Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu Halldór Kári Sigurðarson skrifar 8. júlí 2022 08:01 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. Áhugafólk um fasteignamarkaðinn er orðið ónæmt fyrir slíkum tölum en þó er vert að nefna að árshækkunartakturinn hefur ekki verið hærri síðan 2005 að nafnvirði en þá fór hann hæst í rúmlega 40%. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Síðan kaupsamningarnir á bakvið verðhækkanir í maí voru undirritaðir hefur Seðlabankinn hins vegar gripið í handbremsuna. Um miðjan júní dró fjármálastöðugleikanefnd töluvert úr aðgengi að lánsfé og 22. júní hækkaði peningastefnunefnd stýrivexti um 100 punkta og standa stýrivextir nú í 4,75%. Í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var í vikunni kom fram að einn nefndarmanna, Gylfi Zoëga, hefði viljað hækka stýrivexti um 125 punkta og að nefndin teldi líklegt að herða þyrfti taumhald peningastefnunnar enn frekar. Þá kom fram í fundargerð fjármálastöðugleikanefndar að vísir að eignabólu á íbúðamarkaði gæti verið til staðar. Af öllu þessu er ljóst að Seðlabankinn hefur þó nokkrar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp og á eftir að grípa til frekari aðgerða til að kæla markaðinn. Næsta vaxtaákvörðun er 24. ágúst en of snemmt er að segja til um hversu mikið vextir verða hækkaðir þá. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Áhrifin af aðgerðum Seðlabankans eru ekki komin fram en þær koma til með að snöggkæla markaðinn í haust. Í nýbirtum hagvísum Seðlabankans má þó sjá að vanskil heimila gagnvart stóru bönkunum þremur eru í sögulegu lágmarki. Það er verulega jákvætt að vera að koma af svo sterkum grunni en það er hins vegar viðbúið að vanskilahlutfallið muni hækka í haust og áfram á fyrri hluta næsta árs. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Sá hópur sem kemur til með að finna hvað mest fyrir aðgerðum Seðlabankans eru fyrstu kaupendur með óverðtryggða breytilega vexti. Í nýjust fundargerð fjármálastöðugleikanefndar kom fram að greiðslubyrðarhlutfall fyrstu kaupenda hafði hækkað þó nokkuð og var að meðaltali næstum 30% á fyrsta fjórðungi. Vert er að hafa í huga að síðan þá hafa stýrivextir hækkað úr 2,75% í 4,75%. Horft fram á við má vænta þess að eftir 2-3 mánuði muni húsnæðisverðshækkanir vera mjög takmarkaðar og undirritaður telur að raunverðslækkanir séu líklegri en ekki. Megindrifkrafturinn á bakvið væntanlega snöggkælingu markaðarins eru aðgerðir Seðlabankans en einnig má nefna aukið framboð. Nú um mundir eru um 780 íbúðir (þar með talið sérbýli) til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem er um helmingi meira en þegar framboðið var hvað minnst í febrúar sl. Það þýðir að þrátt fyrir að aldrei hafi hærra hlutfall selst yfir ásettu verði og að meðalsölutími hafi aldrei verið styttri eru íbúðir samt að koma hraðar inn á markaðinn en þær eru að seljast. Af öllu þessu er ljóst að heitasti markaður landsins er á leiðinni í kalda sturtu. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Halldór Kári Sigurðarson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. Áhugafólk um fasteignamarkaðinn er orðið ónæmt fyrir slíkum tölum en þó er vert að nefna að árshækkunartakturinn hefur ekki verið hærri síðan 2005 að nafnvirði en þá fór hann hæst í rúmlega 40%. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Síðan kaupsamningarnir á bakvið verðhækkanir í maí voru undirritaðir hefur Seðlabankinn hins vegar gripið í handbremsuna. Um miðjan júní dró fjármálastöðugleikanefnd töluvert úr aðgengi að lánsfé og 22. júní hækkaði peningastefnunefnd stýrivexti um 100 punkta og standa stýrivextir nú í 4,75%. Í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var í vikunni kom fram að einn nefndarmanna, Gylfi Zoëga, hefði viljað hækka stýrivexti um 125 punkta og að nefndin teldi líklegt að herða þyrfti taumhald peningastefnunnar enn frekar. Þá kom fram í fundargerð fjármálastöðugleikanefndar að vísir að eignabólu á íbúðamarkaði gæti verið til staðar. Af öllu þessu er ljóst að Seðlabankinn hefur þó nokkrar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp og á eftir að grípa til frekari aðgerða til að kæla markaðinn. Næsta vaxtaákvörðun er 24. ágúst en of snemmt er að segja til um hversu mikið vextir verða hækkaðir þá. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Áhrifin af aðgerðum Seðlabankans eru ekki komin fram en þær koma til með að snöggkæla markaðinn í haust. Í nýbirtum hagvísum Seðlabankans má þó sjá að vanskil heimila gagnvart stóru bönkunum þremur eru í sögulegu lágmarki. Það er verulega jákvætt að vera að koma af svo sterkum grunni en það er hins vegar viðbúið að vanskilahlutfallið muni hækka í haust og áfram á fyrri hluta næsta árs. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls. Sá hópur sem kemur til með að finna hvað mest fyrir aðgerðum Seðlabankans eru fyrstu kaupendur með óverðtryggða breytilega vexti. Í nýjust fundargerð fjármálastöðugleikanefndar kom fram að greiðslubyrðarhlutfall fyrstu kaupenda hafði hækkað þó nokkuð og var að meðaltali næstum 30% á fyrsta fjórðungi. Vert er að hafa í huga að síðan þá hafa stýrivextir hækkað úr 2,75% í 4,75%. Horft fram á við má vænta þess að eftir 2-3 mánuði muni húsnæðisverðshækkanir vera mjög takmarkaðar og undirritaður telur að raunverðslækkanir séu líklegri en ekki. Megindrifkrafturinn á bakvið væntanlega snöggkælingu markaðarins eru aðgerðir Seðlabankans en einnig má nefna aukið framboð. Nú um mundir eru um 780 íbúðir (þar með talið sérbýli) til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem er um helmingi meira en þegar framboðið var hvað minnst í febrúar sl. Það þýðir að þrátt fyrir að aldrei hafi hærra hlutfall selst yfir ásettu verði og að meðalsölutími hafi aldrei verið styttri eru íbúðir samt að koma hraðar inn á markaðinn en þær eru að seljast. Af öllu þessu er ljóst að heitasti markaður landsins er á leiðinni í kalda sturtu. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun