Telur morðið geta haft áhrif á úrslit kosninga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2022 20:01 Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans og Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi. vísir Japanska þjóðin er slegin eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á útifundi í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag. Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar Yamagami skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans í morgun á íslenskum tíma. Séra Toshiki Toma er fæddur og uppalinn í Tókýó en hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann segir skotárásina mikið áfall fyrir japönsku þjóðina. „Skotárásir eru ekki algengar í Japan þannig að þetta var mjög óvænt.“ Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Yamagami skaut Abe en að sögn Sky News sagði hann við lögreglu að hann hafi verið ósáttur með forsætisráðherrann fyrrverandi og vildi hann feigann. Hann hefur nú játað að hafa banað Abe. Yamagami er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans. Hann notaði heimagerða haglabyssu í árásinni en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Forsætisráðherra Japans átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ávarpaði fjölmiðla í dag. Hann sagðist orðlaus yfir voðaverkinu og heitir því að lýðveldið muni aldrei láta undan ofbeldi. „Ég hef engin orð. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. Séra Toshiki Toma.bjarni einarsson Kosningabarátta er í fullum gangi í Japan en íbúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði að þær muni fara fram samkvæmd áætlun. Toshiki segist sannfærður um að skotárásin hafi áhrif á niðurstöðu kosninganna. „Þeir eru í miðjum kosningum núna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kosninganiðurstöðu held ég.“ Japan Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar Yamagami skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans í morgun á íslenskum tíma. Séra Toshiki Toma er fæddur og uppalinn í Tókýó en hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann segir skotárásina mikið áfall fyrir japönsku þjóðina. „Skotárásir eru ekki algengar í Japan þannig að þetta var mjög óvænt.“ Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Yamagami skaut Abe en að sögn Sky News sagði hann við lögreglu að hann hafi verið ósáttur með forsætisráðherrann fyrrverandi og vildi hann feigann. Hann hefur nú játað að hafa banað Abe. Yamagami er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans. Hann notaði heimagerða haglabyssu í árásinni en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Forsætisráðherra Japans átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ávarpaði fjölmiðla í dag. Hann sagðist orðlaus yfir voðaverkinu og heitir því að lýðveldið muni aldrei láta undan ofbeldi. „Ég hef engin orð. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. Séra Toshiki Toma.bjarni einarsson Kosningabarátta er í fullum gangi í Japan en íbúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði að þær muni fara fram samkvæmd áætlun. Toshiki segist sannfærður um að skotárásin hafi áhrif á niðurstöðu kosninganna. „Þeir eru í miðjum kosningum núna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kosninganiðurstöðu held ég.“
Japan Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira