Vill Landspítalann af fjárlögum og fá greitt fyrir veitta þjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 06:39 Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Karolinska Það þarf að einfalda stjórnskipulag Landspítalans og breyta því hvernig hann er fjármagnaður, segir Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans og forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð. Í viðtali við Morgunblaðið segir Björn meðal annars að á Landspítalanum starfi nú of margt fólk sem sé ekki að vinna við það að þjónusta sjúklinga. Fækka þurfi stjórnlögum og einfalda hlutina. „Á ákveðnu árabili voru ráðnir fimm starfsmenn á skrifstofu eða í stjórnendastörf hjá Landspítalanum fyrir hvern einn klínískan starfsmann. Það gengur ekki til lengri tíma og reynir verulega á þolrif þess fjármagns sem sjúkrahúsið hefur.“ Björn segir umræðuna um það hvort spítalinn sé nógu vel fjármagnaður hafa staðið yfir lengi en sama umræða eigi sér stað erlendis. Í grunninn snúist málið um það hvort sjúkrahús fái greitt fyrir þá þjónustu sem þau veita. „Ég hef talað fyrir þessu áður. Það er búið að taka allt of langan tíma að koma á slíku skipulagi hér á landi og við verðum líklega með síðustu þjóðum í hinum vestræna heimi sem taka upp það fyrirkomulag í stað þess að hafa sjúkrahúsið á föstum fjárlögum,“ segir Björn. Björn segist ósammála því að það sé ómögulegt að koma Landspítalanum á réttan kjöl fjárhagslega en mesta áskorunin sé að viðhalda stöðugleika. Hvað varðar mögulegar uppsagnir segir hann óhjákvæmilegt að spyrja að því hvort millistjórnendur séu of margir en eins megi skoða hvernig verkaskiptingu sé háttað. Þar horfir hann meðal annars til Finnlands. „Þeirra þekktasta dæmi er að þegar hjúkrunarfræðingur er ráðinn þá er hann ráðinn á spítalann, ekki bara ákveðna deild. Við þurfum að hafa sveigjanleika þannig að hjúkrunarfræðingur hafi þekkingu til að sinna störfum á einstaka deildum en geti líka unnið á milli deilda. Mér sýnist að við getum lært mikið af Finnum hvað þetta varðar. Þeir hafa lengi haft minna fjármagn á milli handanna og hafa því þurft að skoða þessi mál.“ Björn segir einnig að endurskoða þurfi hvernig staðið er að menntun heilbrigðisstarfsmanna en það skjóti skökku við að vera með kvóta á fjölda nemenda í greinum þar sem þörf er á vinnuafli. „Sumir segja að spítalinn geti ekki menntað fleiri en ég er ekki sammála því. Við þurfum að hugsa út fyrir boxið til að leysa þessi mál, það er hægt að mennta fólk á öllum tíma sólarhringsins en ekki bara á skrifstofutíma yfir veturinn. Þá má líka velta upp þáttum eins og því að við þurfum ekki að sérhæfa okkur í öllu. Við eigum að geta sent sjúklinga út í flóknari aðgerðir eða flutt sérfræðinga til landsins hlut úr ári til að gera þær aðgerðir.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Í viðtali við Morgunblaðið segir Björn meðal annars að á Landspítalanum starfi nú of margt fólk sem sé ekki að vinna við það að þjónusta sjúklinga. Fækka þurfi stjórnlögum og einfalda hlutina. „Á ákveðnu árabili voru ráðnir fimm starfsmenn á skrifstofu eða í stjórnendastörf hjá Landspítalanum fyrir hvern einn klínískan starfsmann. Það gengur ekki til lengri tíma og reynir verulega á þolrif þess fjármagns sem sjúkrahúsið hefur.“ Björn segir umræðuna um það hvort spítalinn sé nógu vel fjármagnaður hafa staðið yfir lengi en sama umræða eigi sér stað erlendis. Í grunninn snúist málið um það hvort sjúkrahús fái greitt fyrir þá þjónustu sem þau veita. „Ég hef talað fyrir þessu áður. Það er búið að taka allt of langan tíma að koma á slíku skipulagi hér á landi og við verðum líklega með síðustu þjóðum í hinum vestræna heimi sem taka upp það fyrirkomulag í stað þess að hafa sjúkrahúsið á föstum fjárlögum,“ segir Björn. Björn segist ósammála því að það sé ómögulegt að koma Landspítalanum á réttan kjöl fjárhagslega en mesta áskorunin sé að viðhalda stöðugleika. Hvað varðar mögulegar uppsagnir segir hann óhjákvæmilegt að spyrja að því hvort millistjórnendur séu of margir en eins megi skoða hvernig verkaskiptingu sé háttað. Þar horfir hann meðal annars til Finnlands. „Þeirra þekktasta dæmi er að þegar hjúkrunarfræðingur er ráðinn þá er hann ráðinn á spítalann, ekki bara ákveðna deild. Við þurfum að hafa sveigjanleika þannig að hjúkrunarfræðingur hafi þekkingu til að sinna störfum á einstaka deildum en geti líka unnið á milli deilda. Mér sýnist að við getum lært mikið af Finnum hvað þetta varðar. Þeir hafa lengi haft minna fjármagn á milli handanna og hafa því þurft að skoða þessi mál.“ Björn segir einnig að endurskoða þurfi hvernig staðið er að menntun heilbrigðisstarfsmanna en það skjóti skökku við að vera með kvóta á fjölda nemenda í greinum þar sem þörf er á vinnuafli. „Sumir segja að spítalinn geti ekki menntað fleiri en ég er ekki sammála því. Við þurfum að hugsa út fyrir boxið til að leysa þessi mál, það er hægt að mennta fólk á öllum tíma sólarhringsins en ekki bara á skrifstofutíma yfir veturinn. Þá má líka velta upp þáttum eins og því að við þurfum ekki að sérhæfa okkur í öllu. Við eigum að geta sent sjúklinga út í flóknari aðgerðir eða flutt sérfræðinga til landsins hlut úr ári til að gera þær aðgerðir.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira