Mikill stuðningur við færslu hringvegar út úr Borgarnesi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2022 08:25 Borgarnes. Hringvegur lagður framhjá byggðinni. Samgöngufélagið/Envalys Verulegur stuðningur er við þá tillögu að hringvegurinn um Borgarnes verður færður út á vegfyllingu utan við byggðina, samkvæmt könnun sem Samgöngufélagið lét gera. Þá er allnokkur stuðningur við að hringvegurinn milli Akraness og Borgarness liggi í framtíðinni yfir mynni Grunnafjarðar norðan Akrafjalls. Greint var frá niðurstöðunum í fréttum Stöðvar 2 en Samgöngufélagið fékk fyrirtækið Envalys til að vinna könnunina. Jafnframt voru gerð myndskeið til að svarendur gætu glöggvað sig betur á því hvernig færsla hringvegarins á þessum tveimur stöðum á Vesturlandi kæmi til með að líta út, annarsvegar framhjá þéttbýlinu í Borgarnesi og hins vegar yfir Grunnafjörð milli Akraness og Borgarness. Brú yfir mynni Grunnafjarðar myndi stytta leiðina milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Akrafjall í baksýn.Samgöngufélagið/Envalys Niðurstöður liggja núna fyrir en í afstöðu til vegfyllingar við Borgarnes voru þátttakendur beðnir um að svara því á kvarðanum núll til sex hversu andvígir eða hlynntir þeir væru færslu Hringvegar um Borgarnes. Niðurstaðan varð 5,06, þar sem talan núll táknar þá sem eru mjög andvígir, talan þrír hvorki né og talan sex þá sem eru mjög hlynntir, en 995 manns svöruðu spurningunni. Færsla hringvegarins við Borgarnes fékk niðurstöðuna 5,06 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Í afstöðu til færslu hringvegarins milli Hvalfjarðarganga og Borgarness vestur fyrir Akrafjall og yfir Grunnafjörð varð niðurstaðan 4,23 á sama kvarða þar sem talan núll táknar mjög andvíga og talan sex mjög hlynnta, en 1.127 manns svöruðu þessari spurningu. Ný lega hringvegarins yfir Grunnafjörð fékk niðurstöðuna 4,23 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Jónas B. Guðmundsson, formaður Samgöngufélagsins, segir könnuna sýna verulegan stuðning við að hringvegurinn verði færður út úr þéttbýlinu í Borgarnesi. Íbúar í Borgarnesi sögðust þó andvígastir slíkri færslu vegarins meðan íbúar utan Borgarbyggðar voru hlynntastir. Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum, er formaður Samgöngufélagsins.Egill Aðalsteinsson Hin spurningin, um þverun Grunnafjarðar, hlaut allmikinn stuðning, að mati Jónasar. Íbúar á Akranesi reyndust hlynntastir slíkri færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall en með henni styttist leiðin milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Borgarbyggð Akranes Hvalfjarðarsveit Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Verslun Ferðalög Tengdar fréttir Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. 7. júní 2022 22:30 Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Greint var frá niðurstöðunum í fréttum Stöðvar 2 en Samgöngufélagið fékk fyrirtækið Envalys til að vinna könnunina. Jafnframt voru gerð myndskeið til að svarendur gætu glöggvað sig betur á því hvernig færsla hringvegarins á þessum tveimur stöðum á Vesturlandi kæmi til með að líta út, annarsvegar framhjá þéttbýlinu í Borgarnesi og hins vegar yfir Grunnafjörð milli Akraness og Borgarness. Brú yfir mynni Grunnafjarðar myndi stytta leiðina milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Akrafjall í baksýn.Samgöngufélagið/Envalys Niðurstöður liggja núna fyrir en í afstöðu til vegfyllingar við Borgarnes voru þátttakendur beðnir um að svara því á kvarðanum núll til sex hversu andvígir eða hlynntir þeir væru færslu Hringvegar um Borgarnes. Niðurstaðan varð 5,06, þar sem talan núll táknar þá sem eru mjög andvígir, talan þrír hvorki né og talan sex þá sem eru mjög hlynntir, en 995 manns svöruðu spurningunni. Færsla hringvegarins við Borgarnes fékk niðurstöðuna 5,06 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Í afstöðu til færslu hringvegarins milli Hvalfjarðarganga og Borgarness vestur fyrir Akrafjall og yfir Grunnafjörð varð niðurstaðan 4,23 á sama kvarða þar sem talan núll táknar mjög andvíga og talan sex mjög hlynnta, en 1.127 manns svöruðu þessari spurningu. Ný lega hringvegarins yfir Grunnafjörð fékk niðurstöðuna 4,23 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Jónas B. Guðmundsson, formaður Samgöngufélagsins, segir könnuna sýna verulegan stuðning við að hringvegurinn verði færður út úr þéttbýlinu í Borgarnesi. Íbúar í Borgarnesi sögðust þó andvígastir slíkri færslu vegarins meðan íbúar utan Borgarbyggðar voru hlynntastir. Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum, er formaður Samgöngufélagsins.Egill Aðalsteinsson Hin spurningin, um þverun Grunnafjarðar, hlaut allmikinn stuðning, að mati Jónasar. Íbúar á Akranesi reyndust hlynntastir slíkri færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall en með henni styttist leiðin milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Borgarbyggð Akranes Hvalfjarðarsveit Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Verslun Ferðalög Tengdar fréttir Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. 7. júní 2022 22:30 Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. 7. júní 2022 22:30
Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22
Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30