Sandra Douglass Morgan sú fyrsta í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2022 22:30 Sandra Douglass Morgan er forseti Las Vegas Raiders. NFL Sandra Douglass Morgan skráði sig á spjöld sögunnar er hún varð fyrsta svarta konan til að gegna stöðu forseta hjá NFL-liði. Las Vegas Raiders réð Söndru Douglass Morgan í stöðu forseta en frá þessu var greint í öllum helstu fjölmiðlum vestanhafs. Hún segir að ef hún geti verið fyrirmynd fyrir aðrar konur eða stelpur þá sé hún ánægð. „Ég hef áður verið fyrst. Ég vill allavega ekki vera sú síðasta og ég vil komast á það stig að það sé engin sem verður fyrst. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllum þeim konum sem komu á undan mér. Ef ég get verið fyrirmynd og hjálpað að opna dyr fyrir aðrar konur eða stelpur þá væri það gríðarlegt afrek fyrir mig.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Raiders brýtur blað í sögunni en félagið gerði það einnig árið 1989 og svo árið 1997. Art Shell var ráðinn aðalþjálfari Raiders árið 1989 en hann varð þá fyrsti svarti maðurinn til að gegna starfi aðalþjálfara liðs í NFL-deildinni. Árið 1997 var Amy Trask ráðin framkvæmdastjóri félagsins en hún varð þar með fyrsta konan til að gegna því starfi. Nú, árið 2022, er komið að Morgan. Hún sagðist vita að NFL væri karllægur vinnustaður „en við þurfum að halda áfram að brjóta niður veggi.“ Sandra Douglass Morgan is breaking barriers as the first Black woman president in NFL history. pic.twitter.com/sBV9c4c6R2— NFL (@NFL) July 7, 2022 Mark Davis, eigandi Las Vegas Raiders, sagði að frá því hann hefði fyrst hitt Morgan þá vissi hann að þarna væri einstaklega öflugur einstaklingur á ferð. „Við erum heppin að hafa hana við stjórnvölin,“ sagði Davis um ráðningu Morgan. Las Vegas Raiders endaði í 5. sæti AFC-deildarinnar á síðustu leiktíð með 10 sigra og 7 sigra. Raiders tapaði svo fyrir Cincinnati Bengals í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Tímamót Bandaríkin Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Las Vegas Raiders réð Söndru Douglass Morgan í stöðu forseta en frá þessu var greint í öllum helstu fjölmiðlum vestanhafs. Hún segir að ef hún geti verið fyrirmynd fyrir aðrar konur eða stelpur þá sé hún ánægð. „Ég hef áður verið fyrst. Ég vill allavega ekki vera sú síðasta og ég vil komast á það stig að það sé engin sem verður fyrst. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllum þeim konum sem komu á undan mér. Ef ég get verið fyrirmynd og hjálpað að opna dyr fyrir aðrar konur eða stelpur þá væri það gríðarlegt afrek fyrir mig.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Raiders brýtur blað í sögunni en félagið gerði það einnig árið 1989 og svo árið 1997. Art Shell var ráðinn aðalþjálfari Raiders árið 1989 en hann varð þá fyrsti svarti maðurinn til að gegna starfi aðalþjálfara liðs í NFL-deildinni. Árið 1997 var Amy Trask ráðin framkvæmdastjóri félagsins en hún varð þar með fyrsta konan til að gegna því starfi. Nú, árið 2022, er komið að Morgan. Hún sagðist vita að NFL væri karllægur vinnustaður „en við þurfum að halda áfram að brjóta niður veggi.“ Sandra Douglass Morgan is breaking barriers as the first Black woman president in NFL history. pic.twitter.com/sBV9c4c6R2— NFL (@NFL) July 7, 2022 Mark Davis, eigandi Las Vegas Raiders, sagði að frá því hann hefði fyrst hitt Morgan þá vissi hann að þarna væri einstaklega öflugur einstaklingur á ferð. „Við erum heppin að hafa hana við stjórnvölin,“ sagði Davis um ráðningu Morgan. Las Vegas Raiders endaði í 5. sæti AFC-deildarinnar á síðustu leiktíð með 10 sigra og 7 sigra. Raiders tapaði svo fyrir Cincinnati Bengals í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Tímamót Bandaríkin Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira