Segir sjónaukann marka nýtt upphaf í stjarnvísindum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2022 12:27 Sævar Helgi Bragason er fullur eftirvæntingar að fá að sjá skýra mynd af Kjalarþokunni en það er staður þar sem stjörnur fæðast. Vísir/Baldur Fyrsta ljósmyndin úr James-Webb geimsjónaukanum birtist í gærkvöldi og eru fleiri myndir væntanlegar klukkan hálf þrjú í dag. Þetta eru skýrustu myndir sem mannkynið hefur tekið og séðaf sumum af daufustu og fjarlægustu vetrarbrautum til þessa. Stjörnu-Sævar segir þetta sögulegan dag og marka nýtt upphaf í stjarnvísindum. James-Webb er stærsti og öflugasti geimsjónaukinn til þessa og var honum skotið á loft í lok árs 2021. Hann er arftaki Hubble sjónaukans sem er öllu minni og sér dauf fyrirbæri ekki jafn skýrt og James Webb. „Þetta er algjör bylting vegna þess að við sjáum alheiminn núna skýrari en áður í þessu tiltekna ljósi sem geimsjónaukinn sér og markar nýtt upphaf í stjarnvísindum. Þetta er sögulegur dagur.“ Þetta segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur, rithöfundur, dagskrárgerðamaður og stjörnufræðikennari en flestir þekkja hann sem Stjörnu-Sævar. Stjarnfræðingar iða í skinninu að fá að gaumgæfa myndirnar sem berast síðdegis. Eftirvæntingin er slík að á vefsvæði bandarísku flug-og geimvísindastofnunarinnar NASA er niðurtalning. Þúsundir stjörnuþoka eru sýnilegar á mynd James Webb.NASA Sævar er fullur eftirvæntingar að fá að sjá skýra mynd af Kjalarþokunni. „Það er staður þar sem stjörnur fæðast. Í gegnum sjónauka frá jörðinni þá sjáum við þetta ótrúlega fallega geimský sem hefur framleittsumar af stærstu stjörnum sem við þekkjum og núna öðlumst við nýja sýn á þessa miklu þoku. Þar fyrir utan fáum líka upplýsingar um andrúmsloft reikistjörnu í meira en 11 hundruð ljósára fjarlægð þannig að þetta er nýtt upphaf og nýtt skeið í stjarnvísindum.“ Sævar segir að fljótlega eftir að Hubble sjónaukanum var skotið á loft þá hafi vísindamenn farið að huga að arftakanum sem í dag er James Webb sjónaukinn. Sumir vísindamannanna hafi helgað James Webb þrjátíu ár af lífi sínu. Sævar segir James Webb vera til marks um hversu ótrúlega öflugt mannkynið sé þegar það taki höndum saman með forvitnina að vopni því geimsjónaukinn er samstarfsverkefni margra þjóða. „Þegar sjónaukinn var í þróun komust menn snemma að því að það þyrfti að hafa hann talsvert stærri en Hubble. Auk þess þyrftir spegillinn að vera gullhúðaður til þess að hann geti numið geislun sem berst frá fjarlægustu fyrirbærum alheimsins og úr varð þessi sex og hálfs metra breiði spegill sem nú er kominn á áfangastað 1,5 milljón kílómetra frá jörðu og þar starir hann út í geiminn og sýnir okkur hann í algjörlega nýju ljósi.“ Og kannski okkur sjálf um leið? „Já, þetta snýst náttúrulega á endanum um að læra hvernig við sjálf urðum til því verið erum alltaf að horfa aftur á bak í tímann og læra betur um hvernig stjörnur verða til; hvernig vetrarbrautirnar þróast því allt hefur þetta leitt til þess að við erum hér að stara út í tómið og reyna að skilja hvernig við í ósköpunum komumst hingað.“ James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Rýnt í uppruna alheimsins í fyrstu mynd James Webb Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í kvöld fyrstu unnu myndina úr James Webb-geimsjónaukanum. Myndin sýnir þyrpingu stjörnuþoka sem kallast SMACS 0723 og er í um 4,6 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu. 11. júlí 2022 23:37 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
James-Webb er stærsti og öflugasti geimsjónaukinn til þessa og var honum skotið á loft í lok árs 2021. Hann er arftaki Hubble sjónaukans sem er öllu minni og sér dauf fyrirbæri ekki jafn skýrt og James Webb. „Þetta er algjör bylting vegna þess að við sjáum alheiminn núna skýrari en áður í þessu tiltekna ljósi sem geimsjónaukinn sér og markar nýtt upphaf í stjarnvísindum. Þetta er sögulegur dagur.“ Þetta segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur, rithöfundur, dagskrárgerðamaður og stjörnufræðikennari en flestir þekkja hann sem Stjörnu-Sævar. Stjarnfræðingar iða í skinninu að fá að gaumgæfa myndirnar sem berast síðdegis. Eftirvæntingin er slík að á vefsvæði bandarísku flug-og geimvísindastofnunarinnar NASA er niðurtalning. Þúsundir stjörnuþoka eru sýnilegar á mynd James Webb.NASA Sævar er fullur eftirvæntingar að fá að sjá skýra mynd af Kjalarþokunni. „Það er staður þar sem stjörnur fæðast. Í gegnum sjónauka frá jörðinni þá sjáum við þetta ótrúlega fallega geimský sem hefur framleittsumar af stærstu stjörnum sem við þekkjum og núna öðlumst við nýja sýn á þessa miklu þoku. Þar fyrir utan fáum líka upplýsingar um andrúmsloft reikistjörnu í meira en 11 hundruð ljósára fjarlægð þannig að þetta er nýtt upphaf og nýtt skeið í stjarnvísindum.“ Sævar segir að fljótlega eftir að Hubble sjónaukanum var skotið á loft þá hafi vísindamenn farið að huga að arftakanum sem í dag er James Webb sjónaukinn. Sumir vísindamannanna hafi helgað James Webb þrjátíu ár af lífi sínu. Sævar segir James Webb vera til marks um hversu ótrúlega öflugt mannkynið sé þegar það taki höndum saman með forvitnina að vopni því geimsjónaukinn er samstarfsverkefni margra þjóða. „Þegar sjónaukinn var í þróun komust menn snemma að því að það þyrfti að hafa hann talsvert stærri en Hubble. Auk þess þyrftir spegillinn að vera gullhúðaður til þess að hann geti numið geislun sem berst frá fjarlægustu fyrirbærum alheimsins og úr varð þessi sex og hálfs metra breiði spegill sem nú er kominn á áfangastað 1,5 milljón kílómetra frá jörðu og þar starir hann út í geiminn og sýnir okkur hann í algjörlega nýju ljósi.“ Og kannski okkur sjálf um leið? „Já, þetta snýst náttúrulega á endanum um að læra hvernig við sjálf urðum til því verið erum alltaf að horfa aftur á bak í tímann og læra betur um hvernig stjörnur verða til; hvernig vetrarbrautirnar þróast því allt hefur þetta leitt til þess að við erum hér að stara út í tómið og reyna að skilja hvernig við í ósköpunum komumst hingað.“
James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Rýnt í uppruna alheimsins í fyrstu mynd James Webb Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í kvöld fyrstu unnu myndina úr James Webb-geimsjónaukanum. Myndin sýnir þyrpingu stjörnuþoka sem kallast SMACS 0723 og er í um 4,6 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu. 11. júlí 2022 23:37 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
Rýnt í uppruna alheimsins í fyrstu mynd James Webb Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í kvöld fyrstu unnu myndina úr James Webb-geimsjónaukanum. Myndin sýnir þyrpingu stjörnuþoka sem kallast SMACS 0723 og er í um 4,6 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu. 11. júlí 2022 23:37