Niðurskornar Íslandsdætur Einar Steinn Valgarðsson skrifar 12. júlí 2022 22:01 Árið 2020 kom út hjá Sölku falleg og vegleg bók til heiðurs íslenskum afrekskonum og brautryðjendum, sem nefnist Íslandsdætur. Textinn er eftir Nínu Björk Jónsdóttur og myndirnar eftir Auði Ýr Elísabetardóttur. Þótti fjölskyldu minni sérstaklega vænt um umfjöllunina þar um ömmu mína, Jórunni Viðar tónskáld. Það gladdi mig því í fyrstu í þegar ég sá nýverið í Pennanum Eymundsson að bókin væri komin út á ensku, einnig útgefin af Sölku. Það olli hins vegar nokkrum vonbrigðum að enska útgáfan er umtalsvert rýrari í roðinu og að umfjöllunin um Jórunni ömmu mína er til að mynda ekki í bókinni. Má þó segja að amma sé þar í góðum hóp, því það munar heilum 18 konum á bókunum. Konurnar sem sleppt var í ensku útgáfunni eru eftirfarandi: Halldóra Guðbrandsdóttir, Látra-Björg, Vilhelmína Lever, Þóra Melsteð, Júlíana Jónsdóttir, Torfhildur Hólm, Ólafía Jóhannsdóttir, Frú Stefanía, Auður Auðuns, Jórunn Viðar, Margrét Guðnadóttir, Erna Hjaltalín, Guðrún Helgadóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Sigríður Ásdís Snævarr, Katrín Jakobsdóttir, Vala Flosadóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir. Ástæðan fyrir þessari skerðingu þykir mér líklegust að sé að styttri útgáfa sé talin söluvænlegri. Það að íslenska útgáfan sé í harðspjaldi en sú enska ekki virðist líka styðja þá tilgátu. Engu að síður er þetta leitt að sjá. Hinir enskumælandi lesendur sitja uppi með rýrari bók, auk þess sem þetta er súrt í broti gagnvart öllum þeim góðu konum sem ekki fengu inni í ensku útgáfunni. Þess má svo geta að túristadeildin í Eymundsson er þegar með fjölda bóka sem eru mun þykkari og þyngri en þessi, og seljast þær þó ágætlega. Nú get ég vissulega ekki svarað fyrir erlenda ferðamenn, en hvað sjálfan mig varðar veit ég allavega að ef ég væri á ferðalagi og sæi áhugaverða bók, þá myndi ég síður vilja að hún væri skert í samanburði við frumútgáfuna, og kysi þá fremur meiri fróðleik en minni. Höfundur er bóksali og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 kom út hjá Sölku falleg og vegleg bók til heiðurs íslenskum afrekskonum og brautryðjendum, sem nefnist Íslandsdætur. Textinn er eftir Nínu Björk Jónsdóttur og myndirnar eftir Auði Ýr Elísabetardóttur. Þótti fjölskyldu minni sérstaklega vænt um umfjöllunina þar um ömmu mína, Jórunni Viðar tónskáld. Það gladdi mig því í fyrstu í þegar ég sá nýverið í Pennanum Eymundsson að bókin væri komin út á ensku, einnig útgefin af Sölku. Það olli hins vegar nokkrum vonbrigðum að enska útgáfan er umtalsvert rýrari í roðinu og að umfjöllunin um Jórunni ömmu mína er til að mynda ekki í bókinni. Má þó segja að amma sé þar í góðum hóp, því það munar heilum 18 konum á bókunum. Konurnar sem sleppt var í ensku útgáfunni eru eftirfarandi: Halldóra Guðbrandsdóttir, Látra-Björg, Vilhelmína Lever, Þóra Melsteð, Júlíana Jónsdóttir, Torfhildur Hólm, Ólafía Jóhannsdóttir, Frú Stefanía, Auður Auðuns, Jórunn Viðar, Margrét Guðnadóttir, Erna Hjaltalín, Guðrún Helgadóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Sigríður Ásdís Snævarr, Katrín Jakobsdóttir, Vala Flosadóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir. Ástæðan fyrir þessari skerðingu þykir mér líklegust að sé að styttri útgáfa sé talin söluvænlegri. Það að íslenska útgáfan sé í harðspjaldi en sú enska ekki virðist líka styðja þá tilgátu. Engu að síður er þetta leitt að sjá. Hinir enskumælandi lesendur sitja uppi með rýrari bók, auk þess sem þetta er súrt í broti gagnvart öllum þeim góðu konum sem ekki fengu inni í ensku útgáfunni. Þess má svo geta að túristadeildin í Eymundsson er þegar með fjölda bóka sem eru mun þykkari og þyngri en þessi, og seljast þær þó ágætlega. Nú get ég vissulega ekki svarað fyrir erlenda ferðamenn, en hvað sjálfan mig varðar veit ég allavega að ef ég væri á ferðalagi og sæi áhugaverða bók, þá myndi ég síður vilja að hún væri skert í samanburði við frumútgáfuna, og kysi þá fremur meiri fróðleik en minni. Höfundur er bóksali og þýðandi.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar