Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2022 22:33 Rafmagnsflugneminn Matthías Sveinbjörnsson og flugkennarinn Rickard Carlsson hlaða rafgeyma flugvélarinnar eftir fyrstu reynsluflugin á Rangárvöllum í kvöld. KMU Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. Myndir frá fyrsta rafknúna fluginu mátti sjá í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Flugvélin undir stjórn sænska flugkennarans Rickards Carlsson hóf sig til flugs klukkan 17.26. Um borð var einnig Matthías Sveinbjörnsson, flugmaður hjá Icelandair og forseti Flugmálafélags Íslands, en hann er jafnframt með réttindi flugkennara. En þetta var ekki aðeins í fyrsta sinn sem menn sáu rafmagnsflugvél hefja sig til flugs og lenda á Íslandi. Á Helluflugvelli sáu menn í fyrsta sinn flugvél hlaðna með rafmagni að lokinni flugferð hérlendis en rafmagnið var leitt með kapli úr flugvallarhúsinu. Innflutt olía var því ekki sett á flugvélina heldur innlend raforka, væntanlega framleidd í virkjunum Landsvirkjunar á hálendinu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH að lenda á Helluflugvelli. Í baksýn sést Búrfell en raforka flugvélarinnar gæti vel hafa komið úr orkuverum Þjórsársvæðis.Bjarni Einarsson Flugvélin er tveggja sæta af gerðinni Pipistrel. Hún flýgur á 170 kílómetra hraða og hefur, auk varaafls, fimmtíu mínútna flugþol, sem er algengasta lengd flugtíma í kennsluflugi. Um þrjátíu mínútur tekur að endurhlaða rafgeymana. Með þessu fyrsta reynsluflugi hófst þjálfun fjögurra flugkennara, sem í framhaldinu munu miðla reynslu sinni og þekkingu á rafmagnsflugi til flugnema hérlendis. Helstu flugskólar landsins eru einmitt í hópi þeirra fyrirtækja sem standa að komu flugvélarinnar til landsins. Rickard og Matthías lentir kampakátir eftir fyrsta reynsluflugið.Bjarni Einarsson Eftir lendingu úr fyrsta fluginu var Matthías Sveinbjörnsson, sem þaulvanur þotuflugmaður, spurður hvort mikill munur væri að fljúga í rafmagnsflugvél: „Þetta er allt annað líf. Þetta er svo einfalt. Einfalt og hljóðlátt og lítill hristingur. Það er bara allt dásamlegt við þetta.“ -Þannig að þetta er framtíðin? „Klárlega. Þetta er framtíðin, heldur betur. Núna fara í hönd skemmtilegir tímar. Þetta er bara upphafið að byltingu,“ svaraði Matthías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. 4. júlí 2022 22:42 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Myndir frá fyrsta rafknúna fluginu mátti sjá í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Flugvélin undir stjórn sænska flugkennarans Rickards Carlsson hóf sig til flugs klukkan 17.26. Um borð var einnig Matthías Sveinbjörnsson, flugmaður hjá Icelandair og forseti Flugmálafélags Íslands, en hann er jafnframt með réttindi flugkennara. En þetta var ekki aðeins í fyrsta sinn sem menn sáu rafmagnsflugvél hefja sig til flugs og lenda á Íslandi. Á Helluflugvelli sáu menn í fyrsta sinn flugvél hlaðna með rafmagni að lokinni flugferð hérlendis en rafmagnið var leitt með kapli úr flugvallarhúsinu. Innflutt olía var því ekki sett á flugvélina heldur innlend raforka, væntanlega framleidd í virkjunum Landsvirkjunar á hálendinu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH að lenda á Helluflugvelli. Í baksýn sést Búrfell en raforka flugvélarinnar gæti vel hafa komið úr orkuverum Þjórsársvæðis.Bjarni Einarsson Flugvélin er tveggja sæta af gerðinni Pipistrel. Hún flýgur á 170 kílómetra hraða og hefur, auk varaafls, fimmtíu mínútna flugþol, sem er algengasta lengd flugtíma í kennsluflugi. Um þrjátíu mínútur tekur að endurhlaða rafgeymana. Með þessu fyrsta reynsluflugi hófst þjálfun fjögurra flugkennara, sem í framhaldinu munu miðla reynslu sinni og þekkingu á rafmagnsflugi til flugnema hérlendis. Helstu flugskólar landsins eru einmitt í hópi þeirra fyrirtækja sem standa að komu flugvélarinnar til landsins. Rickard og Matthías lentir kampakátir eftir fyrsta reynsluflugið.Bjarni Einarsson Eftir lendingu úr fyrsta fluginu var Matthías Sveinbjörnsson, sem þaulvanur þotuflugmaður, spurður hvort mikill munur væri að fljúga í rafmagnsflugvél: „Þetta er allt annað líf. Þetta er svo einfalt. Einfalt og hljóðlátt og lítill hristingur. Það er bara allt dásamlegt við þetta.“ -Þannig að þetta er framtíðin? „Klárlega. Þetta er framtíðin, heldur betur. Núna fara í hönd skemmtilegir tímar. Þetta er bara upphafið að byltingu,“ svaraði Matthías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. 4. júlí 2022 22:42 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. 4. júlí 2022 22:42
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44