Valur fær sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar: „Hefði verið galið að sleppa þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júlí 2022 12:44 Valsmenn fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Valur hefur fengið úthlutað sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta og mun því ekki þurfa að leika í undankeppni um laust sæti í riðlakeppninni. Frá þessu var greint á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í dag. Alls eru 12 lið sem fengu úthlutað sæti í riðlakeppninni og 12 til viðbótar munu vinna sér inn sæti í gegnum undankeppnina. 𝐄𝐇𝐅 𝐄𝐮𝐫𝐨𝐩𝐞𝐚𝐧 𝐋𝐞𝐚𝐠𝐮𝐞 𝐌𝐞𝐧 𝟐𝟎𝟐𝟐/𝟐𝟑 🏆 Overview of the next edition of the #ehfel 🤩 Which team do you see winning it this season = ___________? 💬Read more: https://t.co/2gN8Rx59ax pic.twitter.com/PWGKdOSGsp— EHF European League (@ehfel_official) July 12, 2022 Valsmenn tóku þátt í sömu keppni í fyrra, en þá þurfti liðið að fara í gegnum unandkeppni. Íslandsmeistararnir féllu að lokum úr leik gegn þýska stórliðinu Lemgo eftir harða baráttu, en þá var Lemgo ríkjandi bikarmeistari í Þýskalandi. Valsmenn hafa undanfarin tvö ár sankað að sér öllum þeim titlum sem í boði eru í íslenskum handbolta. Liðið er ríkjandi Íslands-, bikar- og deildarmeistari og því má segja að þetta sé enn ein rósin í hnappagatið fyrir þá rauðklæddu. „Fáum að reyna okkur á stóra sviðinu“ Jón Halldórsson situr í stjórn handknattleiksdeildar Vals, en hann segir þetta gríðarlegt tækifæri fyrir félagið og íslenskan handbolta í heild. „Þetta er risastórt fyrir íslenskan handbolta, félagið okkar og okkar leikmenn,“ sagði Jón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í morgun. „Þetta er ótrúlega spennandi verkefni fyrir okkur. Við erum búnir að vinna allt sem í boði er síðastliðin tvö ár og það hefði verið galið að sleppa þessu.“ Jón viðurkennir þó að nú fari af stað mikil vinna þar sem þátttaka í Evrópukeppni í handbolta sé ekki beint ókeypis. „Þetta er auðvitað mjög kostnaðarsamt og framundan er ótrúleg vinna. Þetta er ekki eins og í fótboltanum, heldur þurfum við að sjá um kostnaðinn sjálfir. Þetta eru tíu leikir, fimm heima og fimm úti, þannig að það verður mikið leikjaálag. En þetta gefur okkur vítamínsprautu og við fáum að reyna okkur á stóra sviðinu.“ „Við stóðum auðvitað í Lemgo í fyrra. Þá var Róbert Aron [Hostert] ekki einu sinni með og Björgvin [Páll Gústavsson] fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Má [Elísson]. Þannig að það var allt á móti okkur, en samt ekki.“ „Við erum með góða blöndu af ungum og reynslumeiri leikmönnum. Þannig að þetta er bara gríðarlega spennandi,“ sagði Jón að lokum. Handbolti Valur Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Frá þessu var greint á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í dag. Alls eru 12 lið sem fengu úthlutað sæti í riðlakeppninni og 12 til viðbótar munu vinna sér inn sæti í gegnum undankeppnina. 𝐄𝐇𝐅 𝐄𝐮𝐫𝐨𝐩𝐞𝐚𝐧 𝐋𝐞𝐚𝐠𝐮𝐞 𝐌𝐞𝐧 𝟐𝟎𝟐𝟐/𝟐𝟑 🏆 Overview of the next edition of the #ehfel 🤩 Which team do you see winning it this season = ___________? 💬Read more: https://t.co/2gN8Rx59ax pic.twitter.com/PWGKdOSGsp— EHF European League (@ehfel_official) July 12, 2022 Valsmenn tóku þátt í sömu keppni í fyrra, en þá þurfti liðið að fara í gegnum unandkeppni. Íslandsmeistararnir féllu að lokum úr leik gegn þýska stórliðinu Lemgo eftir harða baráttu, en þá var Lemgo ríkjandi bikarmeistari í Þýskalandi. Valsmenn hafa undanfarin tvö ár sankað að sér öllum þeim titlum sem í boði eru í íslenskum handbolta. Liðið er ríkjandi Íslands-, bikar- og deildarmeistari og því má segja að þetta sé enn ein rósin í hnappagatið fyrir þá rauðklæddu. „Fáum að reyna okkur á stóra sviðinu“ Jón Halldórsson situr í stjórn handknattleiksdeildar Vals, en hann segir þetta gríðarlegt tækifæri fyrir félagið og íslenskan handbolta í heild. „Þetta er risastórt fyrir íslenskan handbolta, félagið okkar og okkar leikmenn,“ sagði Jón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í morgun. „Þetta er ótrúlega spennandi verkefni fyrir okkur. Við erum búnir að vinna allt sem í boði er síðastliðin tvö ár og það hefði verið galið að sleppa þessu.“ Jón viðurkennir þó að nú fari af stað mikil vinna þar sem þátttaka í Evrópukeppni í handbolta sé ekki beint ókeypis. „Þetta er auðvitað mjög kostnaðarsamt og framundan er ótrúleg vinna. Þetta er ekki eins og í fótboltanum, heldur þurfum við að sjá um kostnaðinn sjálfir. Þetta eru tíu leikir, fimm heima og fimm úti, þannig að það verður mikið leikjaálag. En þetta gefur okkur vítamínsprautu og við fáum að reyna okkur á stóra sviðinu.“ „Við stóðum auðvitað í Lemgo í fyrra. Þá var Róbert Aron [Hostert] ekki einu sinni með og Björgvin [Páll Gústavsson] fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Má [Elísson]. Þannig að það var allt á móti okkur, en samt ekki.“ „Við erum með góða blöndu af ungum og reynslumeiri leikmönnum. Þannig að þetta er bara gríðarlega spennandi,“ sagði Jón að lokum.
Handbolti Valur Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira