Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar 29. desember 2025 08:00 Á árinu sem er að líða breyttist öryggisumhverfi Evrópu til hins verra svo miklu munar. Viðbrögð nágranna okkar og frændþjóða á norðurlöndunum létu ekki á sér standa. Danmörk breytti reglum um herskyldu svo nú geta konur verið kvaddar til herskyldu til jafns við karla, og stefna á að lengja herskylduna úr 4 mánuðum í 11 á næsta ári. Í Svíþjóð var heilbrigðisyfirvöldum gert að undirbúa samfélagsskyldu í heilbrigðisstéttum og dreifiveitu rafmagns var gert að þjálfa þúsund viðbragðsaðila til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á rafmagnskerfum í neyð. Í Noregi á að æfa viðbrögð við stríði á öllum stigum samfélagsins allt næsta ár. Við erum herlaus þjóð á eyju sem, sökum staðsetningar, yrði alltaf álitin mikilvæg í átökum í okkar heimshluta. Það er ágæt staða að vera í þegar við erum umkringd vinum en öllu flóknari þegar staðan er önnur. Við eigum allt okkar undir greiðum alþjóðaviðskiptum og aðgengi að lykilvörum til að tryggja matvæli, samgöngur og heilbrigði. Við búum að skynsamlegri uppbyggingu fyrri kynslóða á hitaveitu- og raforkukerfum en megum auðvitað ekki við neins konar rofi á starfsemi þeirra. Þegar kemur að varnarmálum má segja að við höfum komist upp með að „útvista“ þeim til bandamanna okkar og vinaþjóða sem hafa einnig talið samstarfið þjóna eigin hagsmunum. Það er auðvelt að hneykslast á því hversu værukær við höfum verið varðandi öryggis- og varnarmál og hversu erfiðlega okkur gengur að hefja alvarlegt samtal um þau. Fyrir þessu eru eðlilegar skýringar. Ísland hefur sloppið ódýrt frá þessum mikilvægasta málaflokki stjórnvalda flestra ríkja. Við eyðum sáralitlum fjármunum í öryggis- og varnarmál og bæði almenningur og flestir ráðamenn hafa komist hjá því að ræða þau. En hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá er sá tími liðinn. Við þurfum að opna augun fyrir gjörbreyttri stöðu. Allir þeir sem bera ábyrgð í okkar samfélagi þurfa að rækta skilning á þeim hættum sem hugsanlega steðja að velferð okkar og öryggi. Þetta gildir um stjórnmálafólk, stjórnkerfið, fyrirtæki, fjölmiðla, háskólasamfélagið og fjölmarga aðra. Ef þær þungu áhyggjur sem vina- og bandalagsþjóðir hafa verða að veruleika, þá mun reyna á okkur öll. Þjóðaröryggismál mega því aldrei vera álitin flokkspólitísk eða sérhagsmunir. Nú liggur boltinn hjá okkur, borgurunum, að taka við þessum skilaboðum, skilja hvað þau þýða og taka þátt í að gera öryggi að grundvallarmáli í okkar opinbera samtali um stjórnmál. Við þurfum að eiga yfirvegað samtal um hvernig við hugsum um mikilvæga innviði, hvernig við tryggjum þá og hver ber ábyrgðina, um hlutverk borgara og fyrirtækja í viðnámsþrótti og viðbúnaði. Og um hvernig við forgangsröðum þeirri fjárfestingu sem þarf að eiga sér stað. Gerum árið 2026 að árinu sem við tökum samtal sem skiptir máli. Við eigum langt í land og megum engan tíma missa. Höfundu er meðstofnandi Vörðu - vettvangs um viðnámsþrótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Á árinu sem er að líða breyttist öryggisumhverfi Evrópu til hins verra svo miklu munar. Viðbrögð nágranna okkar og frændþjóða á norðurlöndunum létu ekki á sér standa. Danmörk breytti reglum um herskyldu svo nú geta konur verið kvaddar til herskyldu til jafns við karla, og stefna á að lengja herskylduna úr 4 mánuðum í 11 á næsta ári. Í Svíþjóð var heilbrigðisyfirvöldum gert að undirbúa samfélagsskyldu í heilbrigðisstéttum og dreifiveitu rafmagns var gert að þjálfa þúsund viðbragðsaðila til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á rafmagnskerfum í neyð. Í Noregi á að æfa viðbrögð við stríði á öllum stigum samfélagsins allt næsta ár. Við erum herlaus þjóð á eyju sem, sökum staðsetningar, yrði alltaf álitin mikilvæg í átökum í okkar heimshluta. Það er ágæt staða að vera í þegar við erum umkringd vinum en öllu flóknari þegar staðan er önnur. Við eigum allt okkar undir greiðum alþjóðaviðskiptum og aðgengi að lykilvörum til að tryggja matvæli, samgöngur og heilbrigði. Við búum að skynsamlegri uppbyggingu fyrri kynslóða á hitaveitu- og raforkukerfum en megum auðvitað ekki við neins konar rofi á starfsemi þeirra. Þegar kemur að varnarmálum má segja að við höfum komist upp með að „útvista“ þeim til bandamanna okkar og vinaþjóða sem hafa einnig talið samstarfið þjóna eigin hagsmunum. Það er auðvelt að hneykslast á því hversu værukær við höfum verið varðandi öryggis- og varnarmál og hversu erfiðlega okkur gengur að hefja alvarlegt samtal um þau. Fyrir þessu eru eðlilegar skýringar. Ísland hefur sloppið ódýrt frá þessum mikilvægasta málaflokki stjórnvalda flestra ríkja. Við eyðum sáralitlum fjármunum í öryggis- og varnarmál og bæði almenningur og flestir ráðamenn hafa komist hjá því að ræða þau. En hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá er sá tími liðinn. Við þurfum að opna augun fyrir gjörbreyttri stöðu. Allir þeir sem bera ábyrgð í okkar samfélagi þurfa að rækta skilning á þeim hættum sem hugsanlega steðja að velferð okkar og öryggi. Þetta gildir um stjórnmálafólk, stjórnkerfið, fyrirtæki, fjölmiðla, háskólasamfélagið og fjölmarga aðra. Ef þær þungu áhyggjur sem vina- og bandalagsþjóðir hafa verða að veruleika, þá mun reyna á okkur öll. Þjóðaröryggismál mega því aldrei vera álitin flokkspólitísk eða sérhagsmunir. Nú liggur boltinn hjá okkur, borgurunum, að taka við þessum skilaboðum, skilja hvað þau þýða og taka þátt í að gera öryggi að grundvallarmáli í okkar opinbera samtali um stjórnmál. Við þurfum að eiga yfirvegað samtal um hvernig við hugsum um mikilvæga innviði, hvernig við tryggjum þá og hver ber ábyrgðina, um hlutverk borgara og fyrirtækja í viðnámsþrótti og viðbúnaði. Og um hvernig við forgangsröðum þeirri fjárfestingu sem þarf að eiga sér stað. Gerum árið 2026 að árinu sem við tökum samtal sem skiptir máli. Við eigum langt í land og megum engan tíma missa. Höfundu er meðstofnandi Vörðu - vettvangs um viðnámsþrótt.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun