Sex umferðarslys á Austurlandi í júní Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júlí 2022 18:14 Heilsugæsla Austurlands á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Alls voru sex umferðarslys, auk eins banaslyss, tilkynnt til lögreglunnar á Austurlandi í júnímánuði. Hlúa þurfti að alls níu einstaklingum vegna áverka sem þeir hlutu í slysunum. Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að engin slys hafi orðið í umdæminu í maí en strax nokkrar mínútur yfir miðnætti 1. júní hafi fyrsta slys mánaðarins átt sér stað. Ökumaður var þá á leiðinni til Egilsstaða um Fagradal og missti stjórn á bifreið sinni. Hann rann yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Þrír slösuðust í árekstrinum en allir með minni háttar meiðsli. Það var síðan daginn eftir sem bifreið keyrði út af Norðfjarðarvegi við Skorrastaði og valt. Tveir voru í bifreiðinni og leitaði farþegi læknisaðstoðar eftir en var ekki talinn vera alvarlega slasaður. Ökumaðurinn er talinn hafa dottað við aksturinn. Sex dögum síðar, þann 8. júní, varð önnur bílvelta, nú á Axarvegi við Þrívörðuhálsa. Ökumaður var einn í bílnum en hann var fluttur á heilsugæslu á Djúpavogi. Áverkar hans voru taldir minni háttar. Hann missti útsýni úr bifreið sinni sökum ryks sem þyrlaðist upp frá bifreið á undan. Þriðjudaginn 14. júní átti þriðja bílveltan sér stað er kind hljóp í veg fyrir bifreið á leið um Hróarstunguveg við Kirkjubæ á Héraði. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og velti henni. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið í Neskaupstað talsvert lerkaður. Daginn eftir féll eldri maður á reiðhjóli á Egilsstöðum og er talinn hafa fótbrotnað. Sunnudaginn 19. júní var ökumaður á ferð á fjórhjóli á grófum malarslóða ofan Egilsstaða er hann missti stjórn á hjóli sínu og velti því eftir að hafa lent á grjóti. Hann fékk hjólið yfir sig og slasaðist nokkuð. Tveimur dögum síðar varð fjórða bílvelta mánaðarins í umdæminu er flutningabifreið keyrði út af Upphéraðsvegi við Ormarstaðaá í Fljótsdalshreppi. Ökumaður slasaðist talsvert og var fluttur til aðhlynningar á Egilsstöðum. Sama dag varð banaslys á Djúpavogi er erlendur ferðamaður lenti undir lyftara í Gleðivík. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu. Lögreglumál Samgönguslys Heilbrigðisstofnun Austurlands Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Sjá meira
Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að engin slys hafi orðið í umdæminu í maí en strax nokkrar mínútur yfir miðnætti 1. júní hafi fyrsta slys mánaðarins átt sér stað. Ökumaður var þá á leiðinni til Egilsstaða um Fagradal og missti stjórn á bifreið sinni. Hann rann yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Þrír slösuðust í árekstrinum en allir með minni háttar meiðsli. Það var síðan daginn eftir sem bifreið keyrði út af Norðfjarðarvegi við Skorrastaði og valt. Tveir voru í bifreiðinni og leitaði farþegi læknisaðstoðar eftir en var ekki talinn vera alvarlega slasaður. Ökumaðurinn er talinn hafa dottað við aksturinn. Sex dögum síðar, þann 8. júní, varð önnur bílvelta, nú á Axarvegi við Þrívörðuhálsa. Ökumaður var einn í bílnum en hann var fluttur á heilsugæslu á Djúpavogi. Áverkar hans voru taldir minni háttar. Hann missti útsýni úr bifreið sinni sökum ryks sem þyrlaðist upp frá bifreið á undan. Þriðjudaginn 14. júní átti þriðja bílveltan sér stað er kind hljóp í veg fyrir bifreið á leið um Hróarstunguveg við Kirkjubæ á Héraði. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og velti henni. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið í Neskaupstað talsvert lerkaður. Daginn eftir féll eldri maður á reiðhjóli á Egilsstöðum og er talinn hafa fótbrotnað. Sunnudaginn 19. júní var ökumaður á ferð á fjórhjóli á grófum malarslóða ofan Egilsstaða er hann missti stjórn á hjóli sínu og velti því eftir að hafa lent á grjóti. Hann fékk hjólið yfir sig og slasaðist nokkuð. Tveimur dögum síðar varð fjórða bílvelta mánaðarins í umdæminu er flutningabifreið keyrði út af Upphéraðsvegi við Ormarstaðaá í Fljótsdalshreppi. Ökumaður slasaðist talsvert og var fluttur til aðhlynningar á Egilsstöðum. Sama dag varð banaslys á Djúpavogi er erlendur ferðamaður lenti undir lyftara í Gleðivík. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu.
Lögreglumál Samgönguslys Heilbrigðisstofnun Austurlands Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Sjá meira
Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27
Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41