Yamagami var handtekinn í kjölfarið en Sky News greinir frá því að hann hafi játað morðið í yfirheyrslu í dag.
Yamagami notaðist við haglabyssu þar sem hann hafði sagað meirihluta hlaupsins af. Hann hleypti af tveimur skotum og hæfði annað þeirra Abe í bakhliðina. Hann var með skotsár á hálsi þegar honum var komið á sjúkrahús.
Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Yamagami skaut Abe en að sögn Sky sagði hann við lögreglu að hann hafi verið ósáttur með forsætisráðherrann fyrrverandi og vildi drepa hann.