Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar 29. desember 2025 14:32 Ísland hefur blómstrað með aðkomu innflytjenda sem leggja mikið af mörkum til efnahagslífsins, sérstaklega í bygginga- og ferðaþjónustu, auk heilbrigðis, velferðar- og menntageirans. Þrátt fyrir þessi augljósu framlög hafa hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar, sérstaklega Miðflokkurinn, nýtt sér áróður til að skapa ótta og sundrung og beina fingrinum að innflytjendum sem rót allra vandamála. En staðreyndin er sú að það þarf að laga og halda áfram að bæta kerfi sem halda samfélagi gangandi til þess að tryggja öryggi og velfarnað allra sem hér búa óháð uppruna. Í Bandaríkjunum mynda innflytjendur einungis um 15,8% af íbúafjöldanum en hafa oft verið notaðir sem blórabögglar, sérstaklega hjá Trump-stjórninni, til að keppa að völdum. Stjórnin sem er styrð af mönnum með rasískan bakgrunn og með áætlun um að gera Bandaríkin alhvít. Þessar sögur valda ekki aðeins sundrungu heldur einnig þöggun á mikilvægu hlutverki innflytjenda í samfélaginu. Í slíkri þögn eru það einungis háværustu raddirnar sem heyrast, með skaðlegum afleiðingum fyrir þá sem hafa ekki mátt til að verja sig. Ég spyr: Er það Ísland sem við viljum? Viljum við að menn sem vilja gera hið sama fyrir landið okkar taki ákvarðanir í þágu þjóðar okkar og samfélaga okkar? Finnst fólki í lagi að sjá innflytjendur handtekna og fangelsaða? Það byrjar með hundaflautunum og áróðrinum og endar svo með því sem við erum að verða vitni að í Bandaríkjunum í dag. Að mínu mati getur Ísland aldrei farið þangað, við þurfum að meta virkilega hvað er að gerast og hvert það mun leiða okkur. Nú nýlega birti Miðflokkurinn myndband sem teiknar upp gamla, alhvíta Ísland og skorar á þjóðina að snúa aftur til þessara „góðu gömlu daga“. Slík nostalgía lítur fram hjá raunveruleikanum um það hversu fjölbreytni er grundvöllur nútímagrósku Íslands. Með því að leita aftur til útilokandi fortíðar eru dregnir tortryggnisskuggar yfir þær andstæður sem styðja við og jafnvel halda samfélaginu gangandi í dag. Þögn gagnvart áróðri sem þessum er hættuleg og svipar til einangrunarhyggju sem kann að kosta Ísland dýrt á heimsvísu. Fyrir utan skort á fjölbreyttum röddum í valdastöðum og sem fyrirmynd, stefnir Ísland hættulega nær stöðnun og missir af menningarlegri auðgun. Miðflokkurinn, í leit sinni að atkvæðum í komandi sveitarstjórnarkosningum, spilar á Trump-spjaldinu. Staðreyndin er sú að næstu kosningar snúast ekki um innflytjendur eða fortíð Íslands, heldur um Ísland í dag og hvernig við getum bætt þjónustu og lífsgæði okkar allra sem höfum kosningarétt. Mikilvægt er að muna að Ísland fortíðar var um samfélagslegan stuðning, þar sem við studdum náunga okkar. Mér hafa að minnsta kosti alltaf verið sagðar sögur um þessa gestrisni og nærgætni Íslendinga. Nú í dag, á nútíma Íslandi, erum við svo heppin að eiga nýja nágranna með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga margt eftir að deila með okkur. Látum ekki áróðurinn blekkja okkur eða sundra. Við verðum að standa saman og viðhalda þeirri fjölbreyttu og gjöfulu framtíð sem Ísland á skilið. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona og íslenskur ríkisborgari af bandarískum uppruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Sjá meira
Ísland hefur blómstrað með aðkomu innflytjenda sem leggja mikið af mörkum til efnahagslífsins, sérstaklega í bygginga- og ferðaþjónustu, auk heilbrigðis, velferðar- og menntageirans. Þrátt fyrir þessi augljósu framlög hafa hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar, sérstaklega Miðflokkurinn, nýtt sér áróður til að skapa ótta og sundrung og beina fingrinum að innflytjendum sem rót allra vandamála. En staðreyndin er sú að það þarf að laga og halda áfram að bæta kerfi sem halda samfélagi gangandi til þess að tryggja öryggi og velfarnað allra sem hér búa óháð uppruna. Í Bandaríkjunum mynda innflytjendur einungis um 15,8% af íbúafjöldanum en hafa oft verið notaðir sem blórabögglar, sérstaklega hjá Trump-stjórninni, til að keppa að völdum. Stjórnin sem er styrð af mönnum með rasískan bakgrunn og með áætlun um að gera Bandaríkin alhvít. Þessar sögur valda ekki aðeins sundrungu heldur einnig þöggun á mikilvægu hlutverki innflytjenda í samfélaginu. Í slíkri þögn eru það einungis háværustu raddirnar sem heyrast, með skaðlegum afleiðingum fyrir þá sem hafa ekki mátt til að verja sig. Ég spyr: Er það Ísland sem við viljum? Viljum við að menn sem vilja gera hið sama fyrir landið okkar taki ákvarðanir í þágu þjóðar okkar og samfélaga okkar? Finnst fólki í lagi að sjá innflytjendur handtekna og fangelsaða? Það byrjar með hundaflautunum og áróðrinum og endar svo með því sem við erum að verða vitni að í Bandaríkjunum í dag. Að mínu mati getur Ísland aldrei farið þangað, við þurfum að meta virkilega hvað er að gerast og hvert það mun leiða okkur. Nú nýlega birti Miðflokkurinn myndband sem teiknar upp gamla, alhvíta Ísland og skorar á þjóðina að snúa aftur til þessara „góðu gömlu daga“. Slík nostalgía lítur fram hjá raunveruleikanum um það hversu fjölbreytni er grundvöllur nútímagrósku Íslands. Með því að leita aftur til útilokandi fortíðar eru dregnir tortryggnisskuggar yfir þær andstæður sem styðja við og jafnvel halda samfélaginu gangandi í dag. Þögn gagnvart áróðri sem þessum er hættuleg og svipar til einangrunarhyggju sem kann að kosta Ísland dýrt á heimsvísu. Fyrir utan skort á fjölbreyttum röddum í valdastöðum og sem fyrirmynd, stefnir Ísland hættulega nær stöðnun og missir af menningarlegri auðgun. Miðflokkurinn, í leit sinni að atkvæðum í komandi sveitarstjórnarkosningum, spilar á Trump-spjaldinu. Staðreyndin er sú að næstu kosningar snúast ekki um innflytjendur eða fortíð Íslands, heldur um Ísland í dag og hvernig við getum bætt þjónustu og lífsgæði okkar allra sem höfum kosningarétt. Mikilvægt er að muna að Ísland fortíðar var um samfélagslegan stuðning, þar sem við studdum náunga okkar. Mér hafa að minnsta kosti alltaf verið sagðar sögur um þessa gestrisni og nærgætni Íslendinga. Nú í dag, á nútíma Íslandi, erum við svo heppin að eiga nýja nágranna með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga margt eftir að deila með okkur. Látum ekki áróðurinn blekkja okkur eða sundra. Við verðum að standa saman og viðhalda þeirri fjölbreyttu og gjöfulu framtíð sem Ísland á skilið. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona og íslenskur ríkisborgari af bandarískum uppruna.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun