Innlent

Flutti ræðu á ráð­stefnu í Ox­ford-há­skóla

Bjarki Sigurðsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í gær lokaræðu á ráðstefnu um rannsóknir og stefnumótun á sviði velsældar. Ráðstefnan fór fram í hinum virta Oxford-háskóla í Bretlandi.

Í ræðunni ræddi Katrín um áherslur íslenskra stjórnvalda á velsældarhagkerfið og notkun velsældarvísa til að mæla hagsæld og lífsgæði. Við endurreisnina í kjölfar heimsfaraldurs hafi stjórnvöld horft til velsældarsjónarmiða og lagt þar sérstaka áherslu á jafnrétti kynjanna.

Katrín ræddi um áherslur íslenskra stjórnvalda á velsældarhagkerfið.Stjórnarráðið

Þá ræddi hún um tengsl velsældar og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum en að hennar sögn hefur sú barátta neytt okkur til að endurhugsa lifnaðarhætti okkar, neyslu, framleiðslu og samgönguhætti. Þótt kostnaðurinn við að afstýra loftslagsvánni gæti orðið umtalsverður þurfi það ekki að þýða minni velsæld ef áhersla er lögð á þarfir fólks.

Á ráðstefnunni komu saman fræðafólk, þriðji geirinn, atvinnurekendur, stjórnmálamenn og fólk innan stjórnsýslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×