Innlent

Skeiðarárjökull hopaði mest

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skeiðarárjökull er stærsti skriðjökull sunnan í Vatnajökli og gengur niður úr honum vestan Skaftafells innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
Skeiðarárjökull er stærsti skriðjökull sunnan í Vatnajökli og gengur niður úr honum vestan Skaftafells innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Vísir/vilhelm

Skeiðarárjökull hopaði mest íslenskra jökla árið 2021, eða um 400 metra þar sem mest var við austanverðan sporðinn.

Jökulsporðar hopuðu víða um tugi metra á árinu en nokkrir brattir skriðjöklar gengu þó fram, mest Morsárjökull sem gekk fram um meira en 100 metra. Þetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi á vegum verkefnisins Hörfandi jöklar og birt er á vef Veðurstofunnar. 

Jöklar á Íslandi hafa rýrnað á hverju ári síðan 1995, að undanskildu árinu 2015. Þeir hafa tapað um átta prósentum af heildarrúmmáli sínu á umræddu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×