Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júlí 2022 22:20 Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs Múlaþings, í viðtali í beinni útsendingu Stöðvar 2 í kvöld. Sigurjón Ólason Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. Í fréttum Stöðvar 2 var seint út beint frá rótum Fjarðarheiðar þar sem Seyðisfjarðarvegur liggur frá Egilsstöðum upp á 620 metra háa heiðina. Rætt var við Berglindi Hörpu Svavarsdóttur, formann byggðaráðs Múlaþings, en bæði Seyðisfjörður og Egilsstaðir eru hluti þess sveitarfélags. Gangamunni Fjarðarheiðarganga Seyðisfjarðarmegin gæti litið svona út.Vegagerðin/Mannvit Göngin undir heiðina verða 13,3 kílómetra löng og áætlar Vegagerðin að kostnaður við gerð þeirra verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna. Berglind var spurð hvort verjanlegt væri að setja svo mikla fjármuni í þessi einu jarðgöng. „Ja, fólki er nú brugðið að heyra svona tölur fyrir ein göng, það er ekki spurning. En göng eru mjög dýr og auðvitað eru þessi göng extra-löng. En það er ástæða fyrir þeim og þetta hefur farið í gegnum mikið faglegt mat, bæði ákveðin skýrsla sem var lögð fram. Og þetta er í takti við bókanir SSA. Þannig að við erum á þessari vegferð, já.“ Gangamunni Egilsstaðamegin er áformaður við Eyvindará á Fagradal.Vegagerðin/Mannvit En óttast hún að umræða um toll á öll jarðgöng, sem spyrtur verði við Fjarðarheiðargöng, geti spillt áformum um göngin? „Nei, alls ekki. Þessi áform eru bara samkvæmt samgönguáætlun og það er allt í ferli. En auðvitað er þetta ný aðferðarfræði að borga í göng. En við sjáum það bara um allt land að við verðum að efla samgöngur með fleiri göngum og þau eru dýr. En bara að við sjálf og ferðamenn fái tækifæri til að taka þátt í þessum kostnaði og vera með öruggar og öflugar samgöngur hér á landi,“ svarar Berglind. Svona gæti tenging jarðganganna við þjóðveginn um Fagradal litið út, samkvæmt einni útfærslunni.Vegagerðin/Mannvit Hún segir að framundan sé að bjóða út Fjarðarheiðargöng. „Og framkvæmdir fari bara í gang í lok næsta árs,“ segir formaður byggðaráðs Múlaþings. Hér má sjá útsendinguna: Múlaþing Vegtollar Vegagerð Samgöngur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var seint út beint frá rótum Fjarðarheiðar þar sem Seyðisfjarðarvegur liggur frá Egilsstöðum upp á 620 metra háa heiðina. Rætt var við Berglindi Hörpu Svavarsdóttur, formann byggðaráðs Múlaþings, en bæði Seyðisfjörður og Egilsstaðir eru hluti þess sveitarfélags. Gangamunni Fjarðarheiðarganga Seyðisfjarðarmegin gæti litið svona út.Vegagerðin/Mannvit Göngin undir heiðina verða 13,3 kílómetra löng og áætlar Vegagerðin að kostnaður við gerð þeirra verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna. Berglind var spurð hvort verjanlegt væri að setja svo mikla fjármuni í þessi einu jarðgöng. „Ja, fólki er nú brugðið að heyra svona tölur fyrir ein göng, það er ekki spurning. En göng eru mjög dýr og auðvitað eru þessi göng extra-löng. En það er ástæða fyrir þeim og þetta hefur farið í gegnum mikið faglegt mat, bæði ákveðin skýrsla sem var lögð fram. Og þetta er í takti við bókanir SSA. Þannig að við erum á þessari vegferð, já.“ Gangamunni Egilsstaðamegin er áformaður við Eyvindará á Fagradal.Vegagerðin/Mannvit En óttast hún að umræða um toll á öll jarðgöng, sem spyrtur verði við Fjarðarheiðargöng, geti spillt áformum um göngin? „Nei, alls ekki. Þessi áform eru bara samkvæmt samgönguáætlun og það er allt í ferli. En auðvitað er þetta ný aðferðarfræði að borga í göng. En við sjáum það bara um allt land að við verðum að efla samgöngur með fleiri göngum og þau eru dýr. En bara að við sjálf og ferðamenn fái tækifæri til að taka þátt í þessum kostnaði og vera með öruggar og öflugar samgöngur hér á landi,“ svarar Berglind. Svona gæti tenging jarðganganna við þjóðveginn um Fagradal litið út, samkvæmt einni útfærslunni.Vegagerðin/Mannvit Hún segir að framundan sé að bjóða út Fjarðarheiðargöng. „Og framkvæmdir fari bara í gang í lok næsta árs,“ segir formaður byggðaráðs Múlaþings. Hér má sjá útsendinguna:
Múlaþing Vegtollar Vegagerð Samgöngur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10