Landspítalinn standi nú á krossgötum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júlí 2022 23:36 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir að ljóst sé að þörf sé á breytingum þegar að kemur að rekstri spítalans. Stöð 2 Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. Heilbrigðisráðherra skipaði nýja stjórn Landspítala í gær en nefndin er skipuð fimm mönnum, þeim Birni Zoëga, Sólrúnu Kristjánsdóttur, Gunnari Einarssyni, Höskuldi H. Ólafssyni, og Ingileifu Jónsdóttir, auk tveggja varamanna, til tveggja ára í senn. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, fagnar stjórninni og segir ýmsar áskoranir blasa við. „Það hefur verið á brattan að sækja hjá okkur undanfarin misseri, við höfum þurft að glíma við heimsfaraldurinn en það er mikil mannekla í röðum okkar starfsfólks, sérstaklega meðal hjúkrunarfræðinga en líka lækna, og við þurfum að takast á við aukin verkefni í þjónustunni,“ segir Runólfur. Skoða breytingar á rekstrinum Formaður stjórnarinnar Björn Zoega sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skoða þyrfti alvarlega breytingar á rekstrinum, meðal annars þegar kemur að starfsfólki en að hans sögn er of mikið af starfsfólki sem sinni ekki sjúklingum. „Maður kannast við það frá öðrum löndum, þegar það er verið að reyna að styðja við þegar það er ákveðin mannekla, en það er eitthvað sem við eigum að vinda ofan af og reyna að gera eins hagkvæmt og eins vel og hægt er, og það getur leitt til þess að einhverjum störfum fækki,“ sagði Björn. Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Hann var nýverið kynntur sem sérlegur ráðgjafi Willums Þórs Þórssonar, nýs heilbrigðisráðherra og er nú stjórnarformaður Landspítala.Karolinska Þegar Björn tók við sem forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð árið 2019 tók hann þá ákvörðun um að fækka starfsfólki verulega til að bregðast við fjárhagsvandræðum spítalans. Björn vildi þó ekki gefa upp hvort það yrði staðan. „Það verður bara að koma í ljós, það er allt of snemmt að tala um slíkt og það hefur verið þá á forræði forstjóra og framkvæmdastjórnar spítalans að útfæra slíkt en ekki á forræði stjórnarinnar, þó að við gæfum góð ráð og settum ásamt forstjóra markmið,“ sagði Björn. Mikilvægt að einblína á þjónustu Runólfur tekur undir sjónarmið Björns að vissu leiti. „Svona almennt séð þá er ég alveg sammála þessu, en að hvað miklu leiti þetta á við hjá okkur, það mun koma í ljós þegar að svona okkar vinnu við að greina stöðuna er lokið,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að einblína á þjónustu við sjúklinga og halda forðast það að fjölga störfum sem snúa ekki beint af þeim, þó mörg þeirra starfa séu vissulega nauðsynleg fyrir reksturinn. „Við munum bara greina þetta eins vandlega og við getum og síðan taka ákvörðun um þá útfærslu sem við viljum hafa í framtíðinni og þá kemur bara í ljós hvernig störfum verður háttað,“ segir hann enn fremur. Engu að síður er ljóst að þörf sé á breytingum þegar að kemur að rekstri spítalans. „Það er tímabært að við skoðum okkar stjórnskipulag og bara skipulag starfseminnar,“ segir Runólfur. „Þegar um er að ræða svona stóra og flókna stofnun eins og Landspítala sem þarf stöðugt að aðlaga sig að nýjum aðstæðum þá er skynsamlegt að endurskoða hlutina af og til, og ég held að við séum á ákveðnum krossgötum núna.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipaði nýja stjórn Landspítala í gær en nefndin er skipuð fimm mönnum, þeim Birni Zoëga, Sólrúnu Kristjánsdóttur, Gunnari Einarssyni, Höskuldi H. Ólafssyni, og Ingileifu Jónsdóttir, auk tveggja varamanna, til tveggja ára í senn. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, fagnar stjórninni og segir ýmsar áskoranir blasa við. „Það hefur verið á brattan að sækja hjá okkur undanfarin misseri, við höfum þurft að glíma við heimsfaraldurinn en það er mikil mannekla í röðum okkar starfsfólks, sérstaklega meðal hjúkrunarfræðinga en líka lækna, og við þurfum að takast á við aukin verkefni í þjónustunni,“ segir Runólfur. Skoða breytingar á rekstrinum Formaður stjórnarinnar Björn Zoega sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skoða þyrfti alvarlega breytingar á rekstrinum, meðal annars þegar kemur að starfsfólki en að hans sögn er of mikið af starfsfólki sem sinni ekki sjúklingum. „Maður kannast við það frá öðrum löndum, þegar það er verið að reyna að styðja við þegar það er ákveðin mannekla, en það er eitthvað sem við eigum að vinda ofan af og reyna að gera eins hagkvæmt og eins vel og hægt er, og það getur leitt til þess að einhverjum störfum fækki,“ sagði Björn. Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Hann var nýverið kynntur sem sérlegur ráðgjafi Willums Þórs Þórssonar, nýs heilbrigðisráðherra og er nú stjórnarformaður Landspítala.Karolinska Þegar Björn tók við sem forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð árið 2019 tók hann þá ákvörðun um að fækka starfsfólki verulega til að bregðast við fjárhagsvandræðum spítalans. Björn vildi þó ekki gefa upp hvort það yrði staðan. „Það verður bara að koma í ljós, það er allt of snemmt að tala um slíkt og það hefur verið þá á forræði forstjóra og framkvæmdastjórnar spítalans að útfæra slíkt en ekki á forræði stjórnarinnar, þó að við gæfum góð ráð og settum ásamt forstjóra markmið,“ sagði Björn. Mikilvægt að einblína á þjónustu Runólfur tekur undir sjónarmið Björns að vissu leiti. „Svona almennt séð þá er ég alveg sammála þessu, en að hvað miklu leiti þetta á við hjá okkur, það mun koma í ljós þegar að svona okkar vinnu við að greina stöðuna er lokið,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að einblína á þjónustu við sjúklinga og halda forðast það að fjölga störfum sem snúa ekki beint af þeim, þó mörg þeirra starfa séu vissulega nauðsynleg fyrir reksturinn. „Við munum bara greina þetta eins vandlega og við getum og síðan taka ákvörðun um þá útfærslu sem við viljum hafa í framtíðinni og þá kemur bara í ljós hvernig störfum verður háttað,“ segir hann enn fremur. Engu að síður er ljóst að þörf sé á breytingum þegar að kemur að rekstri spítalans. „Það er tímabært að við skoðum okkar stjórnskipulag og bara skipulag starfseminnar,“ segir Runólfur. „Þegar um er að ræða svona stóra og flókna stofnun eins og Landspítala sem þarf stöðugt að aðlaga sig að nýjum aðstæðum þá er skynsamlegt að endurskoða hlutina af og til, og ég held að við séum á ákveðnum krossgötum núna.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira