Hrafn, sem verður 57 ára seinna á árinu, segist vera á leiðinni „beint í úrslitaleikinn“ þar sem þegar krabbameinið greinist hafi það verið komið á hæsta stig, fjórða stig B.
Um er að ræða flöguþekjukrabbamein en Hrafn hefur skírt æxlið „Surtla“. Meðferðin sem hann fer nú í sé fyrst og fremst til að halda Surtlu í skefjum en að hans sögn eru batalíkur hverfandi.