. Þeir sem senda inn ranga skráningu fá þó tækifæri til að leiðrétta sig. „Þegar einstaklingur skráir sig á vitlaust heimilisfang fær hann tækifæri til þess að leiðrétta skráninguna, annars fær hann skráninguna „ótilgreint heimilisfang“. Mál sem þessi séu þó oft auðleysanleg og oftar en ekki um misskilning að ræða.“
Mýrdalshreppur Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira