„Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum” Runólfur Trausti Þórhallsson og Jón Már Ferro skrifa 13. júlí 2022 18:36 Rúnar vill sjá sitt lið gera betur. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn ekki vera í leit að liðsstyrk þó svo að mikil meiðsli herji nú á leikmannahóp liðsins. Hann segir einfaldlega að allir hjá félaginu þurfi að líta í spegil og bæta sig. Rúnar fór yfir stöðu mála fyrir leik sinna manna gegn pólska liðinu Pogoń Szczecin annað kvöld í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir eru 4-1 yfir eftir fyrri leikinn og möguleikar KR á að fara áfram litlir sem engir enda mótherjinn ógnarsterkur. „Staðan er sú sama og hún hefur verið í allt sumar. Það hafa leikmenn komið inn en á sama tíma detta aðrir út. Það styttist í að Kristján Flóki Finnbogason geti farið að taka meiri þátt. Hann er byrjaður að æfa, ekki heilu æfingarnar sem en að hluta til. Það er samt töluverður tími í að hann spili leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á liði sínu. Finnur Tómas hefur átt erfitt uppdráttar í sumar og verið langt frá sínu besta. Hann er nú meiddur.Vísir/Diego „Finnur Tómas Pálmason meiðist á svipuðum tíma og Arnór Sveinn Aðalsteinsson meiðist. Kristinn Jónsson meiðist líka á þessum tíma. Þetta eru þeir þrír leikmenn sem við söknum hvað mest núna, það er eitthvað í að þeir komi til baka. Við vitum ekkert hvað Kristinn verður lengi frá. Hnéð á honum er ekki gott, eitthvað sem gerir það að verkum að hann er frá allavega mánuð í viðbót, örugglega lengur.“ Hvað varðar Finn Tómas þá er framtíðin óljós þar sem KR-ingar vita ekki nákvæmlega hvað er að hrjá hann. „Þetta eru ökkla meiðsli sem við höfum ekki fengið 100 prósent greiningu á, en þetta lítur þó betur út en í byrjun. Það gæti verið mánuður í hann líka.“ Rúnar telur að Kristján Flóki gæti byrjað að spila eftir þrjár til fjórar vikur en sem stendur má hann ekki vera í neinni snertingu á æfingum. „Hann er bara jóker í miðjunni og það er bannað að tækla hann. Hann er samt á góðri leið.“ KR-ingar hafa ekki átt sitt besta sumar.Vísir/Hulda Margrét Að lokum var Rúnar spurður hvort hann ætlaði að sækja leikmenn í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. Svarið við því var frekar einfalt. „Nei, við erum ekki að skoða eitt né neitt. Við ætlum að klára tímabilið með þennan mannskap sem við erum með. Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum. Við þurfum bara allir að bæta okkur, líta í spegil og gera betur,” sagði Rúnar ákveðinn að endingu. KR mætir Pogoń Szczecin klukkan 18.15 á Meistaravöllum annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Rúnar fór yfir stöðu mála fyrir leik sinna manna gegn pólska liðinu Pogoń Szczecin annað kvöld í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir eru 4-1 yfir eftir fyrri leikinn og möguleikar KR á að fara áfram litlir sem engir enda mótherjinn ógnarsterkur. „Staðan er sú sama og hún hefur verið í allt sumar. Það hafa leikmenn komið inn en á sama tíma detta aðrir út. Það styttist í að Kristján Flóki Finnbogason geti farið að taka meiri þátt. Hann er byrjaður að æfa, ekki heilu æfingarnar sem en að hluta til. Það er samt töluverður tími í að hann spili leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á liði sínu. Finnur Tómas hefur átt erfitt uppdráttar í sumar og verið langt frá sínu besta. Hann er nú meiddur.Vísir/Diego „Finnur Tómas Pálmason meiðist á svipuðum tíma og Arnór Sveinn Aðalsteinsson meiðist. Kristinn Jónsson meiðist líka á þessum tíma. Þetta eru þeir þrír leikmenn sem við söknum hvað mest núna, það er eitthvað í að þeir komi til baka. Við vitum ekkert hvað Kristinn verður lengi frá. Hnéð á honum er ekki gott, eitthvað sem gerir það að verkum að hann er frá allavega mánuð í viðbót, örugglega lengur.“ Hvað varðar Finn Tómas þá er framtíðin óljós þar sem KR-ingar vita ekki nákvæmlega hvað er að hrjá hann. „Þetta eru ökkla meiðsli sem við höfum ekki fengið 100 prósent greiningu á, en þetta lítur þó betur út en í byrjun. Það gæti verið mánuður í hann líka.“ Rúnar telur að Kristján Flóki gæti byrjað að spila eftir þrjár til fjórar vikur en sem stendur má hann ekki vera í neinni snertingu á æfingum. „Hann er bara jóker í miðjunni og það er bannað að tækla hann. Hann er samt á góðri leið.“ KR-ingar hafa ekki átt sitt besta sumar.Vísir/Hulda Margrét Að lokum var Rúnar spurður hvort hann ætlaði að sækja leikmenn í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. Svarið við því var frekar einfalt. „Nei, við erum ekki að skoða eitt né neitt. Við ætlum að klára tímabilið með þennan mannskap sem við erum með. Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum. Við þurfum bara allir að bæta okkur, líta í spegil og gera betur,” sagði Rúnar ákveðinn að endingu. KR mætir Pogoń Szczecin klukkan 18.15 á Meistaravöllum annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira