Ihler hefur leikið einn leik með aðalliði AGF en hann hefur skorað 20 mörk í 56 leikjum fyrir U-19 og varalið AGF.
Þessi 19 ára leikmaður mun leika sem lánsmaður með Valsliðinu út yfirstandandi keppnistímabil.
Meiðsli hafa herjað á framlínu Vals í sumar en Patrick Pedersen hefur verið að glíma við meiðsli líkt og Aron Jóhannsson. Þá er Guðmundur Andri Tryggvason á leið í tveggja leikja bann.
Velkommen @FrederikIhler pic.twitter.com/CnvYL7DoZ4
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) July 9, 2022
Valur, sem situr í fimmta sæti Bestu deildarinnar með 20 stig eftir 11 leiki fær Keflavík í heimsókn á Origo-völlinn að Hlíðarenda annað kvöld.