Samband Úkraínu og Þýskalands hefur verið viðkvæmt vegna þess hve mikið Þýskaland reiðir sig á orku frá Rússlandi Löndin hafa í þessum efnum deilt um rússneska túrbínu sem hefur gengist undir viðgerðir í Kanada. Túrbínan var í eigu Gazprom.
Samkvæmt Guardian ákváðu kanadísk yfirvöld nú fyrr í kvöld að skila túrbínunni til Þýskalands en túrbínan flýtir fyrir streymi á rússnesku gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna.
Yfirvöld í Úkraínu segja að skilin á túrbínunni muni gera lítið úr refsiaðgerðum gagnvart Rússlandi en Þýskaland stríðir við mikinn skort á gasi um þessar mundir. Kanadísk yfirvöld segja að með því að skila túrbínunni styrki þau aðgengi Evrópu að olíu og gasi. Umfjöllun Guardian um málið má lesa hér.