Segir sjónaukann marka nýtt upphaf í stjarnvísindum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2022 12:27 Sævar Helgi Bragason er fullur eftirvæntingar að fá að sjá skýra mynd af Kjalarþokunni en það er staður þar sem stjörnur fæðast. Vísir/Baldur Fyrsta ljósmyndin úr James-Webb geimsjónaukanum birtist í gærkvöldi og eru fleiri myndir væntanlegar klukkan hálf þrjú í dag. Þetta eru skýrustu myndir sem mannkynið hefur tekið og séðaf sumum af daufustu og fjarlægustu vetrarbrautum til þessa. Stjörnu-Sævar segir þetta sögulegan dag og marka nýtt upphaf í stjarnvísindum. James-Webb er stærsti og öflugasti geimsjónaukinn til þessa og var honum skotið á loft í lok árs 2021. Hann er arftaki Hubble sjónaukans sem er öllu minni og sér dauf fyrirbæri ekki jafn skýrt og James Webb. „Þetta er algjör bylting vegna þess að við sjáum alheiminn núna skýrari en áður í þessu tiltekna ljósi sem geimsjónaukinn sér og markar nýtt upphaf í stjarnvísindum. Þetta er sögulegur dagur.“ Þetta segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur, rithöfundur, dagskrárgerðamaður og stjörnufræðikennari en flestir þekkja hann sem Stjörnu-Sævar. Stjarnfræðingar iða í skinninu að fá að gaumgæfa myndirnar sem berast síðdegis. Eftirvæntingin er slík að á vefsvæði bandarísku flug-og geimvísindastofnunarinnar NASA er niðurtalning. Þúsundir stjörnuþoka eru sýnilegar á mynd James Webb.NASA Sævar er fullur eftirvæntingar að fá að sjá skýra mynd af Kjalarþokunni. „Það er staður þar sem stjörnur fæðast. Í gegnum sjónauka frá jörðinni þá sjáum við þetta ótrúlega fallega geimský sem hefur framleittsumar af stærstu stjörnum sem við þekkjum og núna öðlumst við nýja sýn á þessa miklu þoku. Þar fyrir utan fáum líka upplýsingar um andrúmsloft reikistjörnu í meira en 11 hundruð ljósára fjarlægð þannig að þetta er nýtt upphaf og nýtt skeið í stjarnvísindum.“ Sævar segir að fljótlega eftir að Hubble sjónaukanum var skotið á loft þá hafi vísindamenn farið að huga að arftakanum sem í dag er James Webb sjónaukinn. Sumir vísindamannanna hafi helgað James Webb þrjátíu ár af lífi sínu. Sævar segir James Webb vera til marks um hversu ótrúlega öflugt mannkynið sé þegar það taki höndum saman með forvitnina að vopni því geimsjónaukinn er samstarfsverkefni margra þjóða. „Þegar sjónaukinn var í þróun komust menn snemma að því að það þyrfti að hafa hann talsvert stærri en Hubble. Auk þess þyrftir spegillinn að vera gullhúðaður til þess að hann geti numið geislun sem berst frá fjarlægustu fyrirbærum alheimsins og úr varð þessi sex og hálfs metra breiði spegill sem nú er kominn á áfangastað 1,5 milljón kílómetra frá jörðu og þar starir hann út í geiminn og sýnir okkur hann í algjörlega nýju ljósi.“ Og kannski okkur sjálf um leið? „Já, þetta snýst náttúrulega á endanum um að læra hvernig við sjálf urðum til því verið erum alltaf að horfa aftur á bak í tímann og læra betur um hvernig stjörnur verða til; hvernig vetrarbrautirnar þróast því allt hefur þetta leitt til þess að við erum hér að stara út í tómið og reyna að skilja hvernig við í ósköpunum komumst hingað.“ James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Rýnt í uppruna alheimsins í fyrstu mynd James Webb Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í kvöld fyrstu unnu myndina úr James Webb-geimsjónaukanum. Myndin sýnir þyrpingu stjörnuþoka sem kallast SMACS 0723 og er í um 4,6 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu. 11. júlí 2022 23:37 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira
James-Webb er stærsti og öflugasti geimsjónaukinn til þessa og var honum skotið á loft í lok árs 2021. Hann er arftaki Hubble sjónaukans sem er öllu minni og sér dauf fyrirbæri ekki jafn skýrt og James Webb. „Þetta er algjör bylting vegna þess að við sjáum alheiminn núna skýrari en áður í þessu tiltekna ljósi sem geimsjónaukinn sér og markar nýtt upphaf í stjarnvísindum. Þetta er sögulegur dagur.“ Þetta segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur, rithöfundur, dagskrárgerðamaður og stjörnufræðikennari en flestir þekkja hann sem Stjörnu-Sævar. Stjarnfræðingar iða í skinninu að fá að gaumgæfa myndirnar sem berast síðdegis. Eftirvæntingin er slík að á vefsvæði bandarísku flug-og geimvísindastofnunarinnar NASA er niðurtalning. Þúsundir stjörnuþoka eru sýnilegar á mynd James Webb.NASA Sævar er fullur eftirvæntingar að fá að sjá skýra mynd af Kjalarþokunni. „Það er staður þar sem stjörnur fæðast. Í gegnum sjónauka frá jörðinni þá sjáum við þetta ótrúlega fallega geimský sem hefur framleittsumar af stærstu stjörnum sem við þekkjum og núna öðlumst við nýja sýn á þessa miklu þoku. Þar fyrir utan fáum líka upplýsingar um andrúmsloft reikistjörnu í meira en 11 hundruð ljósára fjarlægð þannig að þetta er nýtt upphaf og nýtt skeið í stjarnvísindum.“ Sævar segir að fljótlega eftir að Hubble sjónaukanum var skotið á loft þá hafi vísindamenn farið að huga að arftakanum sem í dag er James Webb sjónaukinn. Sumir vísindamannanna hafi helgað James Webb þrjátíu ár af lífi sínu. Sævar segir James Webb vera til marks um hversu ótrúlega öflugt mannkynið sé þegar það taki höndum saman með forvitnina að vopni því geimsjónaukinn er samstarfsverkefni margra þjóða. „Þegar sjónaukinn var í þróun komust menn snemma að því að það þyrfti að hafa hann talsvert stærri en Hubble. Auk þess þyrftir spegillinn að vera gullhúðaður til þess að hann geti numið geislun sem berst frá fjarlægustu fyrirbærum alheimsins og úr varð þessi sex og hálfs metra breiði spegill sem nú er kominn á áfangastað 1,5 milljón kílómetra frá jörðu og þar starir hann út í geiminn og sýnir okkur hann í algjörlega nýju ljósi.“ Og kannski okkur sjálf um leið? „Já, þetta snýst náttúrulega á endanum um að læra hvernig við sjálf urðum til því verið erum alltaf að horfa aftur á bak í tímann og læra betur um hvernig stjörnur verða til; hvernig vetrarbrautirnar þróast því allt hefur þetta leitt til þess að við erum hér að stara út í tómið og reyna að skilja hvernig við í ósköpunum komumst hingað.“
James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Rýnt í uppruna alheimsins í fyrstu mynd James Webb Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í kvöld fyrstu unnu myndina úr James Webb-geimsjónaukanum. Myndin sýnir þyrpingu stjörnuþoka sem kallast SMACS 0723 og er í um 4,6 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu. 11. júlí 2022 23:37 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira
James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
Rýnt í uppruna alheimsins í fyrstu mynd James Webb Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í kvöld fyrstu unnu myndina úr James Webb-geimsjónaukanum. Myndin sýnir þyrpingu stjörnuþoka sem kallast SMACS 0723 og er í um 4,6 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu. 11. júlí 2022 23:37