Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2022 23:01 Morð George Floyd leiddi til mótmæla og óreiða víða um Bandaríkin. Getty/Mario Tama Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. Chauvin hafði játað brot sín en dómsuppkvaðning fór fram í kvöld. Samkvæmt samkomulagi sem Chauvin gerði við saksóknara stóð til að dæma hann í tuttugu til 25 ára fangelsi. Hann myrti Floyd þegar hann og aðrir lögregluþjónar handtóku þann síðarnefnda í maí 2020. Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó. Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða. Í dómsal í kvöld fór dómari hörðum orðum um gjörðir Chauvins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég skil hreinlega ekki af hverju þú gerðir það sem þú gerðir,“ sagði Paul Magnuson, dómari. „Að halda hnéi þínu á hálsi manns þar til hann deyr er einfaldlega rangt. Framferði þitt var rangt og hneykslanlegt.“ Chauvin var æðsti lögregluþjónninn á vettvangi og hafnaði uppástungum frá einum af þremur öðrum sem voru þarna um að snúa Floyd við. Dómarinn kemur einnig að dómsmálum hinna þriggja lögregluþjónanna en kenndi Chauvin um hvernig fór. „Þú gjörsamlega rústaðir lífum þriggja ungra lögregluþjóna með að taka stjórn á vettvangi,“ sagði Magnuson. Dómarinn hefur ekki kveðið upp dóm sinn í máli hinna lögregluþjónanna. Í frétt AP segir að það að Chauvin hafi verið dæmdur í fangelsi bæði í Minnestoa og af alríkisdómstól feli í sér að hann muni þurfa að sitja inn í minnst átján ár þar til hann eigi möguleika á reynslulausn. Þá muni hann afplána dóm sinn í alríkisfangelsi, sem gæti reynst honum auðveldara en í almennu fangelsi. Chauvin ávarpaði ættingja Floyds í dómsal í dag. Hann baðst ekki afsökunar eða lýsti yfir iðrun en óskaði börnum Floyds alls hins besta í lífinu. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52 Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46 Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. 12. júní 2021 07:38 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Chauvin hafði játað brot sín en dómsuppkvaðning fór fram í kvöld. Samkvæmt samkomulagi sem Chauvin gerði við saksóknara stóð til að dæma hann í tuttugu til 25 ára fangelsi. Hann myrti Floyd þegar hann og aðrir lögregluþjónar handtóku þann síðarnefnda í maí 2020. Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó. Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða. Í dómsal í kvöld fór dómari hörðum orðum um gjörðir Chauvins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég skil hreinlega ekki af hverju þú gerðir það sem þú gerðir,“ sagði Paul Magnuson, dómari. „Að halda hnéi þínu á hálsi manns þar til hann deyr er einfaldlega rangt. Framferði þitt var rangt og hneykslanlegt.“ Chauvin var æðsti lögregluþjónninn á vettvangi og hafnaði uppástungum frá einum af þremur öðrum sem voru þarna um að snúa Floyd við. Dómarinn kemur einnig að dómsmálum hinna þriggja lögregluþjónanna en kenndi Chauvin um hvernig fór. „Þú gjörsamlega rústaðir lífum þriggja ungra lögregluþjóna með að taka stjórn á vettvangi,“ sagði Magnuson. Dómarinn hefur ekki kveðið upp dóm sinn í máli hinna lögregluþjónanna. Í frétt AP segir að það að Chauvin hafi verið dæmdur í fangelsi bæði í Minnestoa og af alríkisdómstól feli í sér að hann muni þurfa að sitja inn í minnst átján ár þar til hann eigi möguleika á reynslulausn. Þá muni hann afplána dóm sinn í alríkisfangelsi, sem gæti reynst honum auðveldara en í almennu fangelsi. Chauvin ávarpaði ættingja Floyds í dómsal í dag. Hann baðst ekki afsökunar eða lýsti yfir iðrun en óskaði börnum Floyds alls hins besta í lífinu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52 Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46 Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. 12. júní 2021 07:38 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52
Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46
Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. 12. júní 2021 07:38