Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2022 23:01 Morð George Floyd leiddi til mótmæla og óreiða víða um Bandaríkin. Getty/Mario Tama Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. Chauvin hafði játað brot sín en dómsuppkvaðning fór fram í kvöld. Samkvæmt samkomulagi sem Chauvin gerði við saksóknara stóð til að dæma hann í tuttugu til 25 ára fangelsi. Hann myrti Floyd þegar hann og aðrir lögregluþjónar handtóku þann síðarnefnda í maí 2020. Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó. Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða. Í dómsal í kvöld fór dómari hörðum orðum um gjörðir Chauvins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég skil hreinlega ekki af hverju þú gerðir það sem þú gerðir,“ sagði Paul Magnuson, dómari. „Að halda hnéi þínu á hálsi manns þar til hann deyr er einfaldlega rangt. Framferði þitt var rangt og hneykslanlegt.“ Chauvin var æðsti lögregluþjónninn á vettvangi og hafnaði uppástungum frá einum af þremur öðrum sem voru þarna um að snúa Floyd við. Dómarinn kemur einnig að dómsmálum hinna þriggja lögregluþjónanna en kenndi Chauvin um hvernig fór. „Þú gjörsamlega rústaðir lífum þriggja ungra lögregluþjóna með að taka stjórn á vettvangi,“ sagði Magnuson. Dómarinn hefur ekki kveðið upp dóm sinn í máli hinna lögregluþjónanna. Í frétt AP segir að það að Chauvin hafi verið dæmdur í fangelsi bæði í Minnestoa og af alríkisdómstól feli í sér að hann muni þurfa að sitja inn í minnst átján ár þar til hann eigi möguleika á reynslulausn. Þá muni hann afplána dóm sinn í alríkisfangelsi, sem gæti reynst honum auðveldara en í almennu fangelsi. Chauvin ávarpaði ættingja Floyds í dómsal í dag. Hann baðst ekki afsökunar eða lýsti yfir iðrun en óskaði börnum Floyds alls hins besta í lífinu. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52 Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46 Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. 12. júní 2021 07:38 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Chauvin hafði játað brot sín en dómsuppkvaðning fór fram í kvöld. Samkvæmt samkomulagi sem Chauvin gerði við saksóknara stóð til að dæma hann í tuttugu til 25 ára fangelsi. Hann myrti Floyd þegar hann og aðrir lögregluþjónar handtóku þann síðarnefnda í maí 2020. Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó. Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða. Í dómsal í kvöld fór dómari hörðum orðum um gjörðir Chauvins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég skil hreinlega ekki af hverju þú gerðir það sem þú gerðir,“ sagði Paul Magnuson, dómari. „Að halda hnéi þínu á hálsi manns þar til hann deyr er einfaldlega rangt. Framferði þitt var rangt og hneykslanlegt.“ Chauvin var æðsti lögregluþjónninn á vettvangi og hafnaði uppástungum frá einum af þremur öðrum sem voru þarna um að snúa Floyd við. Dómarinn kemur einnig að dómsmálum hinna þriggja lögregluþjónanna en kenndi Chauvin um hvernig fór. „Þú gjörsamlega rústaðir lífum þriggja ungra lögregluþjóna með að taka stjórn á vettvangi,“ sagði Magnuson. Dómarinn hefur ekki kveðið upp dóm sinn í máli hinna lögregluþjónanna. Í frétt AP segir að það að Chauvin hafi verið dæmdur í fangelsi bæði í Minnestoa og af alríkisdómstól feli í sér að hann muni þurfa að sitja inn í minnst átján ár þar til hann eigi möguleika á reynslulausn. Þá muni hann afplána dóm sinn í alríkisfangelsi, sem gæti reynst honum auðveldara en í almennu fangelsi. Chauvin ávarpaði ættingja Floyds í dómsal í dag. Hann baðst ekki afsökunar eða lýsti yfir iðrun en óskaði börnum Floyds alls hins besta í lífinu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52 Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46 Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. 12. júní 2021 07:38 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52
Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46
Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. 12. júní 2021 07:38