Innlent

Lögregla kölluð til vegna óstýrlátra viðskiptavina

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það var nokkuð annríki í umferðareftirlitinu hjá lögreglu í nótt.
Það var nokkuð annríki í umferðareftirlitinu hjá lögreglu í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út um kvöldmatarleytið í gær vegna þriggja einstaklinga sem voru til vandræða á veitingastað í póstnúmerinu 111. Var einstaklingunum vísað á brott.

Seinna um kvöldið var lögrega aftur kölluð til vegna vandræða með kúnna en þá að skemmtistað í miðbænum. Þar var um að ræða ofurölvi einstakling sem neitaði að yfirgefa staðinn við lokun. Var þess freistað að koma einstalingnum heim en þegar það tókst ekki var hann vistaður í fangageymslu.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir við of hraðan akstur eða akstur undir áhrifum og þá var tilkynnt um innbrot í nýbyggingu í Garðabæ og um eignaspjöll á vinnuvélum. Lögreglu bárust einnig tilkynningar um rúðubrot í póstnúmerunum 108 og 113.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×