Fótbolti

Óskar Hrafn ku vera á lista hjá Norrköping

Hjörvar Ólafsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson er orðaður við starfið hjá Norrköping. 
Óskar Hrafn Þorvaldsson er orðaður við starfið hjá Norrköping.  Vísir/Hulda Margrét

Samkvæmt Aftonbladet er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, einn þeirra sem kemur til greina sem næsti þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping. 

Rikard Norling var sagt upp störfum hjá Norrköping fyrr í þessari viku en með liðinu leika Ari Freyr Skúlason, Jóhannes Kristinn Bjarnason og í kvöld var greint frá því að Arnór Sigurðsson sé genginn til liðs við félagið. 

 

Auk Óskars Hrafns eru Daniel Backström, þjálfari Sirius, og Poya Asbaghi, sem stýrði enska B-deildarliðinu Barnsley á síðasta keppnistímabili einnig orðaðir við þjálfarastöðuna hjá Norrköping sem situr í 11. sæti sænsku úvlsdeildarinnar með 16 stig eftir 13 leiki.

Lærisveinar Óskars Hrafns hjá Blikum etja þessa stundina kappi við Santa Coloma frá Andorra í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu á Kópavogsvelli. 

Finna má beina lýsingu frá leiknum hér að neðan og þá er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×